Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 8

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 8
Louis Armstrong fæddist í New Orleans, þann 4. júlí árið 1900. Skömmu eftir fæðingu lians hljópst faðir hans að heiman með ann- arri konu og móðir Louis var ein með hörnin. „Hvort hún vann nokkurntima fyr- ir sér með vændi, veit ég ekki“, skrifaði Armstrong einu sinni, „en cf hún lief- ur gert það, þá hefur liún sannarlega falið það vel“. Hann var 5 ára gamall þegar liann uppgötvaði tón- list. Þekktasti dansstaður laorgarinnar, Funky Butt Hall, sendi liljómsveit stað- arins oft á tíðum út á stræt- in til að auglýsa staðinn. Og í hljómsveitinni voru menn eins og Buddy Ilold- en, Bunk Johnson og Joe „King“ öliver. Armstrong elti þá um og hlustaði. Þeg- ar hann var 12 ára gamall, gekk hann sjálfur umstræti og söng tenór í drengja- kvartett. Dag einn, á gaml- árskvöld árið 1914, fann hann skammbyssu á göt- unni og skaut nokkrum skotum út í loftið. Hann var handtekinn og sendur á vandræðaheimili, Colored W,aif‘s Home for Boys. Þar var hann í ár — og fékk sina fyrstu tilsögn á corn- ett, en lék á tambúrinu í skólahljómsveitinni. Kennari hans sá þó fljót- lega að tambúrínan var ekki nógu gott hljóðfæri fyrir Louis, svo hann var settur á trommur. Síðan fékk hann alto-saxófón, horn og loks cornet. Ari siðar, þegar Louisvar orðinn 14 ára, slapp hann út og stofnaði sína eigin, litlu hljómsveit, og spilaði sjálfur á fyrsta cornet. Að- allega sjíilaði hann i ná- grenninu. „Ég dáðist að einu í fari þessara slæmu manna í New Orleans“, sagði hann einu sinni og brosti sinu breiðasta. „Þeim Þessi mynd var tekin af Louis og Viihjálmi Þ. Gíslasyni, fyrrverandi útvarpsstjóra, þegar Louis kom til íslands árið 1964. Fjórðu konu sinni, Lucille Watson, giftist Louis 1942. Hún er mjög lítil, aðeins 153 cm. á hæð og sagði nýlega að hann hefði verið svo hamingjusamur maður að hann hefði vaknað brosandi til nýs dags — og sín. James K. Penfield (í miðju) sem var ambassador USA þegar Louis kom hér, hélt boð í sendiráðinu. Hér tekur Louis í hendina á góð- kunnum íslendingi. þótti öllum gamau að góðri tónlist“. Éndrum og eins samdi hann sjálfur lög. Eitt þeirra liét „Get Off Ivatie's Ilead“. Armstrong hélt því alltaf fram, að hanjn liefði selt það lil útgáfufyrirtækis — gegn því loforði, að ltann fengi 50 dollara síðar og það voru ekki milclir pen- ingar i New Orleans í fyrri heimsstyrjöldinni. En því miður láðisl saklausa tón- skáldinu að heimta skrif- legan samning. Útgáfufyr- irtækið fékk tækifærisskáld til að semja texta við lag- ið og það varð frægt undir nafninu „I Wish I Gould Shimmy Like Mv Sister Kate“. En Louis var ekki ánægður. „Þeir borguðu mér aldrei krónu fyrir það og settu ekki einu sinni nafnið mitt við jjað“, sagði hann. Hann lærði af reynsl- unni, en samt sem áður varð liann aldrei slunginn kaupsýslumaður. Hann varð þess betri hljómlistar- maður. Ilann lilustaði á alla mögulega jazzleikara og lærði af þeim. „The Origin- al Dixieland Jazz Band og Larry Shields og félagar hans voru þeir fyrstu sem liljóðrituðu þá tónlist sem ég lék“, sagði hann. ITann fylgdist jafnvel af gaum- gæfni með óperusöngvur- um. „Ég átti plötur með Caruso, Henrjr Burr, Galli- Curci, Lisiu Tetrazzini og fleirum, þetta voru uppá- höldin mín. Og svo var ég geysilega hrifinn af írska tenórsöngvaranum John McCormack hann var dýrlegur“. Snemma á öðrum tug aklarinnar vann Armstrong og spilaði á skennntibátum sem sigldu upp og niður Mississippi-fljótið. Og svo árið 1922, var Louis ráðinn af helzta átrúnaðargoði Framhald á bls. 44. 8 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.