Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 8
Ég sýndi móður minni gjafirnar, og hún sagði, að kvartanir kæmu ekki til greina. Ég yrði að nota gjaf- irnar og láta þær sjást. Ef við giftumst, yrði ég að reyna að bæta smekk hans, en ef það mistækist, yrði ég að sætta mig við, að alla ævina yrði ausið yfir mig glerstyttum og hinum ólíkustu skartgripum. Að gagnrýna gjafir væri ófyrirgefanlegt... Smásaga eftir Audrey Erskine Lindop Það byrjaði með skrípabrúðu og endaði með rækju. En það, sem særði mig mest var, að þegar hann keypti eitthvað handa sjálfum sér, sýndi hann alltaf afburða góðan smekk. Klæðnaður hans var óaðfinn- anlegur. Skyrtuhnapparnir, úr- ið og sígarettuveskið voru úr hömruðu gulli, yfirlætislausir en sérstakir hlutir. Heimili hans var töfrandi glæsilegt. Ég leigði litla íbúð búna hús- gögnum, og enginn hlutur var þar eftir mínum smekk. Mér fannst þetta sVo augljóst, að mér hafði aldrei dottið í hug að útskýra fyrir honum, að ég hafði ekki leitað þessa hluti uppi. Ég hafði reynt að fjar- lægja allra ljótustu hlutina, en húsmóðir mín var mjög hrifin af „skrautmunum" og viðkvæm gagnvart þeim. Ég varð að gæta mín. Samt vonaði ég, að ljós lífs míns hefði tekið eftir þessum tveim persónulegu munum, sem ég hafði haft efni á að eignast og hann yrði hrifinn af blóm- skreytingunum mínum. Gallinn var bara sá, að hann var einn sá gjafmildasti maður, sem ég þekkti, og ég var alveg blind fyrir honum. Ég hélt aldrei, að hægt væri að elska nokkurn svo mikið. Svo var það hún móðir mín. Hún var ein af þeim, sem segja að aldrei megi gagnrýna gjafir. Sjálfri finnst mér, að í sumura tilvikum sé of mikið gert fyrir kurteisina, en mamma tilbað hana og tók hann jafnvel fram- yfir sannleikann. Til dæmis var það einu sinni, þegar frænka mín ein gaf mér hringastand, sem var í laginu eins og rotn- andi trjábolur, þá lét mamma mig segja, að þetta hefði mig einmitt vantað, þó að ég væri bara fimm ára og ætti enga hringa til að hengja á hann. Uppgerðin er lífseig og þegar hann gaf mér skrípabrúðuna, mátti ég ekki á móti mæla sam- kvæmt uppeldi mínu. Raunar gaf hann mér hana ekki bein- línis. Hann lagði hana hjá glas- inu mínu á dýrlega Sheraton- sófaborðið sitt. Hann hafði farið út í bílskúr að taka út bílinn, og ég var að laga mig svolítið til. Mér fannst ég vera glæsileg í ostrulita kjólnum mínum, sem lét tæl- andi vöxt minn njóta sín. Kannski ætti ég ekki að segja það, en þessi kjóll dregur augu flestra karlmanna að mér. Ég bar engan skartgrip, vegna þess að þar sem ég hef ekki efni á að kaupa það sem mig langar í, læt ég mig heldur vanta þá. Ferkantaða skartgripaaskjan, sem hann hafði skilið eftir handa mér, var mjög freistandi. Ég er ekki ein af þeim, sem sækist eftir dýrgripum, svo að hann hefði vel getað látið þetta vera, en ég varð að viðurkenna að tilhlökkunarhrollur fór um mig innan um alla smekklegu hlutina í stofunni hans. Þegar ég opnaði öskjuna, lok- aði ég augunum. Mér fannst þetta ekki geta verið satt. En það var satt. Emeljeraða skrípa- brúðan hvíldi á fremur læknis- legum baðmullarhnoðra. Hún var kolsvört og blóðrauð, brosti hræðilega breitt og var með brennisteinsgulan hárbrúsk. Þetta var næla. Ekki bætti úr skák, að hún virtist vera að stökkva yfir prjóninn. Hendur og fætur stóðu út í loftið og stellingin var fremur óviðeig- andi. Fyrst langaði mig til að skæla. Síðan varð ég bálreið. í einfeldni minni hafði ég ímynd- að mér ,að hæfileiki minn til að klæðast glæsilega, þrátt fyrir lítil efni, væri sýnilegur hverj- um sem var. Hvernig í ósköp- unum hafði ég komið því inn hjá honum, að ég myndi næla þessari ófreskju einhvers staðar utan á mig? Honum hlaut að finnast ég álíka „smart“ og þessi elskaða, spánska ráðskona hans, sem hjúpaði fyrirferðar- mikinn barm sinn í fjólubláu satíni og kórónaði allt með gervirós, sem skrjáfaði í, þegar hún dró andann? En svo sagði ég við sjálfa mig, að þetta væri bara fyndni og allt, sem ég gæti gert, væri að taka þátt í henni. Ég nældi skrípabrúðuna þvert íyrir neðan litla, klæði- lega kragann minn, dreypti á drykknum og beið. Þegar hann kom inn, stóð ég strax á fætur, lagði handlegg- ina um hálsinn á honum og kyssti hann. „Elskan, þú ert engill, ég er alveg vitlaus í henni,“ sagði ég og klappaði stökkvandi hryllingnum undir hökunni á mér. Ég bjóst við, að hann færi að hlæja, segði mér, að þetta væri gæfumerki eða útskýrði fyndn- ina á einhvern hátt. En hann gerði ekkert af þessu. Sagði að- eins blíðlega: „Ég hélt þetta.“ „Þú hlaust að hafa vitað, að hún fer vel við allt, sem ég á,“ sagði ég ertnislega. Hann kinkaði kolli og munn- urinn, sem ég elska, brosti alveg glettnislaust. Ég bað um annan drykk. Pepíta, spánska ráðskonan, kom inn með axlafelldinn minn. Hún var í eiturgulum kjól og hafði appelsínugulan klút um hálsinn og stóreflis, glitrandi rínarstein á barminum. Okkur þótti vænt hvorri um aðra, og hún óskaði þess, að hann bæði mín eins og ég var. Samt sem áður átti ég bágt með að fyrir- gefa henni, þegar hún sagði: „Litla skrípastelpan er mjög falleg og hæfir senjorítu mjög vel.“ Uppeldi móður minnar kom í 8 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.