Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 5
El stéttin rakni við og sjái hversu mikið óréttlæti þetta er. Það er til mikið af feitu fólki sem ( raun og sannleika þarfnast hjálpar. Ef einhver læknir skyldi fá á- huga á að hjálpa mér við lestur þessa bréfs, viltu þá vera svo vænn að gefa honum address- una mína, en ekki birta nafn mitt og heimilisfang. Ein 104 kg. Undarleg og jafnvel ótrúleg þykir okkur saga þín og enn- þá ótrúlegra þykir okkur að eng- inn læknir VILJI hjálpa þér. En fleira er til en bara læknar: Megrunarleikfimi og eitt og ann að í þeim dúr. Svo erum við með spurningu: Borðar þú bara ekki of mikið? En við teljum það heiður fyrir okkur að birta þetta bréf og viljum endilega birta allar þær upplýsingar sem lesendur kynnu að hafa — og ekki sízt upplýs- ingar læknastéttarinnar. Gluggaskreytingar Elsku Póstur! Eg ætla að byrja á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Mig langar að biðja þig að svara nokkrum spurningum. Ég er orðin svo aðframkomin af for1- vitni, að ég get ekki dregið lengur að skrifa þér og biðja þig ásjár: 1. Hvar getur maður lært glugga skreytingar? 2. Er hægt að læra það hér á landi? 3. Hvað er námstíminn langur? 4. Þarf maður að sýna einhverj- ar teikningar ef maður vill læra auglýsingateiknun í Myndlista- og handíðaskólanum? 5. Hvaða menntun þarf maður til að komast inn ( skólann? Viljið þið svo birta grein um Bahá'í trúna? Svo bið ég að heilsa öllum hjá VIKUNNI, Ein spurul á Selfossi. Gluggaskreytingar mun ekki vera hægt að læra hér á landi, en margir íslenzkir glugga- skreytingarmenn og konur hafa fariS til Danmerkur, þar sem nokkrir slíkir skólar eru starf- andi. Mjög mismunandi mun vera hversu langt námiS er, allt frá þriggja mánaSa námskeiSi og upp í þriggja ára skóla. Al- gengast mun þó vera aS sækja skólann (dagskóla) i 9 mánuSi. Rétt til inngöngu í forskóla myndlistardeildar Myndlistar- og handíSaskólans (2 ár og síSan val: Auglýsingateiknun) veitir landspróf miSskóla, gagnfræSa- próf eSa hliðstætt próf meS þeirri einkunn, sem stjórn skól- ans metur gilda. Þó ráða list- rænir hæfileikar mestu um inn- göngu í skólann. ViS umsókn um inngöngu í skólann skal hver umsækjandi leggja fram teikningar og myndir er hann hefur sjálfur gert. Við höfum birt grein um Bahá'i trúna og sjáum ekki ástæðu til að gera það aftur, þrátt fyrir þann mikla áhuga sem Seals og Crofts vöktu upp. ÞaS biSja all- ir að heilsa á móti. Svo gætir þú reynt að skrifa þessum skóla, sem kennir gluggaskreytingar í Danmörku, og biðja um nánari upplýsingar um þaS nám: Bergenholts Dekoration Skole Rosenborggade 15, Köbenhavn K, Danmark. Ölafía Virðulegi Póstur! Það er margt búið að ræða og rita um nýju rlkisstjórnina og eiginlega var ég búinn að ein- setja mér að skipta mér ekkert af þeim umræðum. Nú get ég, því miður, ekki lengur staðist þetta og langar til að biðja þig, Póstur sæll, að koma þeirri á- skorun til þjóðarinnar, að gefa ríkisstjórninni vinnufrið til að byrja með. Mannagreyin eru víst ekki búnir að átta sig almenni- lega á því sem er að ske. En svo er ég með spurningu: Hvaðverð- ur gert við álverið í Straumsvík eftir að helzti andstæðingur frá- farandi ríkisstjórnar í málefnum hennar er seztur í valdastólinn? Páll. Það er ekki nema sjálfsagt að koma þessari áskorun áleiðis, en varðandi framtið álversins höf- um við ekkert séð um neinar breytingar. Þó ætti varla að standa lengi i iðnaðarmálaráð- herra að koma upp hreinsitækj- um í verksmiðjuna. NÝ HLJÓMPLATA Krístín og Helgi á nýrri tólf laga liljómplötu, sem er hljóðrituð í stereo. Lögin eru innlend og erlend jtjóðlög og lög í jtjóð- lagastíl. Hin kunna söngkona Kristín Ólafsdóttir og Helgi Einarsson (sem áður var i Þremur á palli) hafa sungið saman undanfarnar vikur og viða komið fram við miklar vinsældir, — og á jsessi vandaða hljómplata eflaust enn eftir að auka við vinsældir þeirra, j>vi söngur þeirra á plötunni cr með þvi hezta, sein jiau hafa gert. SG-hljómplötur mmm lotio h iwm mormm *■smm- wmvgw «í "í w'l 4 va.. Sólbrnn án snlbruna John Lindsav ht. SÍMI 26400 31.TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.