Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 28

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 28
ÞAU GIFTU SIG í KYRTLUM Okkur var boðið að vera við- staddir brúðkaup í Kópavogs- kirkju laugardaginn 4. desem- ber sl., og þar tók Egill Sig- urðsson, ljósmyndari VIKUNN- AR þessar myndir. Þau sem gefin voru saman voru Edda Sverrisdóttir og Leifur Hauks- son, sálfræðistúdent við Há- skóla íslands. Leifur er annars að góðu kunnur, en hann var í hópi þess tápmikla fólks sem lék í „Hárinu“, er Leikfélag Kópavogs setti á svið í Glaum- bæ — áður en þar fór virki- lega að hitna í kolunum! Sjálfsagt spyr nú einhver: „Og hvað með það? Hefur ekki fólk gift sig áður?“ Jújú, sei sei jú. Vissulega hefur fólk gift sig áður og það meira segja á sama hátt og þau Edda og Leif- ur. En ekki hafa margir geng- ið í hjónaband jafn skrautlega klædd og þau tvö, en myndirn- ar segja meira um það en nokk- ur orð. Og hefði ekki verið fyrir kaldhæðni örlaganna hefði þetta brúðkaup orðið hið frumlegasta á árinu — hérlend- is að minnsta kosti. „Við erum mjög leið yfir því að Glaumbær skuli hafa brunn- ið í nótt,“ sagði brúðguminn, þegar við höfðum tal af hon- um eftir athöfnina. „Náttúra ætlaði að spila verk hér í upp- hafi athafnarinnar, en þeir misstu öll hljóðfæri sín í brun- anum. Verkið sem þeir ætluðu að flytja heitir „Heaven“ og átti að koma í staðinn fyrir brúðarmarsinn — þetta er geysilega fallegt verk, byrjar á fallegu orgelspili og tekur síð- an á sig ýmsar myndir og skiptist í kafla." „Hver er ástæðan fyrir þess- um skrautlega og óvenjulega klæðnaði?“ spurðum við. „Okkur langaði einfaldlega til að vera í einhverju öðru en þessum sígilda svarta og hvíta klæðnaði — sem þó er mjög fallegur,“ svaraði Leifur. „Við höldum líka að þetta sé miklu hagkvæmara, við getum notað þessi föt aftur — við hátíðleg og viðeigandi tækifæri — og því þurfum við ekki að eiga á hættu að þurfa að setja svo- hljóðandi smáauglýsingu í Vísi: „Brúðarkjóll til sölu. Selst „Okkur langaSi til að vera í einhverju öðru en þessum sígilda svarta og hvíta klæðnaði, sem þó er mjög fallegur. Við höldum líka að þetta sé miklu hagkvæmara. Við þurfum ekki að setja svohljóðandi smáauglýsingu í Vísi: - Brúðarkjóll til sölu. Selst ódýrt...“ ódýrt“. Jú, við áttum hug- myndina að þessu sjálf, í fé- lagi við Messíönu Tómasdóttur, sem saumaði brúðarklæðin fyr- ir okkur. Við fórum til hennar með grófa hugmynd og síðan varð þetta til smátt og smátt og var í rauninni ekki fullmót- að í huga okkar fyrr en síðasta nálarsporið var tekið." „Þið eruð ekki með hring: Hvað veldur?“ „Okkur finnst þetta vera venja, sem ekki skiptir máli og þar að auki allt of dýr sið- ur. Hringurinn er í rauninni ekkert annað en innsigli, og þá mætti alveg eins setja band um handlegginn á okkur eða eitt- hvað þess háttar.“ „Þvi hefur líka verið fleygt Framhald á bls. 40. Dóttir þeirra Eddu og Leifs var skírð Auður Elísabet að giftingar- athöfninni lokinni. Það var séra Árni Pálsson sem sá um athöfn- ina, en langamma barnsins (amma brúðarinnar), Sigurpála Jónsdóttir hélt litlu stúlkunni undir skírn. 28 VIKAN I.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.