Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 33
HÚN GIFTIST ESKIMÓA Framhald af bls. 17. ið með því að fara aftur í dans- inn, því að þar er meira fjör. Þegar hlýrra er í veðri förum við í útileguferðir með öðrum Eskimóafjölskyldum. En þegar Batiste fór í skemmtilegustu ferðirnar á veturna til að veiða eða fiska, var ég venjulega skil- in eftir heima, jafnvel áður en barnið fæddist, af því að kuld- inn er svo mikill. Einu sinni gat ég samt þröngvað honum til að taka mig með í 60 mílna ferða- lag á hundasleða til Hvalvíkur. Þá svaf ég í fyrsta sinn í snjóhúsi, sem Batiste byggði á hálftíma. Við höfðum með okk- ur spil og ferðaútvarpstæki. Við vorum meira en tvo daga í ferð- inni, af því að við lentum í miklu hvassviðri. Það getur stundum komið manni í vanda að vera gift Eskimóa. í fyrsta sinn, sem ég reyndi að tyggja selskinnspjötlu til þess að búa til skó, losnuðu allar mínar tannfyllingar og duttu úr. Tennur mínar reynd- ust ekki nægilega sterkar til þess arna. Eins og Eskimóar lifðu áður fyrr, gátu þeir bókstaflega ekki komist af án kvenmanns til þess að sauma á þá fötin og ala upp börnin. Jafnvel enn í dag, vegna hins kalda loftslags, er Eskimóakonan ennþá meira ó- missandi en hinar suðrænu systur hennar. En störfunum er stranglega og nákvæmlega skipti á milli hjóna: Batiste bætir fiskinetin, ég bæli hreindýraskinnsbux- urnar hans. Hann býr til hundaaktygið, en ég fóðra þau með elgsdýraskinni. Hann sér um hundasleðann, en ég fylii nestisskrínuna, þegar hann fer á veiðar. Kvenfólk, sem ekki kann að bjarga sér, á hér ekki heima. Maður verður að læra að elda á olíuofni, sem er ætlaður bæði til eldunar og upphitunar; mað- ur verður að læra að hafa alltaf kerti til taks, þegar rafmagnið bregzt, eins og algengt er; baka brauð, panta nýlenduvörur fyr- ir allt árið, hreinsa fisk og rjúpur og þýða frosnar leiðslur. Þrátt fyrir allt þetta erfiði, nýt ég lífsins betur hérna norður frá. Þegar maður verður að taka svona mikinn þátt í störf- unum, finnst manni lífið eftir- sóknarverðara. Máltíðir okkar eru að mestu leyti tilbreytingar á fáeinum aðalefnum, sem ýmist eru feng- in úr niðursuðudósum eða úr frystihúsi staðarins og með að- stoð matreiðslubókarinnar „Ánægjan við matreiðsluna", ásamt þeim uppskriftum, sem ég er stöðugt að afla mér. Við fengum einu sinni innfluttan hálfan nautsskrokk, og síðan hef ég lært að matreiða 50 teg- undir af hamborgarhrygg. Það er fremur erfitt með veiðar umhverfis Rankinvíkina. Þeir dagar eru liðnir, þegar Batiste minnist þess að hafaséð þúsundir hreindýra í einu. En við fáum ennþá 30 punda urr- iða og allt að 20 punda bleikju. Stöku sinnum fáum við sér- stakt ljúfmeti, svo sem bita af ísbjarnarkjöti eða freðfisk til að japla á. Á okkar heimili er hvalkjöt hundamatur, en maklak, skinn- ið af hvíta belugahvalnum, þykir okkur afar gott. Soðið er það fremur óhrjálegt, en hrátt er það mjög ljúffengt. Næst maklak er hreindýrasteik uppá- haldsmatur Batiste. Mér þykir bezt salat, og það var eitt af því, sem ég varð að læra að vera án, þar til nágranni minn, Jean Williamson og ég lögðum áætlun um að fá nýtt grænmeti flugleiðis frá Churchill í Mani- topa, hvenær sem færi gafst. Landið er hörkulegt. Einu trén sem við sjáum eru tvær tylftir af jólatrjám, sem okkur eru send flugleiðis fyrir jólin. Á vetrum sést sólin í fimm klukkustundir á dag. Og þá er alltaf frost. Til þess að gera sér rétta hugmynd um veðurlagið leggja þeir hér saman hitastigið og vindhraðann - 50 stiga frost og 70 mílna vindhraði á klst. jafngildir þannig 120 stiga frosti á Fahrenheit eða 85 gráð- ur á Celsius. Vegna skafrenn- ings verðum við alltaf nokkr- um sinnum á ári innifennt, og verðum að bíða þess, að einhver grafi okkur út. Það þykir öllum hlutaðeigandi hin bezta skemmtun. Úlfarnir eru önnur saga. Þeir hafa stundum verið drepnir skammt utan við bæinn. Klæðnaður okkar er allur miðaður við hina endalausu baráttu við náttúruna. Fyrsta og síðasta krafan er, að fötin séu hentug, og þó geta þau stundum verið furðanlega fal- leg. Ég á fern stígvél, sem heita kamiks, allt frá hnéháum, hvít- um sauðskinnssokkum upp í selskinnsstígvél með blóma- mynstri. Þegar hlánar tek ég fram gúmmístígvélin eða mjaðmarháa skinnsokka. Mest MERCA Nú getur húsmóðirin sjálf húðað pönn- ur og potta. Merca-húðun er auðveld, og endist lengi. Látið Merca vinna með yður. Heildsölubirgðir: FJOLVOR HF> Grensásveg 8. Sími 31444. allt árið geng ég í ullarnærföt- um, þar á meðal hina tvo skammvinnu sumarmánuði, þegar flugurnar fara á kreik með miðnætursólinni. Þegar ég fór norður til Churchill árið 1958 til mann- fræðirannsókna fyrir háskóla- prófið, átti ég sízt von á því að rekast þar á mannsefnið mitt. Þegar ég hitti Batiste Tootoo, tvítugan vélvirkja, var eina áhugamál mitt að spyrja hann í þaula um vandamál ungra Eskimóa. En í ágúst, þremur mánuðum eftir að við hittumst fyrst, vorum við trúlofuð. Við ólumst upp við mjög ólík skilyrði. Faðir minn rekur þjóð- kunnugt skiphleðslufyrirtæki ásamt þremur bræðrum sínum. Ég fæddist í Viktoríusjúkra- húsinu í Montreal og kom síðan heim í fullkomið barnaherbergi ásamt barnfóstru. Þjónustu- stúlkur voru alltaf hafðar á heimilinu. í jólaleyfinu vorum við alltaf hjá ömmu minni í Miami Beach. Þegar ég útskrif- aðist úr menntaskóla, fékk ég að fara i tveggja mánaða ferða- lag til Evrópu. Síðan fór ég í háskóla til að taka þar BA-próf. Batiste fæddist í snjóhúsi skammt frá Chesterfieldfirði á Norðvestursvæðinu. Til þriggja ára aldurs var hann mest í amaut, pokanum, sem festur var á bakið á skinnúlpu móður hans. Sex ára gamall fór hann að fara í veiðiferðir á sleða og snara rjúpur með langri svipu- ól. Sjö ára gamall skaut hann fyrsta hreindýrið. Er Batiste var tíu ára gamall, flutti faðir hans og þrír bræður ásamt fjölskyldum sínum til Churchill, og voru þau fyrstu Eskimóarnir, sem settust þar að til frambúðar. Að ráði hvíts loðdýraveiðimanns, sem þeir höfðu kynnzt á norðurslóðum, komu þeir bræðurnir sér upp smám saman eigin fyrirtæki. Þeir eignuðust tvo 40 feta langa báta, tvær flatbytnur með ut- anborðsvél, fjóra fólksbíla, fimm flutningabíla, tvo dráttar- 31.TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.