Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 48

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 48
Síðan Níða§t McCARTNEY-FJÖLSKYLDAN ' Nú eru þau farin að syngja saman Linda og Paul McCartney. Það eru víst ekki allir afn hrifnir af því, eftir því sem stóð í þættinum okkar Heyra má, um daginn. En hvað um það: Hérna sjáum við þessa frægu fjölskyldu, Lindu, Paul og börnin þeirra tvö. Myndin er tekin er þau komu til paradísar ungra milljónamæringa, St. Tropez Þau komu til að vera viðstödd hið fræga brúðkaup Micks Jagg- ers, leiðtoga Rollings Stones, og Bianca Perez de Macias, sem er sögð vera dóttir vellríks diplómata í Suður-Ameríku. Það hefur þegar verið sagt nóg frá brúðkaupi Jaggers, en gaman er að sjá þessa nýjustu mynd af Paul McCartney og fjölskyldu hans. Mick Jagger og Biar.ca. I ■■ Ifl II | ; : HANN LEK A JAPANINA Enn er verið að rifja upp sögur úr síðari heimsstyrjöldinni, og hér á eftir fer ein, sem birtist nýlega i því vinsæla blaði, Readers Dig- est: Það gerðist í stríðinu, að tveir amerískir hermenn voru sendir til könnunar inn á aldeyðuna á milli víglínanna, og annar hermaðurinn fótbrotnaði af sprengingu, sem varð í neðanjarðarsprengju, er Japanir höfðu komið fyrir. Hinn særði hermaður var þess fullviss, að hann gæti ekki kom- izt hjálparlaust aftur fyrir víglín- una, svo að hann bað félaga sinn að halda áfram og hugsa ekki um sig. Félaginn gerði að broti hins særða, en fór siðan. Þetta var svo nærri Japönum, að þeir hlutu að sjá manninn, þeg- ar þeir færu á stúfana, og óttað- ist hann nú illa meðferð, ef hann kæmist i hendur þeirra. Daginn eftir unnu Ameríku- menn allstórt svæði af Japönum og fundu þeir þá særða hermann- inn liggjandi á sama stað yaf- inn innan í kveikjuvíra frá neð- anjarðarsprengju. Þótti þeim nú góð ráð dýr og ætluðu að fara að senda eftir sérfróðum mönnum til að losa hinn særða á hættu- lausan hátt, bæði fyrir hann og þá. En áður en til þess kæmi, ávarpaði hermaðurinn særði þá og bað þá að hjálpa sér að vefja utan af sér vírnum. Hann hafði sjálfur tekið vírana frá sprengj- unni, sem særði hann, og vafið þeim utan um sig til þess að villa um fyrir óvinunum. Það tókst líka, því að þeir forðuðust hann, þar sem þeir voru vissir um, að þeir dræpu sig á neðan- jarðarsprengjunni, ef þeir gerðu honum nokkurt mein. ☆ 48 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.