Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 16
Fjárhættuspil var bannað með lögum í Bretlandi, en þó iðkaði krónprins þess það af meira kappi en nokkur annar. Hér segir frá hneykslismáli, sem vakti athygli hvarvetna um Vesturlönd og stofnaði jafnvel framtíð brezku kon- ungsættarinnar í voða. HANS KQNUNGLEGA TIGN SKEMMTIR SÉR Winifred Sturt var full andstyggð- ar. Siðferðiskennd hennar hefði ekki verið mishoðið meir þótt hún liefði séð ríkiserfingja Englands faðma kórstúlku úr einhverri tón- leikahöllinni. Sú sjón, sem mætti augum hennar þetta sinn i þeim konunglega hústað Sandringham var að hennar dómi næstum þvi eins ofboðsleg. Eftir ósk prinsins af Vels, elzta sonar Viktoríu drottningar, hafði heill her af þjónum töfrað fram bakkarat-borð, og á nokkrum mín- útum liafði einum salanna í Sand- ringham-höll verið breytt í miður siðsamlegan stað, að dómi ungfrú Sturt, sem alin var upp í fullkom- - inni virðingu fyrir viktoríönskum dyggðum. Prinsinn>af Vels (sem síðar varð konungur Bretaveldis undir nafn- inu Játvarður sjöundi) tók upp tré- kassa lítinn og upp úr honum spila- peninga, sem ungfrú Sturt gat séð að voru með skjaldarmerki hans og giltu frá fimm shillingum upp í tíu sterlingspund. Siðan settust hann og gestir hans að fjárhættuspili. „Það er hroðalegt að hugsa sér,“ skrifaði ungfrú Sturt vinkonu sinni, „að sjálf hin konunglega fjölskylda skuli liggja í fjárhættuspili hvert kvöld. Þetta er alveg eins og í Monte Carlo.“ KONUNGLEGIR SPILAPENINGAR Að vísu var bakkarat ólöglegt í því viktorianska Englandi ársins 1890. En nú vildi svo til að krón- prinsinn hafði gaman af þessu spili, og föst venja hans var að þverbrjóta öll lög, hvers eðlis sem voru, ef þau settu fýsnum lians og löngunum, sem voru jafn margvíslegar og þær voru ofboðslegar, einhvern stól fyr- ir dyr. Virðingu sína fyrir landslög- um auglýsti liann til dæmis með því að merkja spilapeningana, sem hann flutti með sér hvert sem hann Sir William Gordon-Cumming, ofursti í skozka lífverSinum, maðurinn sem stefndi prinsinum af Vels fyrir rótt. fór, sínu eigin konunglega skjaldar- merki-. Að visu var honum ekki ókunnugt að sumt fólk, eins og ung- frú Sturt, var eitthvað óánægt með þetta háttalag, an þess konar vand- lætingu var honum algerlega fyrir- munað að skilja. Hann hafði fimm- tíu þúsund punda tekjur á ári og átti auk þess liöfuðstól upp á tvö hundruð þúsund pund, og skyldi hann þá ekki hafa efni á að tapa fáeinum pundum? Hið eina slæma við fjárhættuspil, að hans áliti, var að safna meiri skuldum en maður var borgunarmaður fyrir. Þar að auki var prins þessi af Vels nú fertugur að aldri, vissi vald sitt og taldi sér fært í skjóli þess að skemmta sér að vild, hvort lieldur væri við fjárhættuspil eða kvenna- far. Græðgi hans i livorttveggja átti sér engin takmörk. Viktoria drottning móðir lians, sem hafði í sívaxandi mæli dregið sig i lilé siðan hennar elskaði Albert dó, var engu að síður við liesta- heilsu; þess yrði þvi áreiðanlega langt að híða enn að liann yrði kóngur í Englandi. Hann gerði sér far um að leika ldutverk sitt sem krónprins nokkurn veginn skamm- laust, og taldi sér þá óhætt að skemmta sér þess frjálslegar á bak við tjöldin. Krónprinsinn lifði þvi heldur ánægjulegu lífi, og lét einkum fyrir- berast i höllum sínum Sandring- ham, Marlborough House, Cowes og á frönsku Rívíerunni. Og hvert sem hann fór fylgdist hefðarfólkið með Iionuin, apaði eftir honum nýjustu stælana i klæðaburði og kepptist af öllum mætti um heiðurinn af þvi að fá að skemmta lionum á heimil- um sínum. Það má virðulegur herra af Breta- veldi eiga að hann hafði andstyggð á monti og snobbi, og hann var ekki alltof smámunasamur í vali á dval- arstöðum og félagsskap, svo lengi sem félagsandi var góður og einka- 16 VIKAN 1. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.