Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 50
Blóm í Skálholti - pylsur í Hveragerði VIKAN heldur áfram að heimsækja sumarbúð- ir og orlofsheimili hér á Suður- og Vestur- landi. I þessu blaði heimsóttum við hið mynd- arlega sumarbústaðahverfi ríkisstarfsmanna í Munaðarnesi. — í næsta blaði liggur leiðin í sumarbúðir fyrir börn, sem æsku- lýðsnefnd þjóðkirkjunnar stendur fyrir í Skál- holti og gamla Menntaskólaselinu í Hvera- gerði. Við tókum myndir af kátum krökkum á báðum þessum stöðum og spjölluðum við þá. Þeir virtust sannarlega una sér vel í sveitinni og njóta þeirrar starfsemi, sem boð- ið er upp á í slíkum sumarbúðum. Samvizka bókarans Smásagan segir á smellinn hátt frá bókara nokkrum, sem var grunaður um fjárdrátt að ó- sekju, en uppgötv- aði er hann hafði verið sýknaður, að hann hefði getað krækt sér í aura. • Síðari hluti smásögunnar Yfirnáttúrleg hefnd eftir George Bernard Shaw. • Framhaldssagan Lifðu lífinu, sem er ný- byrjuð. Þetta er snilldarvel sögð saga, sem hefur verið kvikmynduð. Myndin verður sýnd í Tónabíói einhvern tíma næsta vetur. • Næst lýkur hinni vinsælu framhaldssögu, Ugla sat á kvisti. Þessi saga hefur notið mik- illa vinsælda, enda nútimaleg ástarsaga, og ólík flestum öðrum ástarsögum. • Þátturinn Heyra má, Simplicity-snið, Póst- urinn, Krossgáta, myndasögurnar og ótal- margt fleira. ég, því ég var alltaf að hugsa um hvernig fólki tækist að kom- ast upp í lyftunni og hvort það vissi hvernig það ætti að fara að því að láta lyftuna stanza. Ég fékk enga ró í min bein fyrr en ég fór aftur að lyftunni og inn í hana. Síðan fór ég marg- ar ferðir á milli með fólk. Ég vaknaði þegar ég var á niður- leið ( einni slíkri ferð. Svo langar mig að vita hvað sjór eða haf merkir í draumi. Með fyrirfram þökkum, G. Þessir draumar eru báðir mjög athyglisverðir og bera með sér að þeir hafi ýmislegt að segja. Fyrri draumurinn boðar þér nokkra mjög ávinningslega möguleika og liggur nokkuð Ijóst fyrir að um enga peninga verður að ræða í því sambandi, heldur verður þetta annað og meira. Hefði aftur um raunveru- legan eld verið að ræða með reyknum, hefðir þú átt von á einhverjum peningum, en þar sem þið hélduð í norður, má bú- ast við að þessi hamingja — og þessi ákvörðun — skipfi ykkur bæði töluverðu máli og því skul- uð þið ígrunda vel allar hliðar á málum sem upp koma. Síðari draumurinn hefur aftur á móti reynst okkur erfiðari viður- eignar, en ekki er fráleitt að hann sé í einhverju sambandi við hinn. Því höllumst við að því að þú eigir eftir að lenda í töluverðum erfiðleikum á næst- unni, líklegast fjárhagslegum og þú ættir að vara þig á að sýna ekki drembilæti í samskiptum þínum við annað fólk. Sagan af Al Capone Allir þekkja Al Capone, glæpaforingjann al- ræmda, sem þreifst í skjóli bannlaganna í Bandaríkjunum á millistríðsárunum. í næsta blaði hefjum við að segja sögu Al Capones eins og hann var í raun og veru. Mesti gulifundur sögunnar Mesti gullfundur sögunnar átti sér stað árið 1848 i námunda við San Francisco í Kaliforn- íu. Það var fátækur maður sem uppgötvaði gullið fyrstur manna, en bar sjálfur ekkert úr býtum. Þessi fundur hrinti af stað hinu fræga gullæði. HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU Svar til 00Z Þetta er eitt af þeim tilfellum sem við þorum ekki að segja mikið um, en sú hugmynd hef- ur hvarflað að okkur að þessi draumur boði brottför Jóns. Svar til Röggu í Rangárvallasýslu Fyrri draumurinn er þér mjög hagstæður: boðar þér heppnl og velgengni í fjármálum. Síðari draumurinn boðar þér náið — eða nánara — ástarsamband við þennan mann sem þú talar um og það til góða, sbr. „Böl er þá barn dreymir, nema sveinbarn sé og sjálfur eigi". 50 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.