Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 22
PENKAVINIR Charles Lee Bushart, P.O. Box 964, El Centro, California 92245, er fyrrverandi flugmaður í Banda- ríkjaher, 36 ára og óskar eftir bréfaskiptum við unga ísl. stúlku. Michel Brillet, 1 Rue d'Auvergne, Tour F 10, F 38-Échirolles, France. 25 ára Frakki, sem óskar eftir bréfaskiptum, með frimerkjaskipti í huga. Danielle Ripouteau, 12 Allé de Narbonne, 91 Massy, France. 21 árs frönsk stúlka, sem hefur hug á að skrifast á við ísl. pilta, 19— 21 árs. Hún skrifar ensku, auk frönskunnar. Jean Tollenaere, 9000 Gent, Hol- straat 127, Belgium. Óskar eftir bréfa- og frímerkjaskiptum við ís- lendinga. Alan Morris, Mallow's Mobile Home Park, Lot 41, Wards Road, Lynchburg Virginia 24502, U.S.A. 32 ára Bandarikjamaður, sem vill skrifast á við Islendinga á öllum aldri. Óskar eftir mynd með fyrsta bréfi. Mark Hurd, 2206 San Anseline, Long Beach, California, 90815, U.S.A. 35 ára söngkennari, fyrr- verandi hermaður, sem hefur mik- inn áhuga á ferðalögum, óskar eftir bréfaskiptum við enskumæl- andi Islendinga. Michel Devos, Rue de Longtain 298/3, 7161 Haine-Saint-Paul, Belgium. Enskumælandi Belgi, sem óskar eftir bréfaskiptum við ís- lendinga. Hefur mikinn áhuga á myntsöfnun. Miss Jean Fletcher, 1 Avenue Road, Dover, Kent, England. 43 ára. Hefur hug á að koma til ís- lands og eiga bréfaskipti við isl. konur og karla. John V. Murphy, 9/45 Livingstone Rd., Petersham, N.S.W. 2049. 18/ XI/71. Australia. 39 ára einhieyp- ur hjúkrunarmaður, sem óskar eft- ir bréfaskiptum við ísl. karlmenn. Oddny Myran, 2290. Vóler i Sol- ör, Norge. 15 ára norsk stúlka sem vill skrifast á við isl. pilta 15 — 17 ára. Sigurbjörn Ingólfsson, m/s Indi- ana, Rederi AB Transatlantic, Fack 403 10 Göteborg 2, Sverige. Ung- ur ísl. farmaður, sem vill skrifast á við stúlkur á aldrinum 20—25 ára. Fríða K. Albertsdóttir, Fjarðar- stræti 9, ísafirði, óskar eftir pennavinu á aldrinum 14—16 ára. Svanhvít G. Jóhanssdóttir, Hafnar- stræti 17, ísafirði, óskar eftir pennavinum, 14—16 ára. Ragnheiður H. Gústafsdóttir, Nes- kaupstað, ísafirði, óskar eftir 15— 17 ára pennavinum. Guðrún S. Benediktsdóttir og Ragn- hildur B. Benediktsdóttir, báðar til heimilis í Tungu, Gaulverjabæjar- hreppi, Árn. óska eftir pennavin- um, 15—17 ára og 13—15 ára. Lilja Sveinsdóttir, Núpi, Dýrafirði, vill skrifast á við stúlkur og pilta, 16—18 ára. Erla Skarphéðinsdóttir og Herborg Ásgeirsdóttir, báðar í Alþýðuskól- anum að Eiðum, óska eftir penna- vinum á aldrinum 16—18 ára. Bryndís Markúsdóttir, Heiðargerði 124, Reykjavík, óskar eftir penna- vinum á aldrinum 15—17 ára. Herdís Herbertsdóttir og Guðrún Matthíasdóttir, báðar til heimilis i Helgamagrastræti 21 óska eftir pennavinum, 13—15 ára og 12— 13 ára. Óska eftir mynd með fyrsta bréfi. Ásta Michaelsen, Núpi, Dýrafirði, óskar eftir bréfaskiptum við 16— 18 ára stúlkur eða pilta. Ingibjörg G. Heiðarsdóttir, Tanga- götu 30, ísafirði og Svanhvít G. Jchannsdóttir, Hafnarstræti 17, Isafirði, óska eftir bréfaskiptum við 14—16 ára pilta. Hrönn Baldursdóttir, Tjörn, Stokks- eyri, Árn. vill skrifast á við 11 — 13 ára stúlkur eða pilta. Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hreiðars- staðakoti, Svarfaðardal, óskar eft- ir 16 ára pennavin. Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir, Gjögri, Strandasýslu óskar eftir 15—16 ára pennavin. Emelía Þórðardóttir, Djúpuvík, Strandasýslu, óskar eftir 11 — 13 ára pennavin. Guðmunda Björg Þórðardóttir, Djúpuvík, Stranda- sýsiu, óskar eftir 13—14 ára pennavin. MIG DREVMOI Svar til XX á Neskaupstað Gíftum konum er það jafnan fyrir góðu að dreyma sig með barni og ógiftum fyrir mótlæti. Sjálfsagt er þetta þér ábending um að hugsa um það sem þér stendur næst í vetur — þegar skólinn er byrjaður. „Hinna heilögu anda ....?“ Kæri Draumráðandi! Ég var stödd í kirkju en þar átti ég að halda barni, telpu, undir skírn. Ég man að hún átti að heita Mattý. Móðir hennar fannst mér vera kona sem ég þekki vel (þegar mig dreymdi þennan draum hafði hún nýlega misst barn) en faðirinn var ung- ur strákur. Þegar mér var gefið merki, gekk ég af stað inn kirkjugólfið, mjög hægt og hátíðlega. Hægra meg- in voru allir bekkir þétt setnir, en vinstra megin sat faðirinn einn. Þegar ég var komin hálfa leið inn gólfið, heyrði ég að at- höfnin var byrjuð, svo ég hljóp síðustu skrefin að skírnarfontin- um, sem var innst í hægra horn- inu. I stað prestsins stóð móðir barnsins þar, og sagði hún um leið og hún setti höndina á höf- uð þess: „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og hins heil- aga anda." Var þá kallað innan úr kirkjunni: „Hinna heilögu anda!" „Afsakið," segir hún þá, „ég meinti hinna heilögu anda." Þá sneri ég mér við, og kallaði hátt og reiðilega: „Þetta var rétt hjá henni. Það er í nafni hins heilaga anda." Fyrirfram þökk. S, Eyjum. Fyrri drauminn létum við eiga sig að birta. þar sem hann er algjörlega þýðingarlaus, en seg- ir þér kannski eitt og annaS um skapferli X og ættir þú að huga nánar aS því. Síðari draumur- inn, sá sem hér fer aS framan, boðar þér aftur á móti töluverSa erfiðleika i framtíðinni og mátt þú taka á öllum þínum kröftum til að komast fram úr þeim. Við erum helzt á þvi að þú mun- ir sæta aðkasti fyrir dulítið sem þú ert algjörlega saklaus af, en það verður þitt mál að hreinsa þig af óhróðrinum. En „hinn heilagi andi" er ætíð fyrir góðu og boðar í þessu tilfelli frið og hamingju, þannig að sennilega vinnur þú málið, sem jafnvel verður harðvítugt deilumál. Týnt og fundiö Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum, sem var eitthvað á þessa leið: Ég gekk í skóla sem ætlaður var fyrir trú- lofað fólk. Og fannst mér þessi skóli vera við hliðina á Stjörnu- bíói. Var hann einkum til þess ætlaður að kenna ungum kær- ustupörum að sjá um heimili sín. Svo þegar við útskrifuð- umst, ég og kærastinn (ég er ólofuð), þá settum við upp hringana og allir þeir sem stóð- ust prófið. Hringurinn minn var breiður með dökkrauðum steini í. Við vorum mjög happy. Kyssti ég kærastann og þakkaði honum fyrir þessa gjöf. Svo rétt á eftir spyr ein stúlkan þarna hvort hún megi ekki máta hringinn, því henni fannst hann svo fallegur. Ég tek hringinn af mér og rétti henni. Hún setur hann upp og dáist mjög að hon- um, en þegar hún tekur hann af og ætlar að rétta mér hann aft- ur, þá missir hún hann á stétt- ina og finnst hann hvergi lengi vel. En þegar við vorum næst- um búin að gefa upp alla von, fannst hann í sprungu í stétt- inni. Kærastinn var dökkhærður með liðað hár. Elsku reyndu nú að svara fljótt, því ég er að sál- ast og er svo spennt að vita hvað þetta merkir. Addí. Að öllum likindum bíður þín mikil hamingja, ásamt mikilli vongleði og lifsgleði. Þú eign- ast kærasta og ást ykkar verður ákaflega heit og sælurik. En svo kemur babb i bátinn, og um hrið verður ekki annað sjáanlegt en að öll hamingjan sé að eilífu glötuð. Þessi ógæfa stendur trú- lega yfir um nokkurt skeið, en um síðir rætist úr þessu og þú verður hamingjusöm á ný. — Gættu þess að lifa ekki um efni fram, varaðu þig á solli og und- irförulum vinkonum. 22 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.