Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 12
Snjóflóðið á Stekk Níels snikkari var hress og endurnærður eftir hvíldina í Njarðvík. Hann var á leið yfir að Stekk til að fá lánuð skíði. Hann naut stillunnar og raulaði fyrir munni sér. En unaður kyrrðarinnar breyttist senn í óhugnað... í SVARTASTA skammdeginu er jólum og nýju ári fagnað til að stytta biðina eftir vori og hækkandi sól. Vetrarmán- uðirnir eru enn langir, en. snöggtum er auðveldara að þrauka þá nú á dögum en áð- ur var. Fannfergi og frosthörk- ur vofði yfir sífellt, og válegir atburðir gátu gerzt þá minnst vonum varði. Á nýárskvöldi veturinn 1883 voru tveir bræður, Björn og Sigurður Þorkelssynir, staddir á bænum Stekk í Borgarfirði eystra. Björn var fjórtán ára, en Sigurður sautján. Þeir áttu heima á næsta bæ, frambæn- um í Njarðvík. Þeir sátu í bað- stofu og spiluðu við húsbónd- ann. Það var glatt á hjalla, enda hafði bóndi mikla ánægju af að spila. Snemma á vök- unni heyrðu allir sem inni voru einkennilega skruðninga og mikla bresti útifyrir. Engu var líkara en skriða hefði fall- ið. Það var þó í hæsta máta ólíklegt, þar sem engar sagnir voru til um, að slíkt hefði gerzt á þessum slóðum. Þess vegna datt engum snjóflóð í hug. All- ir þustu út í dauðans ofboði til að kanna, hvað um væri að vera. Veður var stillt og milt. Allt virtist með kyrrum kjör- um. Hvergi var neitt sjáan- legt, sem skýrt gæti, hvað valdið hefði þessum mikla há- vaða. Menn fóru því aftur inn í bæinn og héldu áfram að spila eins og ekkert hefði í skorizt. Býlið Stekkur stóð undir Tófufjalli í um það bil 500 faðma fjarlægð frá aðalbænum í Njarðvík. Bæjarhúsin stóðu við gildrag, sem nær upp und- ir tind fjallsins. Á Stekk var einbýli. Bónd- inn hét Guðmundur Guð- mundsson, en alls voru tíu manns í heimili þetta ár. Guð- mundur bóndi var tvíkvænt- -ur. Síðari kona hans hét Sesselja Þorsteinsdóttir og vai af Njarðvíkurætt. Þau áttu eina dóttur barna, sem hét Sesselja eins og móðir hennai og var tíu ára gömul. Þrír syn- ir Guðmundar bónda frá fyrra hjónabandi voru heimilisfastir á bænum: Högni, Eiríkur og Guðmundur. Högni var tré- smiður og var um þessat mundir við smíðar suður i Borgarfirði. Þá eru enn ótald- ir fjórir kvenmenn, sem vort.. á heimilinu: móðir húsbónd- ans, sem var gömul orðin. fósturdóttir hjónanna. Sesselja Guðnadóttir frá Kjólsvík, og vinnukonurnar Guðný og Margrét. í frambænum í Njarðvík gerðist um svipað leyti og at- burðurinn á Stekk á nýárs- kvöld annað einkennilegt at- vik af svipuðum toga. Gömui kona, sem þar átti heima. sagði frá því um áramótin, að hún hefði séð einkennilega sýn: bæjardyraloftið og skemman voru hrunin í rúst Einnig hafði hún séð tvisvar sinnum kynlega ljósbirtu í göngunum fyrir skemmudyr- unum og ekki getað gert sér grein fyrir, hvernig á henni stóð. Veturinn 1882—83 var ekki ýkja snjóþungUr. Þó kyngdi 12 VIKAN 1. TBL. niður snjó síðari hluta janúar- mánaðar, og um mánaðamótin næstu voru stöðug illviðri með snjókomu marga daga í senn. Vegna fannfergis og blindhríð- ar höfðu ekki verið samgöng- ur milli Njarðvíkur og Stekkj- ar í nokkra daga. Að kvöldi fimmtudagsins 1. febrúar 1883 kvartaði Guð- mundur bóndi um, að honum liði illa. Hann kvaðst enga eirð hafa í sínum beinum; ekki geta fest hugann við neitt aldrei þessu vant. Hann þreifaði á slagæðinni á úlnlið sér, en gat ekki fundið hana slá og óttað- ist mjög, að hann væri að verða alvarlega veikur. Heim- ilisfólkið hughreysti bónda og taldi þetta hljóta að vera ímyndun hans. Flest fólkið gekk til hvílu um klukkan tíu um kvöldið eins og vant var. Hins vegar vöktu vinnukonurnar, Guðný og Margrét, fram yfir mið- nætti við að skrifa bréf og ljúka öðrum störfum. Klukk- an var farin að ganga tvö, þegar þær tóku loks á sig náð- ir. Skömmu síðar reið snjóflóð yfir bæinn og tók af öll bæj- arhús. í öðrum enda baðstof- unnar sváfu Guðmundur bóndi, kona hans, móðir hans, dóttir þeirra hjóna og fósturdóttir. Veggur féll yfir þau, og munu þau hafa látizt samstundis. í hinum enda baðstofunnar sváfu tveir synir Guðmundar bónda og vinnukonurnar tvær. Þar féll og inn veggur, en þak- ið bar svo af þeim, að þau héldu lífi. Þrjú þeirra gátu strax talazt við, Guðný. Margrét og Eiríkur. Hann gat talsvert hreyft sig og reyndi að grafa út í þekjuna með fingrunum, en það var að sjálf- sögðu árangurslaust. Að Guð- nýju þrengdi ekkert, en hún gat mjög lítið hreyft • sig. Margrét kvartaði sáran um, að skápur lægi á höfði hennar og brjósti. Það var lítill skápur, sem staðið hafði á höfuðgafli rúms hennar og lagzt undan þekjubrotinu yfir andlit henn- ar og brjóst. Við þessi harm- kvæli lifði hún fram á föstu- dagskvöld, en þá hætti að heyrast til hennar. Guðmund- ur yngri hafði legið veikur undanfarið og heyrðu þau lít- ið til hans, enda lá hann nokk- uð frá þeim í baðstofunni. Þannig lágu þau innibyrgð í bæjarrústunum undir snjóflóð- inu aðfaranótt föstudags, föstu- daginn allan og næstu nótt og fram á laugardag. Má nærri geta, að þeim hefur orðið sú vist löng og ömurleg í algerri sjálfheldu, þar sem þau gátu naumast hreyft legg eða lið. Lífið gekk sinn vanagang í Njarðvíkurbæ. í frambænum þar hafði Níels nokkur Jóns- son, auknefndur snikkari, ver- ið veðurtepptur í nokkra daga. Hann var á leið til héraðs, en komst hrakinn til Njarðvíkur og hlaut þar góða aðhlynn- ingu og naut hinnar beztu gest- risni eins og vænta má. Þegar hríðinni slotaði á laugardags- morgun fór hann að búast til brottfarar. Vegna ófærðarinn- ar treysti hann sér illa að halda áfram ferð sinni án þess að hafa skíði. Honum var sagt. áð skíði væru til á Stekk, og gekk hann því þangað til að fá þau lánuð. Veður var nú einmuna stillt og bjart, og kyrrðin næstum alger; hvítar fannbreiður hvert sem litið var, Níels snikkari var hress og endurnærður eftir hvíldina í Njarðvík og hugði gott til að geta haldið áfram ferð sinni innan skamms. Hafin naut still- unnar og raulaði fyrir munni sér. En unaður kyrrðarinnar breyttist senn í óhugnað. Um leið og bærinn var kom- inn í sjónmál, var honum ljóst, hvað hafði gerzt. Þegar hann kom á vettvang, var hann í fyrstu sannfærður um, að eng- inn hefði komizt lífs af. Hann kannaði þó rústirnar* gaum- gæfilega. heyrði í Eiriki og talaði við hann. Eiríkur taldi, að Guðný væri á lífi, en allir aðrir væru látnir. Níels hélt rakleitt aftur til Njarðvíkur og sagði frá tíð- indunum. Allir sem vettlingi gátu valdið hröðuðu sér að Stekk til þess að bjarga þeim, sem eftir lifðu. Það gekk furðu greiðlega að rjúfa bæjarbrotin og ná bæði þeim lifandi og dauðu úr rúst- unum, enda kappsamlega að því unnið. Það vildi Guðmundi yngra til lífs, að einhverjar sterkar spýtur úr baðstofunni höfðu lagzt skáhallt yfir rúm hans, en þekjan og snjórinn lágu svo þétt og þykkt yfir honum, að hann heyrði ekkert til hinna, sem lifs voru. Hann var óskaddaður, en hætti að gefa hljóð frá sér, þar sem hann hugði alla aðra í baðstof- unni vera látna. Þannig björguðust aðeins þrjár manneskjur af þeim níu, sem í baðstofunni voru, bræð- urnir Eiríkur og Guðmundur Framhald á bls. 46. l.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.