Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 43
„Ég geng ekki til hennar, heldur þú.“ „Ég?“ „Já, við vorum að ræða um, hvernig væri hægt að koma þér til hennar án þess þú vissir. Ég vildi ekki, að þú gengir til karlmanns, vegna þess að kon- ur verða svo oft ástfangnar af sálfræðingum sínum, þetta er þýðingin á athugasemd minni, auðvitað, þú hefðir ekki fallið fyrir Mary, svo að ...“ „En má ég spyrja þig að einu? Hvers vegna hélztu, að ég þyrfti sálfræðing af hvoru kyninu sem hann væri nú?“ Hann varð á litinn eins og til- eyga rækjan, sem var nýfarin út undir snoturri höku Mary Athelwaite. „Ja, mamma sagði mér, að það væri hræðilega rangt af mér að særa tilfinningar þínar. Hún sagði, að eftir giftinguna gæti ég reynt að bæta smekk þinn, en ef mér mistækist, nú, þá yrði ég að sætta mig við, hérna, ég á við, en smekkur er bara smekksatriði, er það ekki?“ sagði hann og guggnaði undan augnaráði mínu og svolgraði í sig kampavínið. „Og svo hugsaði ég, að kannski gæti Mary lagfært þig, ég á við, kennt þér að meta betri hluti eða a.m.k. fundið, hvers vegna þú ert svona.“ Ég stóð á öndinni. „Þú gafst mér skrípabrúðu, skrípabrúðu með andstyggilegt glott, sem er að stökkva yfir prjóninn sinn finningar þínar, bar ég hana, ég og til þess að særa ekki til- bar hana á módelkjólnum mín- um, ég bar hana...“ og svo barst ég í grát. „En, ástin mín,“ kallaði hann upp yfir sig.“ Ég gaf þér hana ekki. Ég gaf Pepítu hana, og hún skildi hana eftir á borðinu til að sýna þré hana. Þegar hún kom að þér með hana í kjóln- um, hafði hún ekki brjóst í sér til að segja þér, að hún ætti hana, og þegar ég kom og sá, að þú varst svona hrifin af henni, ja, mamma sagði, að ef þetta væri þinn smekkur, þá ..“ Við eigum plastbangsann ennþá. Við gátum ekki fengið af okkur að farga honum. ☆ LEIKHOS LEIKARANNA Framhald af bls. 25. þau talsvert fyrirlitin, en þó eru þarna innanum verk, sem gædd eru talsverðum þokka og hafa kosti sem leiksviðsverk. — Eins og Ævintýri á göngu- för? — Ævintýrið er náttúrlega ágætasta dæmið um þetta, og hefur einhverra hluta vegna orðið samgróið sögu þessa leik- húss, meira en flest önnur er- lend leikrit. Það var leikið strax á fyrsta leikárinu, og hefur síð- an skotið upp kollinum svona á tíu ára fresti, rétt eins og þessi fáu sígildu íslensku verk, sem við eigum. Nú, það þarf ekki að lýsa kostum Ævintýrsins; það er afskaplega elskulegt og skemmtilegt leikhúsverk. — Og voru þessir dönsku smámunir látnir duga lengi? — Nei, ekki er hægt að segja það. Brátt kom í ljós að þessi leikflokkur ætlaði sér meiri hlut, viidi fara að fást við verk- efni sem gerðu aðrar kröfur og meiri kröfur. Raunsæisstefnan átti verulegan þátt í þessu, en hún hafði þá náð miklum tök- um í bókmenntum og listum erlendis. Einar Hjörleifsson Kvaran kemur hingað sem leið- beinandi, eins og það var kall- að þá, strax á öðru leikári. Fyrsta leikárið var Indriði Ein- arsson leiðbeinandi, og á öðru leikári tekur Einar Kvaran við. Hann hafði verið einn af Verð- andi-mönnum, sem kynntu raunsæisstefnuna fyrir fslend- ingum; það er þessvegna ekki að undra, þótt hann reyni að þoka verkefnavalinu eitthvað í þá átt. Og hann hefur góða stuðningsmenn, eins og Bjarna frá Vogi, sem þýðir þýsk leikrit af þessu tagi, meðal annars eft- ir Sudermann, þannig að farið er að fást við annarskonar veru- leika en hafði lýst sér í þessum dönsku leikjum. Upp úr þessu fara verkefnin að verða veigameiri; meðal ann- ars er farið að sýna tískuskáld, lýst stórborgarlífi, bæði frá London og eins þýsk verk, frönsk einnig, og síðast en ekki síst er farið að glíma við Ibsen. Og enda Björnson líka. Og það er ekki seinna en 1904—5, að á einu og sama leikárinu eru sýnd leikrit eftir Hall Caine, sem heitir John Storm og varð tals- verður suksess; Brúðuheimili' Ibsens, Jeppi á Fjalli og fleiri. Verkefnavalið er sem sagt orð- ið talsvert kröfuhart. — Hvað um íslenska leikrit- un á þessum árum? — Það er það sem helst skortir á: að í hana komi veru- legur kippur. Það er ekki fyrr en um 1907, sem fer að bera verulega mikið á íslenskum verkefnum. Ef við köllum þessi fyrstu ár, framundir 1907, frum- býlings- eða byrjunarár, þá get- um við kallað næsta tímaskeið í sögu Leikfélagsins, framundir 1920, íslenska tímabilið. Þá er varla svo leikár að ekki séu sýnd íslensk leikrit, eitt eða tvö. Þar á meðal eru þessi fáu sígildu verk eldri, sem til eru; þarna er Skugga-Sveinn leik- inn, þarna er Nýársnóttin leikin og önnur verk eftir Indriða Einarsson. Þarna koma fram fyrstu verk Jóhanns Sigurjóns- sonar; Bóndinn á Hrauni er fyrsta verk hans sem á svið kemst, 1907—8. Þremur árum síðar, 1911, er Fjalla-Eyvindur frumsýndur. Það er að sjálf- sögðu merkisatburður í íslenskri leiklistarsögu. Fjalla-Eyvindur er sýndur hér í Iðnó fimm mán- uðum áður en hann verður frægur í Danmörku. Þarna kemur Galdra-Loftur líka fram. Hinsvegar var Lyga-Mörður aldrei sýndur hér, enda nokkuð augljósar ástæður fyrir því; hann er ekki skrifaður fyrir lítið svið af þessu tagi, heldur stórt svið og það sennilega út- lent. Á þessum áratug koma fram fyrstu verk Einars Kvar- ans, Lénharður fógeti og Synd- ir annarra. Og fyrsta verk Guð- mundar Kamban, Hadda Padda og Konungsglíman ,og um 1920 kemur hans kannski frægasta leikrit, Vér morðingjar. Fleiri mætti nefna: Páll Steingríms- son skrifar fyrir sviðið hér, og svo framvegis. Sem sagt: þetta er gróskutímabil í okkar leik- ritun. Megnið af þessum verk- um, sem þarna kemur fram, hefur staðist tímans tönn; þau eru mörg leikin víða ennþá og sum komast út fyrir landstein- ana, og í okkar ekki svo mjög umfangsmiklu leikbókmenntum eru sum þeirra sígild. — Og um 1920 verða ný tíma- skil í sögu Leikfélagsins? — Upp úr 1920 verða kyn- slóðaskipti. Þessi fyrsta kyn- slóð, sem hafði staðið í eldin- um alveg frá stofnun, er þá að hverfa til feðra sinna. Þarna eru leikkonur eins og Stefanía Guðmundsdóttir og Gunnþór- unn Halldórsdóttir, sem báðar höfðu verið stofnendur. Gunn- þórunn hafði að vísu horfið frá Leikfélaginu á miðju þessu tímabili, en Leikfélaginu barst annar frábærlega góður leik- kraftur, þar sem var Guðrún Indriðadóttir. Þær Stefanía og Guðrún eru síðan aðalleikkon- ur þessa tímabils. Auðvitað komu margar fleiri við sögu, en þessar tvær urðu frægastar. -— Og karlmennirnir? — Af fyrstu karlleikurunum var Kristján Þorgrímsson einna frægastur; hann dró sig í hlé 1906 og lék upp frá því ekki nema í einstaka vinsælum hlutverkum, en kunnast af þeim öllum var Krans kammeráð í Ævintýrinu. Þorvarður Þor- varðarson lék lítið sjálfur, en sá sem tók við formennsku af honum, Árni Eiríksson, var hinsvegar einn aðalkraftur Leikfélagsins á sviðinu þangað til 1917, er hann lést. Hann var mikill atorkumaður, bæði við félagsstarfsemina og hörkuleik- ari. Hann leikur fyrstur Svein- unga í Bóndanum á Hrauni, hann leikur fyrstur Grasa- Guddu hérna á sviðinu, hann leikur Lénharð fógeta fyrstur, og svo framvegis. Við hlið hans verður Jens B. Waage annar aðalleikarinn og hefur einnig mikið að segja um stefnu leik- hússins. Hann er ekki stofnandi, en kemur strax á öðru eða þriðja ári. Þeir Árni voru að mörgu andstæðir pólar á svið- inu, annar karakterleikari, hinn byrjar sem ungur elskhugi og fer síðan yfir í skapgerðar- hlutverk. Ólíkir leikarar en nýttust báðir ákaflega vel. Jens auk þess sem leiðbeinandi. Ef einhver hefð er komin á í með-- ferð þessara íslensku verka, þá á hann efalaust sinn hlut þar. Hann er til dæmis okkar fyrsti Galdra-Loftur. Nú svo má ekki gleyma Friðfinni sem er stofn- andi, en spannar starf tveggja kynslóða. — Og kynslóðin uppúr 1920? — Hún er að koma fram á áratugnum framundir 1930. Þar eru leikkonur eins og Soffía Guðlaugsdóttir og Arndís Björnsdóttir. Þóra Borg kemur fram og leikur mikið; síðan, um 1930 bætast við Regína Þórðar- dóttir og Alda Möller. Af karl- mönnunum koma þá t.d. fram Brynjólfur Jóhannesson, sem nú er Nestor íslenskra leikara, sjötíu og fimm ára gamall og er með í afmælissýningunni, leikur þar Galdra-Héðin. Hann kemur fyrst fram á sviði í Iðnó 1924 og hefur leikið þar óslitið síðan. Indriði Waage kemur um svipað leyti og verður einn að- alleikstjórinn, kannski okkar fyrsti leikstjóri í nútímaskiln- ingi orðsins. Gestur Pálsson kemur á þessum árum og skömmu síðar Valur Gíslason. 1927 kemur Haraldur Björnsson heim frá námi, fyrsti lærði ís- lenski leikarinn, og tekur til óspilltra málanna bæði sem leikari og leikstjóri. Eldsál. Um 1930 bætast í hópinn Þorsteinn Ö. Stephensen, Alfreð Andrés- 1. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.