Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 17
magnstæki, sem við fengum í brúðkaupsgjöf, svo sem hrærivél, steikarpanna, bónvél, fataþurrkari og jafnvel dósahnifur. Það mætti kalla okkur tveggja bíla fjöl- skyldu. Við áttum að jafnaði völ á að ferðast með gamla óslítandi vörubílnum hans Batistes, eða á sleðanum, sem dreginn var af grænlenzku hundunum okkar fjórum. Síðastliðinn vetur lögðum við okkur til „skidoo“ (eins konar vélsieða á skíðum) og við eigum áfram hundana okkar til vara. Til sumarsins höfum við fengið 42 feta bát. Rankinflói liefur verið eins konar peningagjá i Kee- watinhéraði og öðlaðist þá heppilegu aðstöðu, þegar mikið magn af nikkelmálmi fannst þar í klettunum. Nikkelvinnslan þar var fyrsti iðnaðurinn á Norðursló^ um, sem nbtaði Eskimóa engu siður en hvíta menn við vinnsluna. Sumir beztu námumennirnir fengu allt upp í 650 dollara laun á mánuði. Fyrir nokkrum árum var námunni lokað, og starfslið og áhöld flutt suður. Að jafnaði voru um 600 manns i Rankin, 500 Eskimóar og 100 hvítir menn. Nú eru þar um 450 manns. Símasamband okkar er þannig gert, að hermanna- símastrengur er lagður á milli um það bil tólf heimila og skrifstofa. Símskeyti eru send þráðlaust, þegar góð skilyrði eru. Næsta sjónvarpstæki er í sjötta húsi frá okkur — Hudsonflóafélagið hérna á eitt slíkt tæki — en þarnæsta tæki er í mörg hundruð mílna fjarlægð. Þegar maður hefur vanizt því, að áætlunarvélin komi með póst- inn jafnskjótt og veðurskilyrðin leyfa, en biðtíminn get- ur verið allt að tvær vikur, þá finnst manni Rankin alls ekki svo mjög afskekktur staður. I litla en kraftmikla stuttbylgju útvarpstækinu okkar, getum við heyrt bítla- tónlist frá Winnipeg, Eskimóaútvarp frá Grænlandi og enskt útvarp frá Moskvu. í Rankin koma menn á öllum timum dagsins. Húsið okkar er eins og járnbrautarstöð — þar er alltaf einhver, sem á leið um í verzlunarerindum eða að fara í heim- sókn. Mæður sinna börnum sínum i stofunni hjá okknr. Ungir piltar koma með vinkonur sinar og rafmagns- gitara til þess að draga sig svolítið eftir þeim án vit- undar fjölskyldunnar. Laugardagskvöldin eru skemmtikvöld í Rankin. Fyrst tökum við um stund þátt í ferdansi Eskimóa, sem fram fer í skóla stjórnarinnar, og er ég venjulega eina hvíta manneskjan i salnum. Því næst förum við og leikum bingo í félagsheimilinu. En venjulega endum við kvöld- Frwmhald á bls. 33. 31.TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.