Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 4
Wiither bríhiól Þríhjólin vinsæiu alltaf fyrirliggjandi. Einnig reiðhjól í öllum stærSum. P0STURINN Hrifin af strák, en ... Elsku Póstur! Ég vil byrja á því að þakka VIK- UNNI fyrir allt gamalt og gott — og einnig það nýja. Þannig er málið vaxið að ég er alveg ofsalega hrifin af strák sem ég held að sé tveimur og hálfu ári eldri en ég (er það kannski of mikið?). Ég hef einu sinni verið með honum og þá skeði margt á milli okkar en samt ekki of mikið. Nú er hann farinn héðan úr þorpinu og ég sit eftir með tár á vanga. Mér finnst allt svo tómt og eyðilegt framundan og get ekki hugsað þá hugsun til enda að sjá hann ekki aftur. Ég þekki strák hér og veit að þeir tveir hafa verið mjög góð- ir vinir, enda var strákurinn (sem ég er hrifin af) hjá honum (hinum) á meðan hann var hér. Ég veit allavega hvar hann býr (strákurinn sem ég elska) og get þessvegna skrifað honum. En þá er það spurningin, hvort ég á að þora það. Ég hef hringt í hann og hann var ósköp vina- legur við mig en samt ekki of elskulegur. Hann á heima í 46— 48 kílómetra fjarlægð héðan og ég gæti vel hitt hann, en ég þori ekki að fara þangað ein. Jæja, elsku Póstur minn, ég vona að þú hjálpir mér í þetta skipti með góðu svari, því ég kaupi alltaf VIKUNA og les hana spjaldanna á milli. Svo bið ég þig fyrir kveðju til þess sem nefnir sig „Bíógest" og þú mátt segja honum að mig taki það mjög sárt hvað við, „smástelp- urnar", á aldrinum 14—16 ára, þurfum oft ráð til að krækja okkur í hinn og þennan gæj- ann. Ein f ástarsorg. Spurningin hvort tveggja og hálfs árs aldursmunur sé of mik- ill, veltur töluvert á því hvaS þú ert gömul. Ef þú ert 14 ára eSa 16 ára, getur aldursmun- urinn veriS of mikill og hann getur ekki veriS of mikill. ÞaS veltur líka á þroska þínum — andlegum og líkamlegum, þó frekar andlegum. Þú ættir að byrja á því aS tala viS vin stráksins sem þú elsk- ar og vita hvaS hann segir þér — og gleyma ekki aS segja hon- um aS þú ætlist til aS samtal ykkar verSi trúnaSarmál. Ef hann gefur þér enga von (og ekki er víst aS hann geti sagt þér nokkuS strax) skaltu gefa strákinn upp á bátinn, því allt- af má fá annaS skip og annaS föruneyti. Annars skaltu reyna aS nálgast hann, hringja aftur í hann, heimsækja hann — eSa reyna aS fá vin hans til aS fá hann í heimsókn í þorpiS þitt. 104 kíló Kæri Póstur! Ég vona að þú birtir þetta fyrir mig, því nú get ég ekki lengur orða bundist. Hvað er að þess- um laeknum hér á íslandi? Er enginn sem tekur að sér að grenna fólk? Ég er ekki að tala um það fólk sem þykist vera of feitt ef það er með 2—4 auka- kíló utan á sér, heldur er ég að tala um fólk sem er 20—40 kíló- um of þungt. Ég er 21 árs og á tvö lítil börn. Ég er 35 kílóum of þung, en enginn læknir virðist geta hjálp- að mér. Ég var á Landsspítalan- um í 2—3 vikur og þar var mér hjálpað til að ná af mér 5—6 kílóum, en svo var það búið. Þegar ég fór heim fékk ég eng- ar leiðbeiningar um mataræði eða læknishjálp. Nú er ekki hægt að segja að læknarnir séu ekki nógu marg- ir eða að viljinn hjá mér sé ekki fyrir hendi. Ég var í London í 1 ár og var þá 30 kg. of þung. Ég var strax tekin af heimilis- lækninum og var hjá honum einu sinni í viku; fékk meira að segja þetta svokallaða „eitur- lyf", amfetamín eða eitthvað svoleiðis og það var ég með í 4 mánuði — og sá aldrei eftir því. Þegar læknirinn í London tók það af mér var ég komin niður í 59 kíló og hélt mér þannig þar til ég kom heim, gifti mig og eignaðist blessuð börnin mín. Þá fór ég að fitna aftur. Ég hef reynt við alla lækna sem mér hefur verið bent á, en alls staðar fengið sama svarið hjá aðstoðarstúlkum þeirra: „Engin megrunarhjálp". Ég hef fengið þessa megrunar- bók, sem er ágæt, en kostn- aðurinn er of mikill. Við höfum hreinlega ekki bolmagn til að fylgja henni. Nú ætla ég að biðja þig að birta þetta bréf í von um að lækna- 4 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.