Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 34
tautaði fyrir munni sér að hann myndi líklega skjóta kúlu gegnum höfuð sér, undirritaði, tók saman farangur sinn og hraðaði sér frá Tranby Croft. Níu aðrir gestir skrifuðu einn- ig undir játninguna, þeirra á meðal prinsinn af Vels. Gerði hann það að ráði þeirra Co- ventrys lávarðar og Williams hershöfðingja. Allir hlutaðeigandi vonuðu að þar með væri málið úr sög- unni. En í raun og veru var það varla byrjað. Framundan voru dramatísk réttarhöld, sem prinsinn af Vels flæktist sjálf- ur í. Snemma á næsta ári fékk Sir William Gordon-Cumming nafnlaust bréf, póstlagt í Par- ís, og var þar vísað til atviks- ins á Tranby Croft. Hann taldi þá að leyndarmálið væri kom- ið upp og ákvað að stefna helztu ákærendum sínum. Fyrst reyndi hann að segja sig úr hernum til að geta flutt málið í borgaralegum rétti. En þeir prinsinn af Vels, Coven- try lávarður og Williams hers- höfðingi voru dauðskelfdir af tilhugsuninni um að láta fjalla um málið fyrir rétti, sem væri öllum opinn, og reyndu því að koma í veg fyrir úrsögnina. Ef það tækist, yrði fjallað um málið í kyrrþey fyrir herrétti. Næsta skrefið var tekið af yfirlögfræðiráðunauti hersins, Sir Redvers Buller. Þótt skor- að væri á hann að láta það ekki viðgangast, ákvað hann að sleppa málinu fyrir borgara- legan rétt. Prinsinn af Vels varð ævareiður. „Eg heyri,“ sagði Sir Red- vers, „að prinsinn fordæmi að- gerðir mínar hástöfum og spari hvergi stóryrðin. Eg er feginn að heyra þannig staðfest að ég hafi gert skyldu mína.“ f örvæntingu gerðu ráðgjaf- ar prinsins enn eina tilraun til að hindra að málið næði eyr- um almennings. Hugmynd þeirra var á þá leið að fjallað yrði um málið í Lífvarðar- klúbbnum, þar sem Sir Willi- am Gordon-Cumming var með- limur. Þann tuttugasta febrúar 1891 voru meðlimir klúbbsins kallaðir saman á fund, og lá þá hinn mesti æsingur í loftinu. Fyrir fundinn var lögð til- laga um að „framkvæmda- nefnd klúbbsins yrði veitt um- boð til að • taka að sér yfir- heyrslu" varðandi hegðun Sir Williams. Rökræðurnar voru heitar og hávaðasamar og stóðu lengi. Þegar tillagan var borin und- ir atkvæði féll hún á sjötíu og átta atkvæðum gegn fjörutíu og níu. Þá var úti öll von um að íjallað yrði um málið í kyrrþey. Nú myndi öll veröld- in heyra af fjárhættuspili prins- ins þetta óheillakvöld. VIKTORÍU VAR EKKI SKEMMT Viktoría drottning hellti sér yfir þá Coventry lávarð og Williams hershöfðingja fyrir að flækja prinsinn í málið og láta hann skrifa undir sektaryfir- lýsingu Sir Williams. Af syni sínum krónprinsinum mæltist hún til að hann hætti alveg að spila bakkarat og fordæmdi þá íþrótt í heyranda hljóði. En prinsinn af Vels var í engu skapi til neinnar undan- látssemi af því tagi og sendi skilaboð til móður sinnar, sem þá dvaldi í Windsor-kastala, þess efnis að hann heimsækti hana ekki fyrr en hún hefði lofað að minnast ekki á þetta meir. Viktoría sendi þó enn skilaboð til prinsins til Sand- ringham, en hertoginn af Cam- bridge, sem falið hafði verið að koma þeim til skila, þorði með engu móti að gera svo; í slíku stuði var prinsinn þá. Sama var að segja um einka- ritara prinsins, Knollys. Þegar hertoginn bað hann að koma til prinsins orðsendingu drottn- ingar, kvað hann það mál ekki sér viðkomandi. Nú skipti engum togum að málið varð á allra vörum. Rétt- arhöldin, með Coleridge lávarð háyfirdómara í dómarasæti, hófust fyrsta júní, og stóðu yf- ir i meira en viku. Prinsinn af Vels var kvaddur fyrir réttinn sem vitni og var þar lengstaf meðan réttarhöldin stóðu yfir. Sir Edward Clarke, ríkismála- flutningsmaður, sem var verj- andi Sir Williams Gordons- Cummings, var sannfærður um sakleysi skjólstæðings síns. Framkoma hans gagnvart hinu konungborna vitni var þannig, að ætla hefði mátt að það væri prinsinn, sem væri sakborning- urinn. SAKLAUST FÓRNARLAMB „Það er enginn hörgull á dæmum um menn,“ sagði Sir Edward við réttinn, „sem reynzt hafa viljugir til að fórna sér til stuðnings riðandi há- sæti eða hrörnandi konungs- ætt.“ Sir William, sagði hann, væri saklaust fórnarlamb, fórn- arlamb samsæris sem gert hefði verið til að bjarga heiðri prins- ins, sem iðkað hefði bannaða íþrótt og hvatt aðra til þess. Þannig gekk það dag eftir dag. Viktoría drottning, sem bæði var ævareið og hrædd, skrif- aði: „Það er hræðileg auðmýk- ing að sjá verðandi konung þessa lands dreginn niður í óþverrann fyrir rétti, sem kenn- ir sig við réttlæti, rétt eins og hvern annan.“ En ekki voru allir þegnar hennar á sama máli. Níunda júní, þegar kviðdómurinn hafði dregið sig í hlé og bollalagt í stundarf j órðung aðeins, fann hann Sir William Gordon-Cum- ming að vísu sekan um spila- svindl, en samúð fjölda fólks var engu að síður með honum. Hann var maður, sem gest- gjafar og félagar höfðu njósn- að um og nú var frami hans í hernum að engu gerður. Hins vegar þótti mörgum sem prins- inn, sem hlaut að koma fyrir réttinn „rétt eins og hver ann- ar“, hefði þar með hlotið ráðn- ingu sem hann hefði verið bú- inn að vinna til fyrir löngu. Árum saman hafði hann verið alræmdur sem spilafífl, skuldaþrjótur og siðlaus saur- lífisgraddi. Auðvitað fengu kviksögurnar um einkalíf prins- ins, sannar sem ósannar, byr undir báða vængi við réttar- höld þessi. RITSTJÓRNARGREIN í THE TIMES The Times birti um málið einn sinn hvassyrtasta leiðara og kvað prinsinn, engu síður en Sir William, eiga að heita því að afleggja spilamennsku. Hinn þýzki Kaiser lét ekki sitt eftir liggja. Hann skrifaði Vik- toríu drottningu bréf og kvað það mikil ódæmi að maður, sem hefði tign heiðursofursta í prússnesku húsurunum — eins og raunin var á um prinsinn — „léti flækja sér í fjárhættuspil með mönnum, sem gætu aldurs vegna verið synir hans.“ Framámenn ensku kirkjunn- ar voru ekki heldur áhyggju- lausir, og nefndir hefðarkvenna stormuðu á fund erkibiskups- ins af Kantaraborg og hvöttu hann til að reyna að fá prins- inn af Vels til að snúa frá villu síns vegar. Þýzkt blað birti teiknimynd af aðalhliðinu á Windsor-kast- ala, og var yfir því fjaðrahjálm- ur prinsins af Vels ásamt orð- unum „Ich deal“, ég gef. (Skop- stæling á einkunnarorði Vels- prinsa, Eg þjóna). f neðri deild Parlamentsins varð hermála- ráðherrann að játa, að sam- kvæmt fertugustu og fyrstu grein í reglugerð drottningar bæri prinsinum, sem þjónandi herforingja, að æskja þess af hverjum öðrum herforingja, sem gerði sig sekan um ósæmi- legt athæfi, að hann legði mál- ið undireins fyrir yfirmann sinn. Þetta hefði prinsinn greinilega ekki gert hvað Sir William viðvék. Málið hélt áfram að vera eitt helzta umræðuefni almennings um langt skeið, og ekki ein- ungis í Bretlandi, heldur og annars staðar í Evrópu og í Ameríku. Viktoría drottning, sem óttaðist að þetta kynni að grafa undan konungdómnum í landinu, hvatti son sinn til að skrifa erkibiskupnum af Kant- araborg opið bréf og fordæma fjárhættuspil sem „félagslegt böl“. Því hafði prinsinn vit á að neita, en augljóst var að slík yfirlýsing frá hans hálfu yrði ekki tekin öðruvísi en sem hel- ber hræsni. Erkibiskupinn messaði hins vegar nokkrum sinnum í Lambeth Palace og bað þar heitt og oft fyrir bætt- um siðferðisstyrk þjóðarinnar, og skildu allir hver átti þá sneið. Að nokkrum vikum liðnum, þegar óveðrið út af atburðinum á Tranby Croft var farið að lægja, ritaði prinsinn af Vels erkibiskupnum einkabréf og lýsti þar yfir andstyggð sinni á fjárhættuspili. Hann kvaðst að vísu trúa því enn í einlægni, að hans eigin spilamennska hefði ekki gert neinum minnsta mein. Engu að síður hefði hann, nú eftir Tranby Croft-málið, hætt við bakkarat og slegið sér í staðinn á brids. Hvað Sir William Gordon- Cumming viðvíkur, þá var hann rekinn úr hernum og úr öllum klúbbum, sem hann var meðlimur í. Hann var líka úti- lokaður úr félagslífi hefðar- fólksins og lifði þaðan af svo lítið bar á á landsetri sínu í Skotlandi, en undir það lágu fjörutíu þúsund ekrur lands. Þar dó hann árið 1930, þá löngu gleymdur, sem og hneyksli það, sem kom sj.álfu brezka hásætinu til að riða. LED ZEPPELIN Framhald af hls. 15. förnu, eins og kom raunar fram í þessum þætti fyrir löngu síð- an, og hafa þeir mestmegnis haldið sig í Bandaríkjunum. Og það sakar ekki að minn- ast á það hér í lokin, að nýlát- 34 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.