Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 47
velt? Er þetta reglulegur pók- er? — Vina mín, sagði Kollok og brosti, — nú lagðir þú fyrir mig spurningu, sem þú átt oft eftir að leggja fyrir sjálfa þig í lífinu. Hann greip smágerða hönd telpunnar og kyssti hana, eins og til að leggja áherzlu á orð sín. Venetia horfði, sigri hrósandi á Amöndu. Kollok hafði að vísu beðið Amöndu, en hann kyssti á hönd hennar. — Mér þykir skemmtilegra að tefla, sagði Amanda. — Við skulum heldur tefla. Þau gerðu það um stund, en ákváðu svo að leika „morð- ingjaleikinn“. Það var farið að dimma. „Morðleikur“ með „Dýr- lingnum", það var ekki til að fúlsa við! Systurnar voru him- inlifandi og gleymdu fljótlega af brýðiseminni. Þeim þótti gam- an að „morðleiknum“, en Nic- ky hafði andstyggð á honum. Og nú var hann valinn til að vera eitt af fórnardýrum morð- ingjans . . . Morðingjaleikurinn var í full- um gangi. Nicky hafði falið sig inni í klæðaskáp, bak við vetr- arfrakka föður síns. Hann von- aði að sá staður væri öruggur, því að ennþá gat hann ekki trú- að því að þetta væri aðeins leik- ur. Hann var viss um að þetta væri raunveruleiki. Hann var fórnardýrið og að lokum myndi morðinginn finna hann. Og hann vissi hver morðinginn var Meðan þau vqru að leika sér. komu símaviðgerðarmennirnir. Nicky sat í skápnum undir stiganum og reyndi sem bezt að skýla sér bak við frakkann. Hann heyrði þegar mennirnir hringdu dyrabjöllunni. Hann heyrði þá tala við Heidi. En hann hreyfði sig ekki og gaf ekki frá sér nokkurt hljóð. Símamennirnir leituðu um allt húsið, en fundu hvergi bil- unina. Nicky heyrði þunglama- legt fótatak og hann þrýsti sér fastar upp í hornið á skápnum. Skáphurðin opnaðist og Nicky lokaði augunum. 'Hann fann að hönd lyfti frakkanum upp. — Heyrðu mig, hvað ert þú að gera hér? sagði maðurinn undrandi. Nicky opnaði augun og starði skelfingu lostinn á manninn, án þess að hreyfa sig og svaraði ekki heldur. — Hvað er að þér. drengur minn? spurði maðurinn vin- gjarnlega. — Hversvegna fel- urðu þig hérna? Nicky gægðist framhjá mann- inum og sá að enginn var í and- dyrinu. Það gat enginn heyrt hvað hann sagði. Rödd hans var lág og áköf. — Það er morðingi hérna í húsinu. — Jæja, sagði maðurinn ró- lega. — Hvar er hann? — Það er hann. Systur mín- ar kalla hann „Dýrlinginn". — „Dýrlingurinn“ er ekki morðingi, drengur minn, sagði maðurinn hughreystandi. — Þetta ruglast eitthvað hjá þér. „Dýrlingurinn" grípur morð- ingja, hann er ekki einn af þeim. — Sá „Dýrlingur" sem ég tala um er morðingi. Hann drap Tiddli. — Hver er Tiddli? — Tamdi íkorninn minn. Hann sýndi mér líkið af Tiddli úti í garðinum. En nú er það ekki þar lengur ... Litli drengurinn þagnaði, til að ná andanum. Símamaðurinn ætlaði að hlæja að þessu, en þá sá hann að drengurinn var al- varlega hræddur; augun voru gljáandi og svitinn rann af and- liti hans ... Maðurinn skildi að drengur- inn, sem hafði falið sig í skápn- um, var skelfingu lostinn. — Hvar er mamma þín, drengur minn? Þá þurfti ekki meira til. Tár- in tóku að renna niður kinnar drengsins og maðurinn var sjálfum sér reiður fyrir að hafa komið af stað þessu táraflóði. Hann hefði átt að vita að það hefði róað drenginn, ef hann hefði talað við hann í ákveðn- um rómi. — Hún er ekki hér, hún er í Feneyjum, kjökraði drengur- inn. — Ef hún vissi... hvernig mér líður... þá myndi hún koma strax heim.. Getur þú ekki sagt henni það... viltu gera það ... — Segðu mér þá hvað hefur skeð, sagði viðgerðarmaðurinn rólega. Hann lofaði að hjálpa Nicky, en fékk hann ekki til að koma út úr skápnum. Hann gafst upp við að spyrja hann og sneri sér að starfi sínu. Mennirnir fundu ekkert að inni í húsinu. — Það hlýtur þá að vera ut- an dyra, sagði rauðhærði við- gerðarmaðurinn, vinur Nickys. Og það sýndi sig að hann hafði á réttu að standa. Síma- línan hafði verið skorin í sund- ur í garðinum. Viðgerðarmað- urinn hrukkaði ennið, þegar hann sá þetta. Slíkar símabil- anir bentu venjulega til þess að ekki væri allt með felldu. — Þetta er viðvaningslega gert, sagði samstarfsmaður hans. — Eða þá að garðyrkjumað- urinn hefur gert þetta, þegar hann var að klippa rósirnar, sagði Heidi, sem stóð við hlið hans. — Eða barn með stór eldhús- skæri, sagði Kollok. Þegar viðgerðarmennirnir höfðu lokið verki sínu, bauð Heidi þeim upp á te í eldhúsinu. — Þið finnið kannski þann seka meðal þeirra, sagði Heidi. — En hvar er Nicky? spurði Kollok. —• Viljið þér tala við mig, ungfrú, sagði sá rauðhærði. Hann hafði drukkið teið í mesta flýti. — Að sjálfsögðu, sagði Heidi. — Hvað er það? Viðgerðarmaðurinn leit á háa Ijóshærða manninn og telpurn- ar. Þau horfðu líka öll forvitnis- lega á hann. — Ég vona að þér hafið ekk- ert á móti því að tala við mig hérna frammi, svo við getum verið ótrufluð, sagði hann, al- varlegur í bragði. — Það er allt í lagi, svaraði hún með undrunarsvip. Þau gengu fram. Framhald í næsta blaði. — Þegar pabbi kemur og þykist vera jóiasveinninn, þá færðu að heyra blótsyrði, sem bragð er að! 1. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.