Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 16
HUN GIFTIST ESKIMÓA Ég var mannfræðingur og dóttir efnaðra foreldra í Montreal í Kanada. Maðurinn minn er Eskimói og fædd- ist i snjóhúsi í kuldabeltinu nyrðra. Hans rétta Eskimóa- nafn er Anguilik, en með árunum hefur hann orðið kunnur undir nafninu Batiste. Við eigum heima þúsund mílur fyrir norðan Winnipeg. Ókunnugum fannst hjónaband okkar einkennilegt. 1 mínum augum er maðurinn minn hins vegar eins og hver annar eiginmaður. Hann vill hafa bautann sinn harðsteiktan eins og leður; hann hatar slór og slæping; hann hugsar meira en hann talar; hann sér ekki sólina fyrir börnum; hann er fljótari að slíta fötunum sínum en fimm ára krakki; hann kann vel við sig í 35 stiga gaddi, og hann getur gert við alla hreyfla, sem nokkurn tima hafa verið settir saman. Hann er líka maðurinn, sem ég varð ástfangin af og gekk að eiga. 1 daglegum hversdagsönnum á heimili okkar í Rank- inl'lóa í Norðvesturhéruðunum kemur okkur aldrei til hugar, að hjónaband okkar sé næstum einsdæmi i iand- inu. Ég bóna eldhúsgólfið mitt, þvæ skinnúlpu Batistes og byrja svo brauðbaksturinn. Philomena, kona frænda hans, kemur inn með tvö selskinn, sem hún heíur spýtl og skafið fyrir okkur. Nágranni minn í næsta húsi, Jean Þessi óvenjulega frásögn er eftir Sally Tootoo. Hún var dóttir efnaSra foreldra, ólst upp viS allsnægtir og gekk mennta- veginn. En það átti fyrir henni að liggja að giftast Eskimóa og hún býr nú þúsund mílur fyrir norðan Winnipeg. Þrátt fyrir erfiðleika og takmarkanir lífsins norður þar, hefur það upp á ýmislegt að bjóða, sem ekki er falt í sið- menningunni syðra. Williamson, bóndadóttir frá Saskatchewan, sem er gift starfsmanni í stjórnardeild fyrir málefni Norðursins, litur inn til að drekka síðdegiste. Kowtuk, hinn káti fimmtán ára gamli Eskimóadreng- ur, sem við höfum til snúinga, leikur kúrekasöngva af hljómplötum okkar. Héraðsstjórinn hringir til að spyrja, hvort ég vilji vera túlkur fyrir mannfræðiprófessor frá Sorbonne. Ég lýk við þvottinn af tveggja mánaða gam- alli dóttur okkar, Jennifer Ann. Og áður en ég veit af er maðurinn minn, sem er orðinn glorsoltinn, farinn að spyrja: „Hvað fáum við að borða í kvöld“. Hér er gott að lifa. Ég hefði ekki getað trúað því, þegar ég var að alast upp i Westmound í Quebec sem einkabarn. Batiste, sem nú er orðinn aðstoðarmaður hér- aðsstjórans, hefði heldur ekki getað trúað því, þegar hann var að alast upp, elztur af ellefu börnum Eskimóa- veiðimanns og loðskinnasalá. Nú mundi hvorugt okkar vilja skipta og flytja eitthvað annað. Jafnvel eftir „suðlægum“ mælikvarða mundu margir telja þetta þægilegt lif. Fyrir sanngjarna greiðslu höfum við á leigu hjá stjórninni tveggja svefnherbergja hús, fullbúið með rafmagni, stundum rennandi vaíni, gólf- teppi út í öll horn og húsgögnum. Þar eru alls konar raf- 16 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.