Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 46
um horfast í augu viS að þar er undirstaðan. — Hvað um leikstjóra? — Jú, svo hefur sennilega lengi vantað leikstjóra. En síð- ustu áratugi hefur nokkuð úr því bætzt, að minnsta kosti hjá okkur. Það hafa komið fram mjög margir ungir menn, og konur, sem hafa lagt þetta fyr- ir sig, og ég er illa svikinn ef ekki verður eitthvað til tíðinda hjá því fólki. — Hvernig lízt þér á yngstu leikarana? — Mjög vel. Við rákum leik- listarskóla í tíu ár, bæði af því að okkur fannst æskilegt að kostur væri á annarskonar menntun en í Þjóðleikhússkól- anum, nú, og í öðru lagi með þetta svið í huga. Það þarf alltaf að koma ný kynslóð fram. Við vorum heppnir með þessa ungu kynslóð, sem við fengum út úr skólanum; hún er að mínu viti mjög miklum hæfileikum búin. Þar er kannski meiri breidd en verið hefur hjá nokk- urri annarri kynslóð leikara. Það er því ekki nema eðlilegt að þetta fólk fái að prófa sína krafta. — Sumum finnst einmitt talsvert á það vanta, að ungir leikarar fái að spreyta sig nógu- mikið. Það heyrist stundum sagt eitthvað í þá átt, að það séu alltaf sömu andlitin, sem sjást á sviðinu. — Þetta stafar nú að sínu leyti af því, að hér eru ekki nema tvö leikhús, sem rekin eru á þessum grundvelli. Leik- hús verður ekki rekið nema ákveðinn hópur sé fyrir hendi til þess. En leikhús, sem berst í bökkum fjárhagslega, verður þar með að nýta þann starfs- kraft, sem fyrir hendi er. — Hversu margt fólk vinnur við leikhúsið? — Leikarar eru þrjátíu, þar af tíu fastráðnir. Aðrir fastráðn- ir starfsmenn eru tólf. Alls starfa við leikhúsið þetta sjötíu til áttatíu manns á hverjum tíma. — Og að síðustu Sveinn. Þið starfið ennþá í sama húsinu og Leikfélagið byrjaði í fyrir Búa- stríð, og skyldi maður ætla að kröfur og þarfir nútímaleik- húss væru eitthvað aðrar en giltu á þeim tíma. Er þetta ekki hreint neyðarástand eins og er? — Jú, það má næstum svo að orði kveða. Geymslurými er langtum of lítið, til dæmis. Þannig urðum við lengstaf að geyma leikútbúnaðinn fyrir Spanskfluguna úti í bíl, og Máfinn varð að flytja út í Tjarnarbæ eftir hverja sýningu. Annað dæmi: Hér eru kannski tuttugu leikarar á hverri sýn- ingu, og þeir þurfa að sýningu lokinni aðstöðu til að skipta um föt og þvo af sér sminkið. En það er bara til einn vaskur og ekkert steypibað. Það er ekki eitt, heldur allt, sem gerir að verkum að við vonum fastlega að Borgarleikhúsið komist upp sem fyrst. dþ. SNJÓFLÖÐIÐ Á STEKK Framhald, af bls. 13. yngri, ásamt vinnukonunni Guðnýju. Lík hinna látnu, sem öll voru meira og minna ötuð blóði og moldu, voru flutt að Njarðvík og látin standa uppi í framhúsi, sem var út úr bæj- ardyrunum og kallað skemma. Þau voru jörðuð í Njarðvík- urkirkjugarði skömmu síðar og fóru öll í sömu gröf. Þessi sorglegi atburður hafði að von- um djúpstæð áhrif á hugi manna í þessu fámenna byggð- arlagi. Bærinn að Stekk hefur al- drei verið endurreistur. Nokkru síðar kvæntist Högni Guðmundsson frá Stekk Guð- nýju, — vinnukonunni, sem bjargaðist úr snjóflóðinu. Þau fluttu búferlum til Ameríku tveimur árum síðar. (Heimild: Gríma, 19. hefti). ISKUGGÁ EIKARINNAR Framhald af bls. 21. innan skamms færi hún heim til sín. Þá gæti hún gleymt þesu öllu. Henni var nú ljóst að hún gæti ekki verið þarna lengur, nú, þegar hún vissi leyndarmál Nickys litla. Það gat verið að hjónin hefðu hald- ið þessu leyndu, vegna þess að þau hefðu verið hrædd um að hún myndi þá fara úr vistinni. Vesalings barnið, hún kenndi í brjósti um hann og móður hans líka. Hún burstaði tennur og hár og flýtti sér svo niður í eldhús, án þess að vekja Kollok. En Kollok var vakandi. Hann sat við eldhúsborðið og drakk ávaxtasafa. Hann hafði líka hellt í glsa handa henni. — Góðan dag, vina mín, sagði hann glaðlega og stóð upp, þegar hann kom auga á hana. — Komdu og drekktu safann þinn! En hún gat ekki komizt í gott skap og hann tók eftir því. Hún settist á eldhúsbekk- inn og bauð góðan dag, án þess að nokkuð örlaði á gleði í aug- um hennar. Hann settist á móti henni og greip ískalda hönd hennar. — Svona, svona, stúlka mín, sagði hann í annarri tóntegund, — vertu ekki svona leið á svip- inn. Þetta lagast allt. Við get- um auðvitað ekki farið neitt frá, viðgerðarmennirnir hljóta að koma til að gera við símann. En við finnum upp á einhverju til að stytta stundirnar. Hún kinkaði kolli. Hann var reglulega hugulsamur. Hann þrýsti hönd hennar. — Svona nú, drekktu þessar guðaveigar . . . En hvernig dettur þér í hug að kaupa appelsínusafa frá Flórída, þegar þú veizt að fjöl- skylda mín býr til miklu betri safa í Kaliforníu, bezta appel- sinusafa í heimi? Hún saup á glasinu. — Er það í raun og veru svo dásam- legt að búa þar? spurði hún. -—• í Kaliforníu? Þú myndir ekki trúa því þótt þú sæir það með eigin augum. Bíddu bara þangað til ég get sýnt þér alla dýrðina! Nú sá hann að hún var kom- in í betra skap. Hún horfði eft- irvæntingarfull á hann og beið þess að hann héldi áfram. — Það er allt til í Kalifor- níu, hélt hann áfram. — Úthaf, ár og kristaltær stöðuvötn, full af fiski. Snævi krýndir fjalla- tindar, græn engi og grózku- miklir skógar, fegurstu tré í heimi. Blómin fögur og fugl- arnir smágerðir. Dagarnir bjart- ir og sólríkir og flauelsmyrkar nætur, stjörnubjartur himinn . . . í Kaliforníu finnur þú allt- af heita goluna frá eyðimörk- inni. Við köllum það Santa Ana-vindinn. Augu hans ljómuðu og hann talaði með lotningu, en hún hlustaði hugfangin á hann. — Það er vissan um dauð- ann, sem gefur lífinu gildi, sagði hann lágt. — Að lifa án þess að hafa dauðann að fylgd- arsveini, er það sama og að vera dauður. Hún varð undarlega æst, þeg- ar hann skipti svona snöggt um efni. Hún fann hlýjan andar- drátt hans og orð hans gerðu hana eftirvæntingarfulla, eins og hann hefði verið að trúa henni fyrir leyndarmáli. Ósjálfrátt andvarpaði hún og fann að hún titraði. Hann sá það og brosti. — Drekktu nú safann þinn, sagði hann vingjarnlega og klappaði á öxl hennar. — App- elsínusafi er hollur, það veiztu. Og nú skal ég segja þér hvað við skulum gera okkur til dægrastyttingar í dag. Við skul- um spila á spil og leika allt konar innileiki. Við skulum ekki láta okkur leiðast. Hún tæmdi glasið. Eftir morgunverð hjálpuðust þau að við húsverkin. Svo sett- ust þau inn í dagstofuna og fóru að spila. Börnin kunnu mörg spil svo spilamennskan gekk vel. í fyrstu hafði Heidi auga með Nicky; hún hafði áhyggjur af honum og beið eftir einhverj- um vandræðum. Hún átti reyndar von á því að hann fengi nýtt þrjózkukast, en svo varð þó ekki. Drengurinn virt- ist rólegur. Hann spilaði við systur sínar og sýndi hvorki ákafa né gleði. En hann gætti þess vandlega að horfa aldrei á Heidi. Svo fóru þau öll að spila matador. Nicky og Heidi voru fljótt úr leik og Venetia fylgdi eftir, þannig að Amanda og Kollok voru ein eftir. Þau voru sigri hrósandi og Kollok stakk upp á því að þau giftu sig í stað þess að berjast til úr- slita. Á þann hátt yrðu þau ríkari og hamingjusöm um leið. Amanda var himinlifandi. Eftir að þau höfðu leikið Lu- do svolitla stund, fóru þau aft- ur að spila á spil. Kollok mundi eftir spili, sem þau kunnu ekki. Þegar þau voru búin að sitja að spilum í þrjá tíma. voru þau í þörf fyrir að hreyfa sig eitt- hvað og fóru þá í ýmsa leiki og áður en þau vissu af, var komið að hádegisverði. Símaviðgerðarmennirnir voru ekki komnir, svo þau neyddust til að bíða eftir þeim. Þau gátu ekki farið í bíó; þau urðu að fá símann í lag. Það var held- ur ekki gaman að fara út í garðinn, þar sem veðrið var frekar vont. Eftir hádegisverðinn opnuðu þau fyrir sjónvarpið. Það var barnatími handa litlum börn- um. — En barnalegt, sagði Am- anda yfirlætislega. Hún var bæði rík og trúlofuð. — Geturðu ekki kennt okk- ur póker? spurði Venetia og horfði biðjandi á Kollok. Þau lokuðu sjónvarpinu og fóru að læra póker. Eftir fimm mínútur hrópaði Venetia undr- andi: — Er þetta þá svona auð- 46 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.