Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 10
— Hvar ertu, Helen? Ég veit þú ert hérna! Það var eins og orðin berg- máluðu um litlu kapelluna. Helen teygði sig á tá og þreif- aði um hurðina. Loksins fann hún slagbrand efst uppi. Það ískraði í honum, þegar hún skaut honum frá og svo opnuð- ust dyrnar. Hún hljóp hraðar en hún hafði nokkru sinni hlaupið, gegnum trjágarðinn, yfir gras- balann og malarstíginn og upp stigann að herbergi sínu, þar sem hún læsti í skyndi eftir sér. Hún hallaði sér upp að hurð- inni, titrandi og að lotum kom- in og ennþá heyrði hún þessa vel þekktu rödd hljóma fyrir eyrum sér. Það var dauðaþögn og að ut- an barst ekki nokkurt hljóð. Hún kveikti á öllum lömpum og minntist þess hve friðsælt hefði verið í stóra anddyrinu, þar sem allt var fullt af ljósum og blómum. Þetta var svo mikil andstæða við það sem hún hafði upplifað þarna úti í kapellunni. Hún fleygði sér í rúmið og reyndi að slaka á spenntum taugum sínum, of máttlaus til að reyna að afklæðast. Þetta var sannarlega frétt- næm saga fyrir „Örlögin“. Les- endur myndu glenna upp aug- un og ritstjórinn klappa henni á vangann og hækka kaupið hennar. En hún myndi aldrei geta fengið sig til að skrifa þetta niður. Þetta hafði verið henni slík ofraun og svo snerti það líka hana sjálfa. Þetta hlaut að vera það sem Alan hafði átt við, síðasta kvöldið sem hann lifði, þegar þaggað var niðri í honum fyrir fullt og allt... Þögnin var þrúgandi, vælið í Sírenugjótunni var hætt. Hvað sem nú var að gerast í kapell- unni, þá var enginn hávaði það- an. Enginn þeirra sem þar voru myndu voga sér inn í húsið; hún gat verið alveg róleg. Hversvegna ætti hún að óttast þetta fólk? En skyndilega settist hún upp. Anddyrið! Það var eitt- hvað undarlegt við þessa Ijósa- dýrð þar, og dyrnar höfðu ekki Framhaldssag^ eftir Rona Randali 7. hluti verið læstar. Jessie og stúlk- urnar voru þá með í þessari djöflamessu! Hún starði á alabasturshönd- ina, sem lá á borðinu og ljósið frá lampanum gerði hana enn- þá nábleikari, það var eins og hún sendi út frá sér einhverja dularfulla geisla ... Penelope! Auðvitað vissi Penelope hvað stelling hand- arinnar táknaði! Hún hafði ekki hengt hana á snerilinn í góðum tilgangi. Helen varð nú sannfærð um að Penlope var eitthvað viðriðin þetta galdra- kukl. Hún var einmitt sú mann- gerð. Fúllynd og sífelt óánægð og örugglega reiðubúin til að gera hvað sem var til að hafa ofan af fyrir sér. Það var hugs- an'egt að hún hefði stofnað til ósátta við Charles í ákveðnum tilgangi, til að hún gæti fengið að taka þátt í þessari galdra- messu. Hún hefði ekki þorað því, ef hann hefði verið heima. Að minnsta kosti ekki í kppell- unni. He^en leit á klukkuna. Hana vantaði korter í eitt. Galdra- messan hafði þá ekki staðið nema í þrjú korter og hún átti ábyggilega eftir að standa lengi. Það var því ekki nein áhætta að gá hvort Penelope væri í herberginu sínu og koma henni á óvart, eða þá að fullvissa sig um að hún væri þar ekki. Hún er hugsunarlaus og fá- fróð í þessum efnum, ég verð að tala við hana og koma henni í skilning um að það sé enginn leikur að blanda sér í þessi mál, hugsaði Helen. Penelope var dekurbarn, kjánaleg og grimm- lynd á barnalegan hátt, hún hafði aldrei náð eðlilegum þroska. „Iss, þetta er aðeins til gamans". fannst Helen hún bevra hana segja . .. Hún hafði gengið fram gang- inn að herbergi Penelope. Hún ODnaði dyrnar varlega. Þar var myrkur, en daufur bjarmi af tunglskininu gægðist inn um gluggann, því að gluggatjöldin voru ekki dregin fyrir. Pene- loöe var þá í kapellunni. Helen gekk að rúminu og kveikti ljós. Ljósið féll beint á andlit Penelope, sem lá þar, steinsofandi. Helen varð máttlaus af undr- un, en samt glöð. Penelope vissi þá ekkert um þessa hrollvekju, sem fram fór í kapellunni, Charles þurfti þá ekki að þola þá raun að konan hans væri djöfladýrkandi. Penelope hreyfði sig í svefn- inum, svo opnaði hún augun en það leið góð stund þangað til hún áttaði sig. — Ert þú þarna, tautaði hún og var alls ekki reið að heyra, yfir trufluninni. — Vantar þig eitthvað? - Ég var með höfuðverk, svo mér datt í hug að vita hvort þú ættir ekki eitthvað við hon- um, aspirin eða eitthvað slíkt. Fyrirgefðu ónæðið. — Það er ekkert að fyrir- gefa. Penelope fór út úr rúminu og gekk berfætt inn í baðher- bergið. Undir spegilskápnum var löng hilla, sem líka var úr spegilgleri og hefði sem bezt getað verið í snyrtivöruverzlun svo full var hún af snyrtidóti. Penelope opnaði skápinn og tók fram brúnt glas og hvolfdi nokkrum töflum í lófann. — Ég fæ þetta í lyfjabúðinni í St. Peter eftir lyfseðli. —• Þakka þér fyrir. Ég vona að þú getir sofnað aftur, sagði Helen. Þegar hún sneri sér við, varð henni á að fella niður flösku með baðolíu, sem brotnaði og olían flóði út um gólfið. Það var ákaflega sterk og sérkennileg lykt af þessu, ekki óþægileg. — Ó, Penelope, mér þykir þetta ákaflega leiðinlegt... — Það gerir ekkert til. Sarah hreinsar þetta upp í fyrramálið. — En baðolían hlýtur að vera mjög dýr! Penelope var á leiðinni í rúmið. — Nei, nei, ég get búið til meira af henni. — Áttu við að þú búir hana til sjálf? — Já, það er ekkert skrítið við það. Það er hægt að búa til margt úr jurtum. Svo geispaði hún og slökkti á lampanum, svo það var ekki annað að gera fyr- ir Helen en að koma sér burt. Þegar hún kom inn á her- bergið sitt, skolaði hún töflun- um niður í vaskinn. Svo Pene- lope kunni þá eitthvað fyrir sér og það nokkuð sniðugt. Hún var þá ekki eins fávís og hún leit út fyrir að vera ... Helen var mjög undrandi og utan við sig, þegar hún flýtti sér í rúmið. Og svo rann mánudagurinn upp og Charles kom heim. Penelope var úti, þegar hann kom, en Helen hafði beðið hans með óþreyju og henni létti mik- ið þegar hún sá hann. Það var eins og allt kæmist í fastari skorður, þegar hann var kom- inn. Djúp .og hljómmikil rödd hans, brosið í gráum augunum. Það var meiri ró yfir öllu, þeg- ar hann var nálægur. — Ég verð að fá að tala eins- lega við þig um alvarlegt mál, sagði hún. Þau sátu í bókaherberginu og á borðinu á milli þeirra var hrúga af slípuðum steinum, sem hann hafði komið með. Hún hafði því fyrst verið neydd til að beina athyglinni að steinun- um. En nú þorði hún hreinlega ekki að bíða lengur. Hún varð að nota tækifærið meðan þau voru ein, Penelope gat komið á hverri stundu. Hún hóf mál sit með því að segja honum frá Jessie, segja honum frá galdramerkjunum, sem hún var alltaf að gera. — Hvaða merki eru þetta? spurði Charles undrandi. — Hún gerði svona. Helen tók alabastursöndina upp úr tösku sinni og rétti hon- um hana. Hann skoðaði hana með mikilli athygli. — Þetta er fagur hlutur, meistaralega gerður. Hvar fékkstu höndina? Það var greinilegt að hann hafði áhuga á stellingu handarinnar, frekar en listaverkinu. — Penelope gaf mér hana. Hún keypti hana í St. Malo. Charles sneri höndinni við. — Ég verð að segja að mér er ekkert um þessa táknrænu gerð. En ég er fegin að Pene- !ope skyldi detta þetta í hug. Framhald á bls. 39. Penelope hvolfdi nokkrum töflum í lófa hennar. - Þetta eru töflur sem ég tek alltaf. Höfuðverkurinn hverfur, ef þú tekur tvær. Ég lofa þér því að þú finnir ekki til... 10 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.