Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 45
LIQUI - MOLY AFTUR FYRIRLIGGJANDI HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LIQUI-MOLY SMURHÚÐIN FYRIR BIFREIÐAEIGANDANN? Ein dós af LIQUI MOLY sem kostar rúmar kr. 150,00 myndar slitlag á núnings- fleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra. Á þessu tímabili er rétt að skipta um olíu eins og venjulega, en eíginleikar LIQUI MOLY slitlagsins breytast ekki við þaS. Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50— 60% hálla en olía, smyr því betur sem leguþrýstingurinn er meiri og engin hætta er á að það þrýstist burt úr legunum eða renni af og niður í pönnuna eins og olía þó vélin kólni að næturlagi eða í löng- um kyrrstöðum og útilokar því þurra (ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélasliti. LIQUI MOLY auðveldar gangsetningu og eykur endingu rafgeymisins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt. LIQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við, það eykst snúningshraðinn og vélin gengui kaldari, afleiðing verður bensín- og olíusparnaður. • Minnkar sótun vélarinnar. • Veitir öryggi gegn nrbræðslu. • Eykur tvímælalaust enðingu vélarinnar. • LIQUI-MOLY fæst í bensínafgreiðslum og smurstöðvum. Nánari upplýsingar veittar hjá LIQUI MOLY-umboðinu á íslandi. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Laugavegi 23 — Sími 19943 og taki þátt í verkefninu á þann máta. Og ýmsir hafa gert það. Og höfundar þeirra nýrra verka íslenskra sem við höfum til meðferðar, þeir eru hér á æfingum mikið til. Og sumir höfundar, sem hafa unnið hérna lengi, þeir eru farnir að skrifa fyrir þennan leikhóp. — Telurðu að það auki líkur á góðum árangri? — Sumir eru hræddir við þetta að skrifa fyrir ákveðinn leikhóp, en ýmsir höfundar hafa nú lifað það vel af, eins og Moliére og Shakespeare. Báðir skrifuðu þeir fyrir ákveðinn leikhóp. Jú, við erum bjartsýn- ir á þetta og okkur finnst að hér sé talsverð endurreisn á ferðinni. Þeim höfundum, sem eitthvað bitastætt er í, fer fjölgandi. — Þú ert kunnur fyrir all- harða gagnrýni á leikhúsgagn- rýni dagblaðanna. Hvað viltu segja hér um það mál? — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það annað en það, að eðlilegt er að þeir sem eru á sviðinu séu viðkvæmir fyrir gagnrýni. Þeir leggja þar bæði líkama sinn og sál talsvert nak- ið fyrir dóm. Og stundum finnst manni það koma fram í gagn- rýninni að höfundar hennar geri sér ekki grein fyrir því að það eru mannleg eliment í leik- listinni, og það er það sem ger- ir túlkunina að því sem hún er. Á þeim forsendum ber að dæma. Stundum eru lýsingar gagnrýn- enda þannig, að maður efast um að þeir geri sér grein fyrir að það eru manneskjur á bakvið gervin, sem þarna er verið að lýsa. Að sumu leyti finnst mér að vísu að gagnrýnendur standi nokkuð vel í sínu stykki. En að öðru leyti miður; þannig finnst mér þeir yfirleitt leggja of mikla áherslu á bókmenntalegu hliðina. Minna aftur á það sviðslega. Línum, litum, hrynj- andi og öðru, sem eru undir- stöðuatriði í einni leiksýningu; þessu eru mjög sjaldan gerð nokkur skil af hálfu gagnrýn- enda. Þeim hættir til þess sumum að gera meira úr til- svörum en hreyfingum. Bein afleiðing af þessu er að þeir leggja meira upp úr því að kveða persónulega, huglæga dóma, heldur en að skila ákveð- inni lýsingu á því, hvernig hlutirnir eru leystir af hendi á sviðinu. Nú, það getur verið að hitt hafi áhrif og geri kannski gagn, þótt ég efist um það. Það gerir þá helst eitthvað gagn fyr- ir líðandi stund; þetta er spurn- ing um hvað verið er að skrifa fyrir. En sem leiksögufræðingi finnst mér þeir gera hinum at- riðunum alltof léleg skil. — Breytist þetta ekkert til batnaðar? — Að vísu fer þetta skánandi, það er rétt. En til skamms tíma var það mjög sjaldgæft að konsepsjón leikstjórans á verk- inu væri lögð til grundvallar þessum svokallaða leikdómi, sem ég vil nú alltaf kalla leik- rýni. Það hlýtur auðvitað að vera grundvallaratriði í hverri sýningu. — Um skeið hefur enginn leiklistarskóli verið starfandi í Reykjavík, eða að minnsta kosti ekki skóli sem hefur tekið inn nýja nemendur. Er þetta ekki algert neyðarástand fyrir leik- listina? — Við lokuðum okkar 1969, en það eru ennþá nemendur í Þjóðleikhússkólanum. Þetta er auðvitað ófremdarástand, og allir sem við leiklist fást vita að það er alger nauðsyn að kominn verði á fót hér full- gildur ríkisleiklistarskóli í haust. — Að hvaða leyti finnst þér, að öllu samanlögðu, leiklistin standa höllustum fæti hér á landi? — Það vantar margt, eins og við er að búast. Þannig er það allsstaðar; hvergi er svo að maður sakni ekki einhvers. Eins og við vitum, erum við ekki sérstaklega margir, sem á þessu landi búum. Það er því kannski ekki nema eðlilegt, að hér séu ekki allir hlutir jamvel gerðir. Ég hygg þó að hæfileikar leik- ara séu ekki lakari hér en er- lendis. Ég held að okkar menn standi fyllilega fyrir sínu. Sum- ir þeirra hafa tæknilega galla, er stafa af því að þeir hafa ekki fengið nógu góða skólun upp- haflega. Hér hefur aldrei verið fullgildur leikskóli, og við skul- 1. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.