Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 40
Tilfinningarnar, sem hún hafði byrgt innra með sér fram að þessu, brutust nú út, hún fór að gráta. — Fyrirgefðu mér, kjökraði hún, — en þetta hafa verið svo hræðilegir dagar. Hann reisti hana varlega á fætur og lagði armana utan um hana. —• Þessu er nú lokið, sagði hann blíðlega. — Nú er ég kom- inn heim og ekkert getur skeð framar, sem þú þarft að vera hrædd við. — Þú hefur ekki ennþá heyrt það versta! sagði Helen með titrandi rödd. — Ég held að Alan hafi verið myrtur! Hann hélt henni fast í faðmi sér, meðan hún sagði honum frá grun sínum. Hann tók ekki heldur fram í fyrir henni, þeg- ar hún sagði honum frá því sem Alan hafði sagt við hana í símann. — Ég held að hann hafi kom- izt að einhverju þetta kvöld og þessvegna hafi hann verið myrtur, sagði hún að lokum. Hann sleppti henni og fór aft- ur að 'ganga um gólf og það leið drykklöng stund þangað til hann talaði. Hún skyldi því að hann var æstur og reiður. Hún bjóst við að hann tryði ekki sögu hennar, því að henni fannst sjálfri að frásögn hennar hefði verið ruglingsleg og óskýr en svo fann hún að hann hafði skilið hana, eins og venjulega. Það var ætíð þannig, þegar hún talaði út. Það hafði komið nokkrum sinnum fyrir. — Það verður að athuga þetta, sagði hann að lokum. —• Já, mér datt í hug hvort ekki væri rétt að tilkynna það lögreglunni. —• Lögreglunni? En það eru ekki neinar sannanir fyrir hendi. — Nei, en líkurnar eru svo sterkar, þær hljóta að vera efni til rannsóknar! — Ef ég aðeins vissi hver það er sem stendur á bak við þennan djöfulskap hérna á eynni, þá veit guð að ég myndi kreista það út úr honum! — Foringinn er stór og sterk- legur. Hann var klæddur eins og Satan . . . Charles snarstanzaði fyrir framan hana. — Áttu við að hann hafi í raun og veru ver- ið með djöflagrímu? —• Já. Þau hin voru öll með glottandi dýragrímur. Hann var sá eini með djöflagrímu. Hún hafði aldrei séð hann öðruvísi en rólegan og skapgóð- an. Nú sá hún að hann gat líka verið ofsalega reiður, hættulega reiður og hún var fegin því. — Þekktir þú ekki neinn af þeim? Grímurnar hafa aðeins hulið andlit þeirra? Var eng- inn, sem kom þér kunnuglega fyrir sjónir? Hún hikaði. Jú, John Har- vard, hugsaði hún. En hún vildi ekki koma upp um hann, vegna þess sem hann hafði gert fyrir Alan. Hann gat ekki verið einn af þeim. Hann var vísindamað- ur og það gat verið að hann hefði tekið þátt í þessu af for- vitni. Hann hafði líka látið hana komast undan. — Foringinn var óvenjulega hávaxinn, það er það eina sem ég veit. — Hávaxinn, hafði hann hugsandi eftir henni. — Það gæti þá verið Rocky. — Hann er líka sonur Jessie, benti Helen honum réttilega á. Penelope var hæglát, þegar þau settust að matborðinu um kvöldið. Það var greinilegt að hún hafði svolítinn ótta af Charles, þegar hann var í jjessu skapi, reiður og eins og þrumu- ský á svipinn og hann talaði í ströngum tón. Helen hefði sjálfri verið um og ó, ef hún hefði ekki vitað orsökina. Henni fannst þetta aðeins sönnun þess hve alvarlegt málið var. Jessie virtist minni og bogn- ari en venjulega, þegar hún kom inn með matinn. Augu hennar voru rauð, eins og hún hefði grátið nýlega. Penelope horfði á hana. — Hvað er að þér Jessie? Gamla konan vafði sjalinu betur að sér og svaraði ekki. Penelope stóð upp og lagði handlegginn um axlir hennar. — Segðu mér hvað er að, Jessie! Hrukkótta andlitið dróst sam- an og hún gaut litlu, svörtu augunum í áttina til Charles og horfði svo undan. — Herrann veit bað, hvíslaði hún lágt og staulaðist snökktandi út úr stofunni. — Hvað hefur komið fyrir? spurði Penelope. — Ég neyddist til að taka í hnakkann á Rocky, þegar mér varð ljóst hvað hann hafði haft fyrir stafni, sagði Charles. — Hvað hefir hann gert? — Hann hefur verið að fikta við einhverja galdra og kukl. Framkvæmt einhverskonar svarta messu í kapellunni og lokkað hitt fólkið til að fylgja sér eftir! — Penelope varð náföl. — Hvernig komstu að þessu? — Ég fann djöflagrímu og aðrar grímur í matstofunni. Nokkrir karlanna voru gráir i framan og voru greinilega með timburmenn. Ég fékk það upp úr þeim, hvað þeir höfðu haft fyrir stafni. Það var reglulega aðdáunar- vert hve Charles var fljótur að ákveða og framkvæma, hugsaði Helen. Nú var hún viss um að einskis yrði látið ófreistað til að komast til botns í þessu. Hún andaði léttar og leit á Penelope. —• Helen, sástu eitthvað af þessu í gærkvöldi? — Já, það gerði hún og varð nærri viti sínu fjær af hræðslu, svaraði Charles reiðilega. — Langar þig til að vita hvað hún sá og heyrði? — Nei, sagði Penelope. — Ég vil ekki vita það! Það er svo óhugnanlegt. Þessa nótt truflaði alabasturs- höndin ekki svefnró Helen. Hún hafði ekki einu sinni hirt um að fela hana. Það var eins og illu öflin hefðu yfirgefið eyna. Það var ósköp heimskulegt að búa til hönd í þessari stellingu. Næsta morgun kom Penelope með henni til Munkavíkurinn- ar. — Hversvegna hefur þú ekki sagt mér hve sjórinn er dásam- legur þessa dagana. Ef þú hefð- ir gert það, þá hefði ég komið með þér á hverjum degi! Eftir að þær höfðu synt um stund, lágu þær lengi í sandin- um og sleiktu sólskinið. Hárið á Helen var orðið upplitað af sól og sjó. Penelope snerti við því og sagði í áhyggjuróm: — Þú verður að gæta þess að láta ekki hárið þorna of mikið. Ég á reyndar nærandi krem, sem þú getur nuddað inn í hár- svörðinn. Ég nota það alltaf sjálf. Ég skal gefa þér svolítið af því, þegar við komum heim. — Það er víst ekki vanþörf. Þakka þér fyrir. Þegar þær komu heim, fór Penelope til að ná í kremið og ekki nóg með það, hún vildi líka hjálpa Helen við að nudda því inn í húðina. — Ég er snillingur i þvi, sagði hún. — Það klínist bara í hárið, ef þú gerir það sjálf. Henni fórst það mjög vel, fingur hennar voru liprir og mjúkir og Helen sagði brosandi: — Maður skyldi næstum ætla að þú hafir lært þetta. Penelope hló. — Það hefi ég reyndar. Ég var ljósmyndafyrir- sæta og þá lærði ég að hirða beeði hörundið og hárið. Það kemur sér vel fyrir mig nú, þar sem ég hefi enga möguleika á að sækja snyrtistofur. Það var þægileg lykt af kreminu og Helen tók svolítið á fingurinn og lyktaði af því. — Þetta ilmar vel. — Það er gott að þér finnst það. Ég hefi búið það til sjálf. Ég geri það mér til afþreying- ar. Ég hefi alltaf haft áhuga á fegrunarlyfjum og ég safna uppskriftum eins og aðrir safna frímerkjum. Þú mátt eiga krukkuna ef þú vilt, ég á meira af því. Hún var í bezta skapi, þegar þær borðuðu hádegisverð á veröndinni, og mjög skrafhreyf- in, svo Helen þurfti ekki að hafa mikið fyrir samræðum. það var nóg að stinga inn orði við og. við. Hún var syfjuð og þung í höfðinu. Líklega hafði hún legið of lengi í sólinni, hugsaði hún og óskaði þess helzt að leggja sig, en hún hafði lofað Charles að hjálpa honum, svo hún neyddist til að hrista af sér slenið. Hún hafði vonað að göngu- ferðin til steinnámunnar myndi hressa sig, en þegar hún var komin hálfa leið, svimaði hana svo mikið að hún varð að setj- ast á stein og hvíla sig, áður en hún gæti haldið áfram ferð- inni. — Ég vona þú afsakir að ég hefi látið þig bíða, sagði hún, þegar hún kom inn á skrifstof- una. Hann brosti og strauk henni um vangann. — Það er þess vert að bíða eftir þér. Orð hans glöddu hana, en hún var frekar óstöðug á fót- unum, þegar hún gekk að skrif- borðinu. Það var eitthvað að augum hennar líka, hún sá allt tvöfalt. Hún hristi höfuðið, eins og til að losa sig við þessi óþæg- indi. — Hvað er að mér, hugsaði hún og lyfti höndinni, til að strjúka hárið frá enninu. Hún fann að enni hennar var heitt og rakt eins og hún væri með hita. Hún heyrði eins og í fjar- lægð að Charles sagði: — Helen, hvað er að þér? Og svo fann hún að hann lagði hönd á enni hennar. — En barnið gott, þú ert með hita! Þú hlýtur að hafa fengið sólsting ... Svo heyrði hún ekki meira. Framhald í nœsta blaði. ÞAU GIFTU SIG Framhald af bls. 28. að giftingin og hjónabandið séu venja, sem sé að verða úrelt 40 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.