Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 22
SINIPLICITY SNIÐA- ÞJÓNUSTA VIKUNNAR Sniöin má kaupa annaö hvort með því aö koma á afgreiðslu blaðsins aö Skipholti 33 eöa útfylla pöntunarseöilinn á bls. 36 og láta greiðslu fylgja í ávísun, póstávísun eða frímerkjum. SNIÐ NR. 24 (9574) í þessum pakka er skyrtublússa eða jakki með löngum ermum, kraga og vösum. Einnig fylgja með stuttar buxur og hnésíðar buxur. Athygli skal vakin á því, að ef um munstrað efni er að ræða þarf meira efni en venjulega, svo að munstrið standist á. Þetta snið er til í stærðunum 3G—42. VERÐ KR. 175 (MEÐ PÓSTBURÐARGJALDI 189 KR.) MÁL: Stærð 36 38 40 42 cm. Yfirvídd 83 87 92 97 cm. Mittisvídd 61 65 69 74 cm. Mjaðmavídd, 23 cm fyrir neðan mitti 88 91 97 102 cm. Baksídd frá hálsmáli niður að mitti 40.5 41.5 42 42.5 cm. VIKAN k/nnir fyrstu-[ deildarlið í knattspyrnu í þetta skipti eru það tvö knattspyrnufélög utan af landi sem við kynnum í Knattspyrnu- kynningu VIKUNNAR, fþróttabandalag Akraness (ÍA) og Ungmennafélagið Breiða- blik í Kópavogi (UBK) venjulega kallað Breiðablik. AKRANES Iþróttabandalag Akraness leit dagsins Ijós fyrir 25 árum síðan, og hefur velgengnin verið upp og niður síðan þá, en á „Gullaldarár- unum" svonefndu, 1950—60, átti félagið mikilli velgengni að fagna og persónulegar vinsældir leikmanna voru nær ótrúlegar. Allir litlir strákar vildu vera eins og Rikki og Donni og Svenni. Á þessu tíma- bili urðu Akurnesingar 6 sinnum íslandsmeistarar en síðan duttu þeir niður í aðra deild. Liðið hóf sig þó upp aftur, skipað nýjum og yngri mönnum og á síðasta ári, 1970, varð ÍA íslandsmeistari í sjöunda sinn. í liðinu eru nú einir 6 eða 7 menn sem hafa leikið með landsliði, en formaður ÍA er Óli Örn Ólafsson. Formaður knatt- spyrnuráðs er Sigurður Ólafsson, gjaldkeri Eiríkur Þorvaldsson og ritari einn af gullaldarmönnunum, Þórður Árnason. LIÐIÐ: Fremri röð frá vinstri: Jón Alfreðsson, Jóhannes Guðjónsson, Jón Gunnlaugsson, Davíð Kristjánsson, Pétur Hallgrímsson, Friðþjófur Helgason og Teitur Þórðarson. Aftari röð frá vinstri: Guðjón Jóhannsson, Eyleifur Hafsteinsson, Hörður Jóhannesson, Björn Lárusson, Andrés Ólafsson, Haraldur Sturlaugsson, Matthías Hallgrímsson, Þröstur Stefánsson og Magnús Kristjánsson, þjálfari. BREIÐABLIK Félagið í Kópavoginum hélt upp á 20 ára afmæli sitt á sl. ári, en það var stofnað 12. febrúar, 1950. Voru þá margvísleg hátíðahöld og m.a. lék lið félagsins við nýbakaða íslandsmeistara, ÍBK. í lið- inu er nú einn maður sem hefur leikið með landsliði, Guðmundur Þórðarson. Breiðablik leikur nú í sumar í fyrsta sinn í 1. deild og hefur liðið staðið sig vel. Formaður UBK er Gestur Guðmundsson, en formaður knattspyrnudeildar er Páll Bjarnason; ritari er Jakob Hólm Hermannsson og gjaldkeri Þórir Arngrímsson. LIÐIÐ: Fremri röð frá vinstri: Hreiðar Breiðfjörð, Guðmundur H. Jónsson, fyrirliði, Gissur Guðmundsson, Ólafur Hákonarson, Magnús Stein- þórsson og Bjarni Bjarnason. Aftari röð frá vinstri: Sölvi Óskarsson, þjálfari, Trausti Hallsteinsson, Ríkharður Jónsson, Sigurjón Valdimarsson, Þór Hreiðarsson, Einar Þórhallsson, Helgi Helgason, Guðmundur Þórðarson, Haraldur Er- lendsson og Páll Bjarnason, formaður. Á myndina vantar Steinþór Steinþórsson. 22 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.