Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 19
Þjóðbúningar frá Georgíu með sér sitt heimagerða vín, úr eigin vínþrúgum, sem konur þeirra höfðu fergt. Erlendar víntegundir — eða með öðrum orðum vín, sem ekki var upp- runnið í Georgíu — var að þeirra hyggju ekki hæft til drykkjar. í landinu sjálfu fyr- irhitti ég menn, sem aldrei báru sér að vörum annað vín en úr sínu heimahéraði. Og stundum aðeins sitt eigið heima- fengna vín. Þegar lestin var komin suður fyrir Rostov á Donarbökkum, fór allt að fá á sig blæ skemmti- ferðar. Hvenær sem lestin stað- næmdist, fóru Georgíumenn út eða inn, flestir með vinkagga sína i höndum. Þeir hnöppuðust saman á lestargöngum og í klefum, se’.du vín sitt, gömnuðu Kirkja í Tiflis sér við yngismeyjarnar, sem með lestinni voru og sungu söngva. Meðan á stríðinu stóð, hafði ég oft verið meðal Rússa, sem drukku, döðruðu og höfðu galsa í frammi. En það var ekk- ert, sem minnti á þetta. Georg- íumenn eru heitlyndir, litríkir, tennur mjallahvítar, þeldökkir, sólbrenndir, skapbráðir og aug- un leiftrandi. En til var önnur hlið og skuggalegri, sem end- urspeglaði georgíska arfleifð. Landið Georgía hafði eitt sinn verið mikið og glæsilegt kon- ungsríki, en síðan varð landið þjakað og kúgað um aldaraðir. Það var stolt þjóðarinnar eitt saman sem hélt henni uppi þrátt fyrir ósigra, ógnir, fátækt og kúgun öld eftir öld. Og það var grimmdarlegt, tryllt stolt í Georgiumenn höfðu lagt undir sig sviðið. Við það að líta út um lestar- glugga og út yfir fagurblátt Svarta hafið og snækrýnda fjallatinda, rauð tígulsteina- þökin, hávaxnar Lombarðaasp- irnar og pálmatrén í hinum björtu borgum eða heilsu- og hvíldarstöðvum, fannst mér ég ekki lengur staddur í Rússlandi, heldur í einhverju fjarlægu landi við Miðjarðarhaf. Ef til vill var það Ítalía, eða þá Sikil- ey eliegar Grikkland. Þegar ég hugsaði mig um, skildi ég, að ekkert var eðlilegra, þar sem Íberíuströndin hafði einhvern- tíma í órafirð tímans verið numin af grískum hermönnum og var í menningarlegu tilliti nátengdari safírbláu Eyjahafi Kastali í Alazanski-dalnum þröngum heimi hárra fjalla Kákasus. Söngvar Georgiu- manna fjalla um mikla ástar- harma, um riddaraleg einvígi, um manndrápsstökk yfir fjalla- snasir, um skærur milli ætt- flokka og glóandi ástríður — brúðarrán — blóðugar deilur — mannskæðar hefndir — laun- sátur — eitur — heift — af- brýði. Fjöldi Rússa var með lestinni, en því sunnar sem dró þeim mun iægra varð á þeim risið. Þeir virtust troða sér út í klefa- hornin og missa málið, eftir að en því mikla landflæmi, sem Rússland nefnist. Einhver fyrsta uppgötvun mín í Georgíu var sú, að hér í sjálfu heimalandinu var Beria á vissan hátt meiri persónu en Stalín. Ef til vill sakir þess, að Stalín hafði svo lengi dvalizt fjarri ættlandi sínu eða ekki komið þar síðan við jarðarför móður sinnar, árið 1937. Margir voru því þeir Georgíumenn, sem hvorki þekktu hann per- sónulega né mundu hann. Líkt og Rússum yfirleitt, var hann Framhald. á bls. 36. l.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.