Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 6
ÞAR VERÐA MENN Ef þorpsbúar lifa af fyrstu fimmtán árin, verða þeir yfir hundrað ára. Vilcabamba í Ecuador er eitt furðulegasta þorp í heimi; íbúarnir eru yfirleitt um og yfir hundrað ára. - Vísinda- menn telja sig hafa fundið ástæðuna fyrir þessu: kolesterolinnhald blóðsins erað meðal- tali aðeins 120.250 er algengt á Norðurlöndum. íbúar þorpsins Vilcabamba í Ecuador þekkja ekki hina svo- kölluðu menningu. Þar er hvergi rennandi vatn í krönum, engin miðstöðvarhitun og ekk- ert rafmagn. Þar er heldur ekki læknir, en samt slá þeir met, þeir lifa í meira en hundrað ár. Höfðinginn í Vilcabamba segir: — Ef einhver deyr hér, þá er það vegna þess að vatnið er eitrað. En eftir fimmtán ára aldur, ef fólkið hér lifir svo lengi, þá verða íbúarnir ónæm- ir fyrir því og lifa yfir hundrað ár. Þegar blaðamenn koma til bæjarins, fara íbúarnir í felur. Þeir eru hræddir um að verða fyrir blóð og hjartarannsókn- um. íbúarnir í Vilcabamba haga lífi sínu eftir sólinni. Þeir rísa úr rekkju við sólarupprás og ganga til hvílu við sólsetur. Á daginn vinna þeir við jarðyrkju, enda er loftslagið afar gott. Hitastigið er alltaf það sama, munar aðeins fimm gráðum til eða frá. Hitinn er alltaf 21 til 26 gráður. Þeir rækta aðallega tóbak og í Vilcabamba er mik- ið reykt — án þess að nokkur hafi áhyggjur af krabbameini. Þeir lifa aðallega á jurtafæðu, sérstaklega grænmeti sem vex vilt í nágrenninu. Á helgidög- um er þó einstöka sinnum kjöt til matar, það er að segja, ef einhver nágranni slátrar kú. Þá kaupa þorpsbúar kjöt af hon- um. Við sérstök tækifæri gæða þeir sér á hænsnakjöti og fleski, en það er líka hámark vel- sældar. Að meðaltali fá þeir um sautján hundruð hitaeiningar. (En t.d. í Svíþjóð, þar sem með- alaldur er sjötíu ár er meðal- tal hitaeininga 3.170 hitaein- ingar á dag). José er elztur, hann er 140 ára. Prófessorar frá Harvard- háskólanum og frá Quito-há- skólanum í Ecuador hafa rann- sakað til hlítar að þar er rétt með farið. Það er ekki nokkurt vafamál að aldur hans er rétt til greindur: José D. Toledo er fæddur árið 1831. José er faðir tíu barna og hann á þrjátíu og tvö barna- börn. En José hefur ekki alltaf lifað rólegu lífi, eins og maður skyldi ætla, hann var sex ár í fangelsi, fyrir afbrot, sem hann hafði ekki framið. Harvardprófessorarnir halda sig hafa fundið ástæðuna fyrir þessum háa aldri: Kolesterol- innihald blóðsins er aðeins 120 hjá fullorðnum Vilcabamba- búa. ☆ José, sem er 140 ára, fær engin ellilaun. Hann verður að vinna daglega á ökrun- um og það hefur stuðlað að góðri heilsu hans. Isabela Quezada Mandiete er 103 ára og systir hennar, Micaela Quezada Mandiete er 93. Þrátt fyrir háan aldur hafa þær systur ekki hætt að vinna. Þær sitja við að hreinsa kaffibaunir allan ársins hring. 6 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.