Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 14
GULLRÆNINGJARNIR THE GOLD ROBBERS” V næsta mánuði hefur sjónvarpið sýningar á brezkum framhaldsmyndaflokki frá London Weekend Television, sem ber þetta heiti. Hér segir VIKAN frá þessum þáttum, 13 alls, í máli og myndum. Maúnorgun í London árið 1967. Tveir ungir menn komu inn á bar á Farringdon Road, settust, brostu til gengilbeinunnar, báðu um bjór og dagblöð og sökktu sér niður í hvorutveggja. Þeir töluðu ekkert saman en horfðu út um gluggann við og við. Blár sendiferðabíll kom hægt niður götuna og bílstjórinn rak höfuðið út um gluggann til að leita sér að stæði meðal vöru- og sendiferðabílanna á þröngu strætinu. Fastagestirnir voru að byrja að ltoma á barinn og gengilbeinan tók ekki eftir því þegar menn- irnir tveir hurfu út um dyrnar og veifuðu laumulega yfir götuna. Blái sendiferðabíllinn var að fara með gull frá Englandsbanka til Mocatta & Goldsmid á Thorgmorton Street. Verðmæti farms- ins var £ 711.448, eða nær 150 milljónir íslenzkra króna. En áður en bíllinn skilaði af sér gullinu þurfti að koma nokkrum kílóum af silfri til skartgripasalans beint á móti barnum á Farr- ingdon Road. Þegar einn vörðurinn úr bláa bílnum stökk út til að skila silfr- inu til réttra viðtakenda, stukku tveir menn á hann — mennirnir af barnum — og hentu honum inn í svartan sendibíl við hliðina. Síðan gengu þeir inn um hliðið og bönkuðu tvisvar á þungu eikarhurðina — rétt eins og sendimenn Englandsbanka höfðu átt Peter Vaughan í hlutverki Cradocks yfirleynilögregluforingja. að gera — og um leið var lokið upp fyrir þeim. í dyrunum stóðu tveir menn, sérstakir öryggisverðir sem Englandsbanki hafði út- vegað skartgripasalanum, og um leið og dyrnar höfðu opnast nóg og þeir bjuggust við að fá silfrið í hendurnar, tóku mennirnir tveir upp brúsa með taugadeyfandi gasi og hentu framan í verðina. Síðan var þeim troðið í sinn eigin bíl og keyrt af stað. í dauðans ofboði. Öll árásin og ránið fór fram með slíkum hraða og ná- kvæmni, að enginn í nágrenninu tók eftir nokkru. Um leið og beygt var fyrir næsta horn var búið að binda mennina þrjá á höndum og fótum og líma sterkan plástur fyrir munninn á þeim ... Frásagan hér að framan er sönn og ennþá hefur ekki tekizt að hafa upp á ölíum ræningjunum og ekki nema örlitlum hluta gullsins. En leitinni er haldið áfram og Scotland Yard er með allar klær úti við að reyna að ná mönnunum. Leitin er sögð jafn víðtæk og umfangsmikil og leitin að lestarræningjunum frægu. Sjónvarpsþættirnir „Gullræningjarnir“ eru byggðir að sögn, á þessu ráni. Nánar tiltekið fjallar framhaldsmyndaflokkurinn frá London Weekend Television um þetta: Flugvél lendir á Westmarsflugvelli, sem er í einkaeign. Farmur vélarinnar er gullstangir að verðmæti 5.5.000.000 sterlingspund,' eða 1155 milljónir íslenzkra króna. Mjög strangur öryggisvörður er alft í kringum vélina og bíður þess að geta affermt hana og flutt gullið yfir i Englandsbanka. En í nágrenninu eru óvæntir gestir — í hæsta máta óvelkomnir. Áður en nokkur veit af, hefur sagan frá Farringdon Road endurtekið sig. Mitt í allri ringulreið- inni tekst einum lögreglumanni að komast undan ræningjunum, en það varir ekki lengi og eftir átök við tvo af ræningjunum Framhald. á bls. 36. Tveir helztu skúrkarnir, Oscroft og Anderson, leiknir af Bernard Hepton og Frederick Bartman.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.