Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 37
 BIÐJIÐ UM BÆKLING FRÁ SÍBS. Eitt ljóðanna hefur hann helgað frægu ljóðskáldi, georg- ísku, Eristavi. Hann lýsir hon- um sem vegfaranda hér á jörð, er í ljóðum sínum og söng berst fyrir réttlæti, en hlýtur ekki, að launum „lof stjórnarinnar, aðeins eitrað augnaráð." Þetta ljóð má vel hafa endurspeglað særðan metnað Djugashvili sjálfs og viðurkenningarskort á prestaskólaárunum. Því að hversu lítt sem kvæði hans snertu þjóðfélagsmál, kom þar einnig til, að sérhver starfsemi af slíku tagi var stranglega for- boðin í reglugerð prestaskólans. — Eitt einstakt ljóða Djugas- hvili hefur að geyma eins kon- ar spásögn, þess eðlis, að hún skírskotar til hugmyndafræði, sem skotið hafði frjóöngum innra með þessum unga Georg- íubúa. Kvæðið nefndist „Karl- inn Ninika,“ og greinir frá öld- ungnum Ninika, sem stritað hefur og amstrað langa ævi. Nú er hann aldinn og sjúkur. í æsku hefur hann verið sterk- byggður, en er nú þrotinn kröftum, eftir þrældóm og smánarlaun og á ekkert fyrir sig að leggja. Hann liggur og bíður dauðans. Enginn sinnir um hann, og er hann sér Unga menn hraða sér til verka, fyll- ist hann öfund. Því næst skipt- ir snöggt um í kvæðinu. Og nú kemur sama rangfærslan fram, og á stjórnartímum Stalíns og samkvæmt hugmyndafræði hans var sífelldlega notfærð til þess að réttlæta sérhverja þraut og mannraun, sérhverja fórn af hálfu fólksins. Þegar öld- ungurinn Nikita horfir á ungu mennina hraða sér til verka, verður hann sæll og ánægður, þar sem hann skilur nú, að hafi hann farið á mis við lífsham- ingjuna, þá mun yngri kyn- slóðinni falla hún í skaut sem ávöxtur af hans eigin fórn. — í sannleika furðulega marxist- ísk hugmynd hjá uppvaxandi æskumanni í prestaskóla þeirr- ar grísk-kaþólsku kirkju aust- ur í Tiflisborg. Söguprófessorinn, leiðsögu- maður minn, tók mig með sér í ýmis stutt ferðalög, sem hann hugði að gerðu mér auðveldara um skilning á Georgíu og kynnu að opinbera mér fleira um ævi Stalíns og baksvið hennar. Fyrst lá leið okkar til Ateni, sem er lítið en fagurt sveita- þorp á kalksteinsbökkum Kara- fljótsins, en þar skyldum við sjá, hvernig hið fölgullna Ateni- vín er framleitt. Þetta er fræg- ast allra víntegunda í héruðun- um umhverfis Gori, fæðingar- bæ Stalíns. Ferðin var þægileg og hressandi upplyfting. Vín- yrkjubændurnir í Ateniþorp- inu lifa vel og vistlega. Einn víngarðsstjóri í Ateni fræddi okkur um, að þannig hefðu Georgíumenn framleitt vín í þúsundir ára. „Við og við opn- um við vínker og töppum af nokkra lítra sem sýnishorn sagði þessi svartstakkur og vín- yrkjumaður. „Því næst innsigl- um við ílátið, og eftir, fáeina daga er það aftur orðið fullt Náttúran skilar okkur aftur víni í stað þess, sem við drukk- um.“ Hvernig þetta gat verið, vissi hann ekki, en ég komst að raun um, að þessu trúðu all- ir í Georgíu skilyrðislaust. — Hér varð ég einnig vottur að þeim forna þjóðarsið Georgíu- manna að rétta gestinum hrúts- horn fullt af víni. Það skyldi tæma í botn, áður en sett væri frá sér, öðrum kosti væri vín- inu spillt. Auðvelt var að sjá og skilja, að lífið í víngörðum Georgíu var síður en svo örð- ugt. Allra sízt í víngörðum Ateni, þaðan sem árlega voru sendar birgðir til Kreml, úrval vínuppskerunnar. Næsti staður, sem við heim- sóttum, voru sérkennilegar rústir fornar, þær kallast Uplis Tsikhe, eða „Virki guðs,“ og er það ævaforn borg úr steini, Hjólið, sem veldur byltingu Bylting hefur oft orðið á efnahag fólks vegna þess að það átti miða í happdrætti SÍBS og glæsilegir vinningar hafa dreifzt um land allt. Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning. Bylting hefur orðið í heilbrigðismálum. íslendinga, með því að berklaveikinni hef- ur verið útrýmt með aðstoð SÍBS. Það tapar engin í happdrætti SÍBS. Leitið frekari upplýsinga. Nafn Heimilisfang SENDIST TIL SKRIFSTOFU SÍBS, BRÆÐRABORGARSTÍG 9, "REYKJAVlK 1. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.