Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 43
Góðir bílar tryggja skemmtilegt ferðalag. Bílaleigan é 4 SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) dularfullum fyrirbærum, er gerzt höfðu að Árbæ. Mér varð sannast sagna um og ó, er mér bárust fréttirnar, og skrifaði því föður Hickey og fór þess á leit, að hann léti mér í té skýrslu um fyrirbærin, ef fót- ur væri fyrir þeim, en ef svo reyndist ekki, bað ég hann að áfellast fréttasnatann harðlega úr stólnum og mótmæla orð- róminum í einhverju blaði taf- arlaust. Hér hef ég svar hans. Hann segir svo, — jæja, fyrri hluti bréfsins fjallar umkirkju- mál, ég vil ekki angra þig með því að lesa það. Hann heldur áfram og segir: „Bíddu við. Ekki er þetta hans skrift? Ekki þesslegt, að þetta sé karlmannshönd“! „Hann er með liðagigt í fingr um hægri handar, og frænka hans, munaðarleysingi, sem hjá honum er, er ritari hans. Jæja ________ «( „Heyrðu, hvað heitir hún“? „Heitir? Hún heitir Kata Hickey“. „Hvað er hún gömul“? „Uss, hún er barn. Ef hún væri komin á þann aldur að hugsa fyrir framtíðinni, mundi ég ekki láta þig verða á vegi hennar. Langar þig til að vita íleira um hana“? ,’Ég sé hana fyrir hugskots- sjónum hjúpaða hvítri blæju á fermingardaginn sinn, — —• í- mynd sakleysisins. En ekki meira um það. Hvað segir svo séra Hickey um svipina"? „Hér er ekki um svipi að ræða. Eg skal lesa þér bréfið. Ahemn“! „Sem svar við fyrirspurn yð- ar um síðustu undrin í sókn minni, leyfi ég mér að tjá yð- ur, að ég get lagt eið út á, að þar er ekki farið pieð rangt mál, og enn fremur, að ég get ekki einungis fengið staðfestan vitnisburð minn af sóknarbörn- um mínum, katólsku fólki, held ur einnig af öllum öðrum, sem kunnugt var um fyrri legu kirkjugarðs þess, er um getur, og má þar til nefna prófast mótmælenda í Baltinglas, sem dvelst hér í grenndinni sex vik- ur á ári hverju. Blaðafréttin er ófullnægjandi og óáreiðanleg. Staðreyndirnar eru þessar: Fyr ir tæpum fjórum árum settist hér að maður að nafni Úlfar Toni Fitzgerald, sem lagði fyr- ir sig hestajárnun. Um fyrri ævi hans varð ekkert vitað. Hann átti enga fjölskyldu, var einbúi og mjög hirðulaus um sjálfan sig. Þegar hann var drukkinn, en það var oft, sví- virti hann bæði guð og menn. Og vissulega mætti segja, ef látinn maður ætti ekki í hlut, að hann hafi verið úrþvætti, drykkjurútur og ósvikið þorp- aramenni. En hitt er verra, að ég er hræddur um, að hann hafi verið guðsafneitari, því að kirkju sótti hann aldrei og var jafnvel orðljótari um Hans Heilagleika en drottninguna. Eg get ennfremur látið þess getið, að hann var hinn mesti upphlaupsmaður og gortaði af því, að afi sinn hefði verið með í róstunum ‘98, en faðir hans með Smith O'Brien. Upp á síð- kastið var hann ekki kallaður annað en Brennisteins-Billi og almennt talinn úrhrak allra manna. Eins og yður er kunnugt, er kirkjugarðurinn okkar, sem er við vatnið norðanvert, víð- þekktur sökum grafreits nunn- anna úr reglu St. Úrsúlu, verndardýrlings Árbæjarþorps. Enginn mótmælandi hefur nokkurn tíma dirfzt að krefjast lagalegs réttar síns til greftr- unar þar, þótt tveir þeirra hafi dáið hér í sókninni, síðan ég tók við henni. Fyrir þremur vikum dó Fitzgerald þessi í öl- æðisflogi, og mikillar ókyrrð- ar varð vart í þorpinu, þegar kunnugt varð, að það ætti að jarða hann í kirkjugarðinum. Vörð varð að hafa um líkið, svo að það væri ekki tekið og grafið á krossgötum. Sóknar- börn mín urðu fyrir sárumvon- brigðum, er þeim var sagt, að ég gæti á engan hátt spornað við því, að maðurinn yrði graf- inn þar, sér í lagi olli það miklu um, að ég neitaði, af skiljan- legum ástæðum, að lesa nokk- uð yfir honum við jarðarför- ina. Samt sem áður bað ég fólkið að láta þetta kyrrt liggja og jarðarförin fór fram fjórt- ánda júlí, seint um kvöldið, löngu eftir lögmætan tíma. Ekki kom til neinna óspekta við þetta tækifæri. En morg- uninn eftir urðu menn þess valrir, að grafreiturinn hafði flutzt suður fyrir ána, — nýja leiðið eftir að norðanverðu; og situr við þetta enn. Dýrling- arnir vildu ekki hvíla við hlið guðleysingjans. Þetta get ég lagt eið út á sem kristinn prest- ur. Og ef það er ekki nægileg sönnun þeim, sem utan kirkj- unnar standa, getur hver sem er, sem man hvar grafreitur- inn var fyrir tveimur mánuð- um, vitnað um þetta með mér, eins og ég drap á hér að fram- an. E?g leyfi mér virðingarfyllst að fara þess á leit, að stungið verði upp á því, að nefnd mót- mælenda rannsaki svo sem bezt verður á kosið þetta krafta verk. Þeir þurfa ekki að taka góða og gilda neina sögusögn frá sóknarbörnum mínum. Uppdráttur herforingjaráðsins sýnir, hvar kirkjugarðurinn var, og allir geta séð, hvar hann er nú. Háæruverðugum herra kardínálanum mun vera fullljóst, hvílíkar hrakfarir ó- vinir kirkjunnar mundu bíða við það, hinir sömu óvinir, er reyndu að setja blett á hana með því að bera brigður á hin- ar dásamlegu vitranir í Knocks kapellu. — Ef þeir koma til Ár- bæjar, þurfa þeir ekki að yfir- heyra einn né neinn. Enginn mun biðja þá að trúa öðru en því, sem þeir sjá með eigin augum. Vænti svo svars háæruverð- ugs herra kardínálans mér til frekari leiðbeiningar í máli þessu. Yðar. . . .“ o.s.frv.“. „Jæja, Zenó“, sagði frændi minn, „og hver er svo skoðun þín á föður Hickey'? „Frændi, spurðu mig ekki. Sg vil helzt trúa hverju sem er, þegar ég er undir þínu þaki. Og séra Hickey hefur snert viðkvæman streng í brjósti mínu, glætt ást mína á þjóð- sögunum. Við skulum dást að skáldskapargildi frásagnar hans, og virðum að vettugi lík- indamuninn, þar sem annars vegar mætti hugsa sér prest sverja rangan eið, en hins veg- ar kirkjugarð svamla yfir á að næturlagi og gleyma að hverfa heim til sín aftur“. „Tom Hickey lýgur ekki, þar við þori ég að leggja dreng- skap minn. En vera má, að honum skjátlist". „Slíkur misskilningur stapp- ar nærri vitfirringu. En hitt er satt, að ég hef sjálfur hrokkið upp úr fastasvefni um hánótt og verið sannfærður um, að rúmi mínu hafi verið snúið við. En þegar ég opnaði augun, hef ég getað áttað mig á hlutunum. Eg er anzi hræddur um, að Hickey sé ekki með öllum mjalla. Þú getur ekki betur gert en að senda andlega heil- brigðan mann niður eftir til þess að kynna sér hlutina. Ein- hvern bráðskarpan og athug- ulan mann, sem hefur skynj- unarfærin í bezta lagi og ekki er blindaður af neins konar trúargrillum. Eg er sem sagt maðurinn til starfsins. Eg mun geta sent þér sanna skýrslu um málið, eftir nokkurra daga dvöl í þorpinu, og þá getur þú farið að gera ráðstafanir til að flytja Hickey frá altarinu til geð- veikrahælisins". „É'g hef haft í huga að senda þig. Þú ert athugull í bezta lagi og alveg upplagður leyni- lögreglumaður, ef þú aðeins getur einbeitt huganum að einu marki. En beztu meðmælin um starfshæfni þína eru samt þau, að þú ert meiri flumbrari en svo, að hætt sé við, að þú vekir grun hjá þeim, sem þú átt að njósna um; en hér gætu nefni- lega verið brögð í tafli. En ég vona og trúi, að Hickey sé ekk- ert við þau riðinn. En eigi að síður er það skylda mín að gæta fyllstu varúðar í hví- vetna“. „Lofaðu mér að skjóta að einni spurningu, karínáli: Hef- ur nokkuð borið á geðveiki í ætt okkar“? „Nei, ekki nema hjá þér og svo hjá ömmu þinni. Hún var pólsk, og þú ert eftirmyndin hennar. En hvers vegna spyrðu"? „Af því að mér datt oft í hug, að þú værir kannski tæpur. Fyrirgefðu hreinskilni mina, en maður, sem hefur helgað sig því takmarki í lífinu að eltast við rauðan hatt, maður, sem heldur alla vitlausa nema sjálf- an sig og getur hlustað með fjálgleik á sögu um flakkandi kirkjugarð, getur naumast ver- ið með réttu ráði. Þér er óhætt að trúa því, frændi, að þú þarft hvíld og breytingu. Blóð pólsku ömmunnar rennur í æðum þín- um“. „®g vona, að mér verði ekki reiknað það til syndar, að ég sendi ribbalda í erindum kirkj- unnar", svaraði hann og var 31.TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.