Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 5
Til konu á ísafirði, sem spurði um Alsír, gyðinga og fleira Við biðjum þig í öllum bænum að halda ekki að við viljum ekki svara bréfi þínu; satt að segja þótti okkur mjög gaman að fá það, en því miður týnd- ist það. Skrifaðu okkur aftur og þá skaltu fá svar við allra fyrsta tækifæri. Elskar brezkan sjómann Kæri Póstur! Eg er að deyja úr ást til Breta sem er á togaranum X. Hann hefur gefið það í skyn að hann sé dálítið skotinn í mér. Ég hef hitt hann fimm sinnum og hann hefur aldrei reynt við mig (kyn- ferðislega), síðan ég hitti hann fyrst, en þá sagði ég honum að ég vildi það ekki fyrr en ég væri gift og hann sagðist skilja það en á ósköp bágt með að halda loforð sitt þegar við er- um saman. 'Þegar ég spyr hann um nafn segir hann aðeins: „Kallaðu mig Jimmy", og ég er of ást- fangin til að spyrja hann nánar út í það. Elsku bezti Póstur minn: hvernig á ég að ná sam- bandi við hann þegar hann er á miðunum? Þú mátt ekki halda að ég sé einhver gæra, en ég er bara ástfangin af honum og einhvers staðar hef ég hevrt að enginn ráði við tilfinningar sín- ar. Get ég fengið upplýsingar um sjómann út í Stoke í gegnum brezka sendiráðið á íslandi? Svo er annað vandamál sem ég á við að stríða. Pabbi hatar mig. Hann hefur oft sagt mér að ég ætti að snauta burtu og sjá um mig siálf, og í haust gerði ég það. Ég fór í burtu í tvo mán- uði en þá varð hann vitlaus og hótaði að senda lögregluna á mig og láta þá koma mér heim. Mamma er bezta * mamma í heim', hún er svo góð við okk- ur, en nú er hún á spitala og én er með heimilið og fjögur systkin til að hugsa um, svo ég kemst ekki frá þeim. Finnst þér, Póstur minn, að ég ætti að fara að heiman? Ég er 16 ára. Ein í ástarsorg. Finnst þér ekki að þú ættir að hitta piltinn að minnsta kosti fimm sinnum enn áður en þú tekur alvarlega ákvörðun? Það minnsta sem hægt er að ætlast til er þó að þú vitir hvað hann heitir. Vissulega getur pilturinn verið ósköp elskulegur og allt það, en hann gæti alveg eins verið giftur heima í Bretlandi. Hafi einhver sagt að enginn ráði við tilfinningar sínar, þá hefur sá sami verið misvitur, því allir geta ráðið við tilfinningar sinar með hæfilegri sjálfsstjórn og þjálfaðri einbeitni. Taktu lífinu með ró þar til þú veizt eitthvað gagnlegt um piltinn. Hvernig var það, varð pabbi þinn „vitlaus" eftir að þú varst búin að vera að heiman í tvo mánuði eða um leið og þú fórst? Við viljum meina að þú ættir ekki að fara strax að heiman, heldur skaltu vera og sýna hon- um (af fullri ákveðni) hvort ykkar er skynsamara og þrosk- aðra. Næst þegar hann segir þér að hann hati þig (og um engan föður höfum við heyrt svona lagað áður), skalt þú segja hon- um að þú elskir hann. Og þótt þú viljir ekki vera hans vegna, þá átt þú allavega skyldum að gegna gagnvart móður þinni og systkinum. „Dauðarefsing" Kæri Póstur! Ég og vinkona mín vorum að þræta um það hvaðan hljóm- sveitin „Dauðarefsing" væri, en hún var til fyrir einu eða tveim- ur árum. Ég held að hún hafi verið frá Vestmannaeyjum, en vinkona mín vill ekki viður- kenna það. Nú langar okkur til að biðja þig, kæri Póstur, að skera úr um þetta' fyrir okkur og birta eina eða tvær myndir af hljómsveitinni og birta við- töl við þá. Tvær sem bíða. Við höfum aldrei heyrt á þessa hljómsveit minnzt en myndum þakka allar upplýsingar. R.H.X. Segðu honum upp. r n MIDAPRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- .kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR mf Skipholti 33 - Sími 35320 s----------)______________J 1. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.