Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 18
Leikhúskvöld í Tiflis Kafli úr bókinni AN AMERICAN IN RUSSIA eftir Harrison E. Salisbury, ritstjóra Time. Það var engu líkara en égferSaðist langt aftur í tímann - til konungsríkis hátt í fjöllum uppi með sögu að baki, er líktist safni ævintýra. Hér í Georgíu hafði með örlagaríkum en ekki tilviljunarkenndum hætti staðið vagga hins unga Jósefs Djugashvili - síðar Jósefs Stalíns. Svanitze-dalur Lítt grunaði mig það, er ég steig inn í lestina til Tiflis í maílok 1951 og hélt í suðurátt til Kákasusfjallanna, að þetta yrði síðasta brottför mín frá Moskvu um tveggja ára skeið, en nú var ég í rauninni og að því er tók til áforma og fyrir- ætlana orðinn eins konar fangi höfuðborgar sovétsamveldisins, sem skyndilega hafði læst mig sínum járngreipum. Ekki grunaði mig það heldur, þegar ég settist niður í klefan- um, sem ég deildi með þremur liðsforingjum úr Rauða hern- um, að ferð þessi til Georgíu ætti eftir að veita mér stór- fellda innsýn í upptök og upp- runa kynlegra, hrollvekjandi atburða, sem áður en langt um liði áttu eftir að koma Rúss- landi og heiminum til að nötra. Á leiðinni niður til Georgíu var engu líkara en ég ferðaðist langt aftur í tímann, til kon- ungsríkis hátt í fjöllum uppi með sögu p.ð baki, er líktist safni ævintýra. Tengsl Georgíu við Rússland voru einvörðungu landfræðileg, og hér hafði með örlagaríkum en ekki tilviljun- arkenndum hætti staðið vagga hins unga Jósefs Djugashvili, síðar Jósefs Stalin. Og hér var einn af helztu flokksforingjum hans, Lavrenti Beria, einnig borinn og bamfæddur. Georgía var enn, eins og ég átti eftir að uppgötva, land þar sem lifnaðarhættir og viðhorf til umheimsins voru því nær óbreytt aftan frá miðöldum. Tæplega klukkustundar göngu frá Gori, fæðingarstað Stalins, voru rústir borga úr steini, sem risið höfðu um tvö þúsund og fimm árum fyrir Krists burð og naumast orðið fyrir minnstu breytingu. Sjaldan hefur land svo lítið, svo fjarlægt og lítt kunnugt haft jafnstórfelld áhrif á sögu heimsins. Því að hefði Stalin, eins og ég komst að raun um, gert Rússland, að því sem það varð eftir byltinguna, þá hafði landið Georgía gert Stalín þann, sem hann varð. Forvitni um konungsríkið Íberíu hafði lengi ólgað í mér, en ég þóttist viss um að þar og hvergi annars staðar mundu mér veitast svör við fjölda spurninga um Rússland og Stal - ín og þá stjómarhætti, stál hörkunnar, ógnir og launung, sem hann hafði komið á meðal sinnar fjölmennu þjóðar. Það var óralangur vegur frá fjalla- þorpinu Gori til Kremlturna, og ég hugði það ómaksins vert að rekja slóðina eins langt aftur og unnt væri. Með þetta í huga hafði ég mánuðum saman und- irbúið ferð mína, reynt að fá embættislýðinn í blaðadeildinni með sín grjóthörðu heilabú til að greiða fyrir þessari Georgíu- ferð. En eins og vant var að vera kom ekkert út af því þrátt fyrir loforð og fagurgala, og nú var ég lagður af stað upp á eigin spýtur, fullur gremju og reiði, vonlítill um að geta kom- ið miklu fram, þá til Tiflis væri komið. í þessu skjátlaðist mér þó verulega, einkum sakir þess að gestrisni, að einhverju leyti austræns eðlis, er eitthvert dýpsta og ánægjulegast þjóðar- einkenni Georgíumanna. Fjalla- búi í þessu landi mundi myrða aðkomumann með köldu blóði og ræna síðan reiðskjótanum hans, ef þeir rækjust hvor á annan á bröttum fjallastíg. En berði sá hinn sami aðkomu- maður að dyrum kofa hans og bæðist hjálpar, yrði honum tek- ið eins og einum úr fjölskyld- unni. Tveir félaga minna úr Rauða hernum voru Georgíumenn, en hinn þriðji frá Úkrainu. Vin- gjarnleiki þeirra og greiðasemi var næstum því þjakandi. Væru þeir ekki að reyna að fá mig til að drekka vodkablöndu, þá þröngvuðu þeir að mér bjór eða einhverju víni. Fjöldi Georgíu- manna var með lestinni og ekki svo fáir þeirra höfðu meðferðis smákagga úr tré með víni, en á þeim voru viðar- eða leður- höldur, svo að auðveldara yrði að halda á þeim. Þegar þeir fóru í heimsóknir — jafnvel alla léið til Moskvu — tóku þeir Rii»v*tni8 i fiöllum Grorgíu 18 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.