Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 14
m 2- 'uém Vh. Gunnar Gunnarsson „yfirdubbar" gítarinn i lagi sinu. LÍTIÐ EITT taka upp sína fyrstu plötu Það getur veriS erfitt að syngja flóknar raddir og ekki sírt þegar maður fær hvern einasta tón beint í hausinn aftur, en það er það sem skeður þegar menn nota svona heyrnartól. Frá vinstri: Steinþór Einarsson, Gunn- ar Gunnarsson og Hreiðar Sigurjónsson. í nóvembermánuði luku þeir félagar í hafnfirzka tríóinu „Lítið eitt“ við að taka upp sína fyrstu plötu fyrir Tónaút- gáfuna. Á plötunni, sem vænt- anleg er . . . ja, bezt er að segja sem minnst um það, því slíkar tímasetningar standast aldrei, eru fjögur lög, þar af eitt eftir einn þeirra félaga, Gunnar Gunnarsson. Úttekt stjórnanda þessa þáttar verður þirt þegar platan er út komin og skal því ekki farið nánar út í að lýsa lögunum, en ekki sakar að geta Framhald á bls. 36. Tilvera sáluga: Gunnar Hermannsson, Herbert Guðmundsson, Axel Einarsson, Pétur Pétursson og Ólafur Sigurðsson, sem reyndar var að hætta þegar hljómsveitin hætti. TILVERA HÆTT Ferill hljómsveitarinnar Til- veru er á enda, „eftir storma- sama ævi“, eins og sagt er um aldraða og umdeilda athafna- menn þegar minningargreinar birtast um þá í blöðunum. Vár ákvörðun um þetta tekin á fundi sem þeir félagar í hljóm- sveitinni héldu þann 12. nóv- ember sl., og að sögn Péturs Péturssonar, orgelleikara hljóm- sveitarinnar, var það ákveðið í miklu bróðerni og með fullu samþykki allra meðlima hljóm- sveitarinnar. Eru þetta heldur leiðinleg tíðindi, þar sem hljómsveitin var rétt að ná sér á strik, en eins og Pétur sagði, þá „var þetta eiginlega vonlaust, þar sem þetta nafn, Tilvera, er út- jaskað og fólk þurfti ekki ann- að en að heyra það til að kom- ast í leiðinlegt skap.“ ☆

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.