Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 39
blátt áfram höggin í klett^vegg í djúpri dalsskoru allskammt frá Gori. Þarna vorum við snögglega komnir beint úr heimi nútímamans og inn á vit fornaldar. Fjárhirðar og hjarð- ir þeirra hefðu vel getað verið frá dögum einhvers annars Jó- ( sefs. Og erfitt mundi að trúa því, að heimspekigreinar kenndar við Marx, hvað þá nokkur kommúnistísk rökfræði hefði náð fótfestu í svo klett- óttu landslagi, snauðu af öllum nýtízku verkfærum utan vél- plógum. í þessum heimi var allflest óbreytt frá þeim dögum er hinn ungi Jósef Djugashvili hélt ásamt nokkrum æsku- mönnum frá Gori yfir fjalla- stígana og allt til steinhellanna við Virki guðs, þar sem þeir ristu nöfn sín, líkt og kynslóðir æskumanna höfðu gert á undan þeim. Eins og víðar í Georgíu var hér helgisögnin og ævin- týrið samanfléttað frá ómuna- tíð, frá tímum, þegar Uplis Tsikhe hafði verið höfuðborg hins forna keisaradæmis, Georg- iu, áður en tók við alger fá- tækt, afturför og fáfræði, þessi jarðvegur, sem hinn ungi Djugashvili hafði vaxið upp í. Að viðbættri skefjalausri met- orðagirnd, móður, staðfesti sjálfs hans, viðkvæmi hans fyr- ir sjálfum sér, sviksemi og rangsleitni, má sjá fyrir sér hinn stálharða mann, sem fram- tíðin átti eftir að leiða í ljós. Hann hafði verið smávaxinn, drengurinn, og var lítill vexti sem fulltíða maður — varla fyrsti né heldur síðastur smá- vaxinna manna frá niðurníddu ríki, sem komið hefur heimin- um til að nötra fyrir sér. Samt virtist þó enn einhvers vant í myndinni. Einhverra undirstöðuefna, smáneista eða gjöranda, er leitt gæti hann fram, minnsta drenginn í sínum bekk, námgjarnan æskumann, efnilega prestaskólanemann, hið vaknandi ljóðskáld og at- orkusama verkalýðssinnann. Eitthvað, sem greindi hann al- gerlega frá öðrum, umbreytti sveitapiltinum, viðvaningnum í risa, sem fótumtróð líf og örlög milljóna. Hvar mundi ég finna þetta, sem á vantaði? Ekki vissi ég það, vissi naumast, hvers ég var að leita, jafnvel ekki þá er það var fundið. Fyrst löngu seinna rann það upp fyf'ir öiér, hvað ég í raun réttri hdfði fundið. Líkt og margar uppgötvanir var þetta hálfgerð hending. Áð- ur en ég kom til borgarinnar Tiflis, hafði ég oft heyrt talað um georgískan leikara, mjög eftirtektarverðan. Nafn hane var Akay Horava, og var hann af mörgum talinn einhver ágæt- astur rússneskra leikara, ef ekki allra leikara heimsins. Ótelló var almennt talið frægasta leikhlutverk Horava. Mér fannst þó hugmyndin ein saman, að Georgíumenn væru yfirhöfuð að leika Shakespeare bera svolítinn keim að rúss- neskri frekju. Rússar voru sem sagt alls staðar að halda því á loft, að engir kynnu betur að skilja enska skáldmæringinn en þeir. Þeir voru jafnvel byrjað- ir að staðhæfa að Shakespeare væri „Rússi að nafninu undan- skildu". Ég var því töluvert vantrúaður með sjálfum mér kvöldið það arna í Rustaveli- leikhúsinu, sem ég sat og horfði á Horava í hlutverki Ótellós. Samt átti kvöldið eftir að verða mér einhver eftirminnilegasta reynsla ævinnar í leikhúsi. Horava var maður mikill vexti, röddin hvell sem bjalla, augun sem í veiðihauki, vöxturinn ski'lmingamanns. Hann mælti á tungu Georgíumanna, í henni skildi ég ekki orð, en hann hefði alveg eins getað talað Urdu eða Eskimóamál. Það gerði eng- an mun. Fimm mínútum eftir að hann stikaði inn á sviðið, var hann Ótelló. ekki aðeins í vitund minni, og ekki var það mikilvægast fyrir mig. Hann var Ótelló í vitund hvers ein- asta Georgíumanns þetta kvöld, en í leikhúsinu var hvert sæti skipað. Samt hafði Horava leikið hlutverkið óteljandi sinnum siðustu fimmtán árin. Ég fann að ég varð hugum- hrifinn, á þann hátt sem sjald- an eða aldrei hafði hent mig í leikhúsi. Ég jann í sjálfum mér tortryggni Ótellós og afbrýði, og hið óumflýjanlega í harm- sögulegum örlögum hans. Þetta og ekkert annað var nú að gerast í leikhúsinu fyrir aug- um mér. Hér var bara ekki leik- hús lengur, heldur lífssviðið sjálft. Þetta hafði gerzt á svo snögg- an og svo eðlilegan hátt, að ég fékk varla tóm til að átta mig á því. Fyrst löngu seinna, er ég tók að virða þennan við- burð fyrir mér, skildist mér, hvað gerzt hafði, þegar Horava gekk inn á sviðið. Og ég skildi um leið, að það var ekki að- eins framganga og frábær túlk- ub anfcRs leikara, sem ég hafði orðið sjónarvottur að. Þáð voru tilfinningaviðbrögð stórbrotins áhorfendahóps. Ég hafði ekki séð Horava leika Ótelló í Moskvu. En ekki fæ ég trúað því, að það gæti nokkurn tima orðiö' samsvar- andi. Vegna þess áð í Tiflis er hann ekki að leika Shake- speare, ekki sögulegan leik frá sautjándu öld, ekki heldur klassískt enskt leikrit þýtt á tungu Georgíumanna. — Held- ur lífið sjálft. Georgískt líf. — Það var blóð og harmar þessa fjallalands, það var andi Georg- iu, jafngamall og nýr landinu eins og blóðrautt aftanskinið að baki íjallanna þar, raunveru- legt sem rýtingur í konubrjósti eða reiðmaður hjúpaður kufli og þeysandi eftir fjallaslóðan- um. Hér var ekkert framandi né frábrugðið. Sérhver georgískur leikhús- gestur varð þetta kvöld gripinn sömu kenndum og fylltu brjóst Ótellós, fann eins og hann tor- tryggnina, í fyrstu sem örfina nálstungu, en síðan læsast um sig líkt eitri, svo skjótt að fórn- arlambið verður oft í senn undr- andi og varnarlaust líkt og hann. Síðan hefst vonlaus bar- áttan við að hrinda af sér brjál- æðinu, ósigurinn, uppgjöfin andspænis kvöl og ástríðu af- brýðinnar, eldur í blóði, and- köf eftir því sem eitrið magn- ast. Þannig varð mér hugsað um þennan viðburð, en ekki aðeins sem spennandi kvöldstund í leikhúsi. Vissulega var kvöldið það, par excellence, kvöld sem hafði á mann æsandi áhrif. Vegna þess að hvert sem mér varð litið yfir áhorfendahópinn, sá ég alls staðar — í þjökuðum augum, blóðinu, hamrandi inn- an við gagnaugun, á krepptum hnefunum — ástríður Ótellós rísandi sem öldur hærra og hærra. Allra snöggvast greip mig ótti, þegar ég skimaði í kring- um mig og sá öll þessi ströngu, starandi augu, sem hvorki sáu Desdemónu né heldur Ótelló fyrir sér á sviðinu, heldur guð má vita hvers konar svikabrögð vina eða óvina, vélabrögð eig- inkvenna eða heitmeyja í stað þess, sem léikararnir voru í raun réttri að sýna. Ég yfirgaf leikhúsið örþreytt- ur og lémagna. í fyrsta skipti á ævinni hafði mér skilizt, hvað tortryggni í raun réttri er, hverju afbrýðin getur valdið körlum og konum, þótt á ytra borði kunni þau að virðast glöð, áhyggjulaus og rómantísk. Það leið alllangur tími, þar til ég gat notfært mér þetta, sem ég hafði orðið vísari um, varðandi þjóðareðli Georgxu- manna. En þegar loks kom «ð þeirri stund, varpaði hún ein- kennilegu og jafnframt hvik- ulu ljósi yfir margbrotna og flókna atburði, sem þá þegar sendu út frá sér birtu, er minnti á fosfór eða maurildi. Ég á hér að sjálfsögðu við þá skelfilegu atburði og skugga- legu, sem hlutu nafngiftina læknasamsærið. Mér kom það þá svo fyrir sjónir, sem stutt ferð mín austur til Georgíu Íiefði lagt upp í hendur mér alla þá lykla, sem ég þurfti á að halda til þess að fá skilið flókna og margbrotna skaphöfn mannsins, sem heiminum varð kunnur undir nafninu Jósef Stalin. Mannsins, sem vel hefði mátt, nema fyrir örlagaríka til- viljun, varðveitast innan spjalda sögunnar sem róman- tískt ljóðskáld, eða kannski sem stjörnuprýddur riddari Virkis guðs. ☆ NORNAN0TT Framhald af bls. 10. Hún hugsar venjulega aðeins um sjálfa sig. Helen sagði honum nú allt, hvað þessi handstelling j^ýddi, sagði honum frá krossinum, sem hafði verið brotinn niður, lýsti hinni óhugnanlegu fylkingu og altarinu með svörtu kertunum. — Þau halda svartar messur í kapellunni þinni og það er líka annar staður sem þau hafa til að athafna sig! Hún lýsti fórnarstallinum, troðningunum í kringum hann. — Það er sennilegt að þau haldi sig þar, þegar þú ert heima og þau þora ekki að nota kapeH- una. Hann hlustaði, í fyrstu van- trúaður, síðan með viðbjóði og þegar hún kom að atburðunum við kapelluna, stóð hann reiði- lega á fætur og æddi fram og aftur um gólfið. Reiði hans ró- aði hana, nú var hann búmn að taka málið í sínar hendur, það var greinilegt og þá var honum trúandi til að ganga hreint til verks. — Ó, Charles, mikið er ég glöð yfir því að þú skulir vera kominn heim! sagði hún með titrandi rödd. Hann gekk til hennar, beygði sig yfir hana og tók um andlit hennar með báðum höndum. — Helen mín litla, ég er leiður yfir því að þú skulir hafa orðið fyrir þessu. Já, einmitt þú ... 1. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.