Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 4
Bók fypip allt íbpóttafólk Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK P0STURINN Svar til tveggja forvitinna Heimilisfangið sem þið hafið er rétt, að undanskildum stafsetn- ingarvillum og söngvarinn í Deep Purple heitir lan Gillan. Svar til Bms í Vestmannaeyjum Bréf þitt var því miður of langt til birtingar, en þú hefur rétt fyrir þér, Pósturinn ER „hunda- haldssinni"! K.A., Patreksfirði Láttu kauða alveg eiga sig, hann vill greinilega ekkert með þig liafa og þá skalt þú ekki leggja þig svo lágt að ganga á eftir honum. Eins í ástarsorg á Patreksfirði Hann vill þig ekki og úr því að hann kemur svona ruddalega fram við þig skaltu alveg hætta að hugsa um hann. Hann virð- ist hvort eð er ekki vera þess virði eftir bréfi þínu að dæma. House of the Rising Sun Elsku Póstur! Eg hef mikið dálæti á laginu „The House of the Rising Sun", en ég kann ekki textann. Getur þú ekki birt hann fyrir mig? Svo annað: Ég er fædd 20 janú- ar, en ég veit ekki almennilega í hvaða stjörnumerki ég er, Vatnsberanum eða Steingeitinni. I hvoru merkinu á ég að vera? Lára. Þú átt að bera í Vatnsberanum, en ert að sjálfsögðu undir mjög sterkum áhrifum frá Steingeit- inni. Þessi útgáfa af „House of the Rising Sun" er sú elzta sem vit- að er um, en þó ekki sú er t. d. bítlahljómsveitin Animals var með fyrir nokkrum árum. Það var Jackie Lomax sem gróf þessa útgáfu upp árið 1937, en „orginalinn" er óþekktur. There is a house in New Orleans They call the Rising Sun. And it's been the ruin of many a poor soul And me, oh Lord, for one. If I had listened to what my mother said l'd have been at home today. But I was young and foolish, oh God, Let a rembler lead me astray. Go tell my baby sister Don't do what I have done. Shun that house in New Orleans They call the Rising Sun. I'm going back to New Orleans My race is almost run, l'm going back to spend my life Beneath the Rising Sun. Helzt þríbura Kæri Póstur! Ég ætla að skrifa þér vegna þess að mig vantar gott ráð. Ég er gift og á eitt barn og finnst það alveg yndislegt. Nú langar mig til að eignast tvíbura eða þríbura. Hvernig á ég að fara að því. Þakka þér fyrir allt gam- alt og gott, vona að þú getir ráðið úr þessu, kær kveðja. Heiðbjört J. Þríburafæðingar eru ekki mjög algengar hér á landi, en víða er konum gefin mögnuð hor- mónalyf og þá eignast þær börn rétt eins og kettirnir. Farðu til heimilislæknisins þíns og ræddu málið við hann. „Gunk“ Kæri Póstur! Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Mig langar að biðja þig að fræða mig svolítið um hljómsveitina GUNK. Hvað heita þeir, hvað eru þeir gamlir, hvar eiga þeir heima, í hvaða skóla eru þeir og svo framvegis. — Viltu svo birta mynd af þeim? Ein áhugasöm. zbi Málið er í athugun. 4 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.