Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 36

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 36
inn er í Þýzkalandi, í hárri elli, gamli maðurinn Hohner, sá er stofnaði og stýrði Hohner- hljóðfærasmiðjunum frægu og prýðilegu. Deyr fé . . . og svo framvegis . . . ☆ „LlTIÐ EITT" Framhald af bls. 15. þess, að Lítið eitt hafa nú fest' sig í sessi og verða sífellt skemmtilegri. Að minnsta kosti flugu nokkrir góðir í stúdíóinu, en það var Pétur Steingríms- son sem tók upp í Ríkisútvarp- inu—hljóðvarp. Aðrir viðstadd- ir voru þeir Jón Ármannsson og Pálmi Stefánsson, eigendur Tónaútgáfunnar, sem gefur plötuna út og nokkrir auka- hljóðfæraleikarar, sem voru undir stjórn Magnúsar Ingi- marssonar. ☆ RAFMAGNAÐ EITTHVAÐ Framhald af bls. 15. smátt fór að bera á því að í hljómsveitinni var einn maður sem hafði þetta „eitthvað" meira en aðrir liðsmenn, og var það auðvitað Rúnar Júlíusson. Rúnar hefur átt lengstum vin- sældum að fagna hérlendis og virðist lítið síga í; má til dæm- is benda á, að hann var kjör- inn poppstjarnan á fyrra ári, þótt minna hafi farið fyrir því en áður. Bezta dæmið hérlenda er þó vafalaust Ævintýri. Þeir voru ekkert sérstaklega góðir til að byrja með (en hafa svo sannar- lega orðið það síðan), en þeir voru með efni „fyrir fólkið“ og svo höfðu þeir Björgvin, hinn óviðjafnanlega Björgvin Hall- dórsson. Þeir misstu tiltölulega fljótt af þeim aðdáendahóp sem þeir öðluðust í upphafi, en und- anfarið hefur hópurinn vaxið mikið og aðdáendur þeirra svo miklu eldri. Það er ennþá Björgvin að þakka og þeim hinum að sjálfsögðu líka, því allir hafa þeir „eitthvað", og nú er svo komið, að Ævintýri er mjög vel heppnuð blanda af góðum tónlistarmönnum og nauðsynlegum persónuleikum. Tökum dæmi um það sem ekki heppnast, þrátt fyrir góða — eða allavega (í nokkrum til- fellum) sæmilega — hljóðfæra- leikara. Trix var prýðileg hljómsveit, en enginn þeirra hafði rafmagnið til að bera. Tilvera var ein af hljómsveit- unum sem varð til út úr sam- steypu Hljóma og Flowers, en þeir (Tilvera) fóru á hausinn hvað eftir annað, þar til Axel stóð einn eftr og það er ein- göngu fyrir helbera þrjózku hans, að hljómsveitin var til svo lengi sem raun varð á. Pops var góð hljómsveit, en þar var enginn sem upp- fyllti þessi umræddu skilyrði. Einhvern tíma ætluðu þeir að gera skurk í málunum og fengu Óttar Felix í bandið, en það varð einungis til að setja allt í baklás. Síðasta dæmið snertir mig svolítið persónulega, en samt tel ég það falla vel hér inn í og vona að fólk fyrirgefi mér þessa framhleypni mína. Nú- tímaböm. Það þýðir ekki að neita þvi, að við urðum mjög vinsæl og mjög þekkt á mjög skömmum tíma. Það var ekki fyrir gæði, langt í frá. Að vísu voru góðir einstaklingar innan um, en það sem gerði það að verkum að við vorum viður- kennd sem hópur, var að við vorum ekki með sitt hár, allt- af í ægilega fallegum fötum og nýburstuðum skóm. Og auðvit- að voru einhverjir með „eitt- hvað“ í hópnum líka, til dæmis ljúfan hún Drífa. En alltaf er einn sem stend- ur upp úr, sama hvað dynur á. Við tökum ofan fyrir Rúnari Júlíussyni. ☆ LEIKHÚSKVÖLD f TIFLIS Framhald af bls. 19. orðinn þeim stórmenni, eins kor.ar guðleg vera, upphafin á stall ofar mannlegri seilingar- hæð. Á georgíska ríkislistasafninu rakst ég dag nokkurn á sögu- prófessor við Tiflisháskóla, og er hann fékk að vita, að ég væri Ameríkumaður með áhuga á georgískum uppruna Stalíns, bauð hann að gerast leiðsögu- maður minn. Hann fór með mig til Gori sýndi mér þar Stalín- húsið fræga, og fékk ég þá skilið viðbrögð móður Stalíns, Ekaterínu, sem fékk nóg af einni komu þangað. Þessi stað- ur (sköpunarverk Beria) var frekjulegt sambland alls hins versta smekkleysis sem hugsast gat hjá Rússum og Georgíu- mönnum. Eftir því sem mér helzt var kunnugt um lista- smekk Stalíns, þóttist ég ,viss um, að þennan stað hefði hann elskað. — Öllu áhugaverðari þótti mér sú staðreynd að í götunum umhverfis Stalín-hús- ið voru fjölmörg óþrifaleg hreysi áþekk því, sem einvald- urinn mikli hafði fæðzt í. Enn bjuggu þar fjölskyldur sem fljótt á litið minntu á elztu myndir af Djugashvilifjölskyld- unni, fátæklegt fólk, þjakað og arðrænt. Ekki gat dulizt, að það sem gert hafði greinarmuninn fyrir Djugashvilifólkinu gagn- stætt öðrum sárfátækum fjalla- búum, var ekkert utan járn- harður vilji og einlægur ásetn- ingur Ekaterinu, sem var ein ráðin í því, að sonurinn, Jósef skyldi hljóta menntun komast upp úr sorpræsinu, þangað sem drykkjuskapurinn hafði leitt föður hans. Metnaður hennar náði vissulega tilgangi sínum, samt ekki algerlega á þann veg, sem hún hafði áformað. Hún hafði hugsað Jósef litla frama á vegum kirkjunnar, en þar var einn hinna fáu og þröngu upp- gönguleiða fyrir fátækan dreng í Georgíu á keisaratímanum, leið, sem með kvöl og hugprýði gat leitt til betra lífs. — Nokkru neðar í götunni blasti við aug- um hvít steinbygging frá nítj- ándu öld, það var hin orþódoska kirkja Georgíu, þangað sem Djugashvili sótti helgar tíðir og unglingurinn Soso (georgísk stytting á nafninu Jósef) söng hljómfagra georgíska sálma, þríraddaða í kór. Beria hafði engum fjármunum eytt til að lagfæra kirkjuna. Svín voru á beit í grasi grónum garðinum umhverfis hana og uglur höfðu gert sér hreiður í hrörlegum turninum. í safninu, sem Beria hafði látið gera til hliðar við Gori-húsið sá ég mynd af Stal- ín þrettán vetra skóladreng, skæreygðum, en minni vexti öðrum skólafélögum sínum. Ég talaði við gamlan mann, sem þóttist muna. að hann hafði verið gáfaðasti drengurinn í skólanum, og einna minnstur vexti líka. Einnig sá ég skólaskýrslu frá hinum kaþólska prestaskóla Tiflisborgar frá árinu 1894—95. Það var fyrsta námsár Stalíns þar, og var hann þá þegar kom- inn vel af stað á braut þeirri, sem móðir hans hafði lagt fyrir hann. Hann hafði lagt þar stund á rússneska tungu og georgíska, sögu og stærðfræði, engri náms- grein sleppt utan latínu. Og hann hafði hlotið hinn ágætasta vitnisburð. Um þetta allt átti ég eftir að fá frekari vitneskju úr óvæntri átt — frá áttatíu og fimm ára gömlum patríarka georgísku kirkjunnar, sem ég heimsótti í ánægjulegum húsa- kynnum hans bak við svonefnda Ziondómkirkju frá sautjándu öld, Þetta var aðlaðandi öld- ungur með hvítt hár og skegg og kubbslegt rautt nef, en allt minnti þetta mig á bernsku- hugmyndir mínar um heilagan Nikulás. Hann sagði mér meðal annars að á prestaskólaárunum hafði Stalín valdið vandræðum, einkum vegna fíknar í bækur úr Ódýra bókasafninu svo- nefnda; stundum voru þetta æv- intýr, stundum bækur nokkru þjóðfélagslegri að innihaldi, svo sem eftir Victor Hugo. Móður sinni til sárrar sorgar hafði hann verið rekinn úr skóla á fimmta námsári. Leiðsögumaður minn, pró- ! fessorinn, leiddi mig fram fyrir aðra mynd af Djugashvili hin- um unga, mynd, sem ég má játa að ég hefði seint getað ímyndað mér að fyrirfyndist. Myndin var af ljóðskáldinu Stalín. Á gulnuðum síðum í ríkisbóka- safni Georgíu fundum við sex ljóð eftir hann, fimm frá árinu 1895, eitt ári yngra. Hið elzta var ort af honum sextán vetra prestskólanema. Ekki.er ég dómbær á georg- ískan skáldskap, en þeir sem | túlkuðu þessi æskuljóð Jósefs Stalín fyrir mig, staðhæfðu að þau væru frábær. Þetta virtist ekki með öllu stangast á við staðreyndir, þar sem tímaritið Íbería hafði léð þeim rúm og það virðulegt á fremstu síðu. Ljóðrænn blær, sérkennandi fyrir Georgíu, virðist fyrst hafa aflað honum álits sem ljóða- smið. Að vísu verður þjóðfé- lagskenndar vart í tveimur ljóða hans. En þótt mér væri skelegglega á það bent þarna á bókasafninu af þjóðbræðrifcm hans, var augljóst, að það varð að leggja sig í framkróka, ef finna átti snefil af uppreisnar- tón í ljóðum þessa æskumanns frá Georgíu. í fyrsta kvæðinu, prentuðu í Íberíu 14. janúar 1895, en það er eins konar ætt- jarðaróður, kennir engrar hug- myndafræði, aðcins smáóvæn- ings af þjóðerniskennd, sem allt bendir þó til að hinn ungi Djugashvili hafi verið stórum mengaður af. Frekar vottar fyr- ir þjóðfélagsádeilu í öðru ljóði — „Til mánans“ — þar sem skáldið ákallar mánann, „að hann vekji þjóðina, hina snauðu er þrauki við mánaskin í snjó og ís“. Máninn virðist sannast sagt eftirlíking unga ljóðskálds- ins. Öðru ljóði velur hann seinna heitið „Til mánans". \ 36 VIKAN 1. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.