Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 21
Börnin voru fyrir löngu sofn- uð. - Þarna sérðu, það var ein- mitt þetta sem ég vildi þenda þér á, sagði Kollok. — Ég ef- ast um að hann sé heilbrigður að geði. —• Hvað? hrópaði hún skelf- ingu lostin. — Hvað áttu við? Kollok hélt rólega áfram: —• Mér finnst uggvænlegt, þegar hann finnur upp á svona iygasögum. Heilbrigt barn myndi aldrei gera slíkt . . . Ég held að Nicky sé sjúkur! Hann er sjúkt barn. — En . . . Mótsagnakenndar spurningar hlóðust upp í hug- skoti hennar. — En hann er svo elskulegt barn! Ég hef aldrei séð hann svona . . . Ég er viss um að það er ekkert að honum. — Ertu það í raun og veru? sagði Kollok undrandi. Heidi var furðu lostin yfir þessu áliti Kolloks. — Hvernig getur þú verið svona viss í þinni sök? gat hún loksins stunið upp. Öll framkoma hans, stúlka mín, sagði Kollok lágt. -—• Já, og útlit hans, auðvitað . . . /lítlarðu að segja mér að þú hafir ekki tekið eftir því? — Tekið eftir hverju? Kollok hristi höfuðið. — Auðvitað skil ég hvernig þér líður . . . Það er erfitt að kyngja þessu, — já, erfitt að skilja að einhver sem maður hefur dálæti á, sé andlega sjúk- ur. En faðir drengsins er sál- fræðingur! maldaði hún í mó- inn. — Hann myndi örugglega vita ef drengurinn er veik- ur! — Hvað kemur þér til að halda að hann viti það ekki? Hún starði á hann, mállaus af undrun. Að sjálfsögðu veit hann það, sagði Kollok í meðaumk- unarróm. — Hann hefur aðeins kosið að láta þig ekki vita um það. Hann veit það . . . Og svo eru líka venjulega ástæður fyrir að fólk velur eitthvert sérstakt lífsstarf. Þar sem Hann- ah læknir valdi geðlækningar að lífsstarfi, er ekkert senni- legra en að einhver í fjölskyld- unni hefði þörf fyrir geðlækn- ingar. — En hann var útlærður læknir löngu áður en Nicky fæddist. Það geta verið einhverjir aðrir í fjölskyldu hans, sem eru sinnisveikir á sama hátt og Nicky. Hvernig ættir þú að vita það. Þekkir þú nokkuð af skyldmennum læknisins? — Nei, sagði hún hljóðlega. — Hefur það aldrei hvarfl- að að þér að þessi fjölskylda lifir nokkuð sérstæðu lífi? Finnst þér ekkert . . . ekkert undarlegt við þau? —■ Nei. Þau eru mjög venju- legt og notalegt fólk. Þau eru ákaflega hrifin hvort af öðru og njóta örugglega samvistanna. Það er aðeins eitt sem mér finnst annarlegt. Börnin eiga enga leikfélaga. Þau eru alltaf ein með móður sinni. — Þarna sérðu, sagði Kollok. — Þegar þú ferð að hugsa bet- ur um þau, þá eru þau ekki eins og venjulegt fólk. Finnst þér ekki undarlegt að börnin skuli ekki eiga neina leikfé- laga? Heldurðu ekki að það geti verið ástæður til þess? — Frú Hannah segir að þau búi svo afskekkt, svo langt frá kunningjum og vinum . . . Ég er sjálf alin upp í Sviss, þar er allt með öðru móti. Þar þekkja allir alla, það er öðru- vísi en hér í London. •— Lítil börn í London eiga sér leikfélaga, rétt eins og ann- ars staðar í heiminum, sagði hann ákveðinn. — Það hlýtur eitíhvað að liggja að baki þessu. Hún þagði vandræðalega. Vertu nú ekki leið, sagði Kollok hughreystandi. Þetta snertir þig ekki á nokkurn hátt. Þú ferð bráðlega heim til þín og þá gleymir þú þessu öllu. Þau verða að búa áfram við þetta, ég sárkenni í brjósti um þau. Drengurinn er líka indælt barn, ég vorkenni móður hans Heidi hugsaði til frú Hannah, sem alltaf sýndi syni sínum ástúð og umhyggju. Það var eins og Nicky væri viðkvæm- ari en systur hans. Var það þess vegna sem hann var svo ná- kominn móðurinni? Var frú Hanna að reyna að vernda drenginn sinn? Heidi var mjög niðurdregin, þegar hún fór að hátta. Þegar hún lagðist út af fann hún til samvizkubits gagnvart Nicky. Skyndilega varð hugsun henn- ar skýr. Það rann upp fyrir henni að saga Nickys um Tiddli átti nokkuð skylt við það sem hún sjálf hafði orðið fyrir sem barn. Þetta var hræðileg hugs- un. Henni fannst snöggvast sem hún hefði verið beitt brögðum. En svo stjakaði hún þessari hugsun frá sér og féll von bráð- ar í svefn. FÖSTUDAGUR. Þegar Heidi vaknaði næsta morgun, fannst henni að gær- dagurinn hefði verið eitthvað svo óraunverulegur. Hún var í leiðu skapi. Jafnvel sú hugsun að Kollok væri á næstu grös- um, veitti henni enga huggun. Henni datt í hug að kannske væri hún lasin, hefði jafnvel fengið inflúensu. Það gæti orð- ið erfitt. Hún reif sig upp úr rúminu. Henni var það huggun að Framhald á hls. 46. 1. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.