Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 41
RAFMAGNS- MIÐSTÖÐVARKETILL ELDAVÉLASETT ViS Öðinstorg, sími 10322 - Hafnarfirði, sími 50022 Sendum gegn póstkröfu - Greiðsluskilmálar „Já, á vissan hátt er það rétt. En lögin og þjóðfélagið gera fólki eiginlega ókleift að búa saman án þess að vera gift. Og þegar maður fer að hugsa um athöfnina í smáatriðum, þá er hún á margan hátt úrelt. Faðir brúðarinnar kemur með hana inn í kirkjuna, þar sem brúðguminn bíður eftir að fá hana. Síðan lýsir presturinn því yfir að þau eigist, og þá tak- ast þau i hendur til að stað- festa skiptin, kaupin eða hvað á að kalla það. Loks takast feðurnir í hendur til að lýsa yfir ánægju sinni með samn- inginn. Ef maður lítur á at- höfnina frá þessu sjónarmiði, er hún jafnvel brosleg . . .“ Leifur horfði á brúði sina og þau brostu. En það var ekki bros sem varð til út af ein- hverju fyndnu. Til hamingju. ó.vald. GJAFIRNAR Framhald af bls. 9. leiki á að fá hana til að færa hrifningu sína yfir á annan mann? Ég klemmdi aftur augun til að halda aftur af tárunum, sem leituðu fram. Þannig var þessu þá farið. Hann hafið orðið ást- fanginn af einhverri Mary Ath- elwaite, og þar sem honum hafði ekki tekizt að losna við mig með því að gefa mér hverja móðgandi gjöfina eftir aðra, vonaðist hann til að geta látið mig ganga til annars manns. Kannski myndi hann sýna mér nokkur karlmannleg sýnishorn, en ef þau yrði valin af sama smekk og gjafirnar hans, gat ég ekki ímyndað mér, hvernig hann hygðist losna við mig. Innfærslan fyrir þann dag, sem um var að ræða, var: Borða með Mary hjá Paglione kl. 7.45. Ég fór í hárlagningu og and- litssnyrtingu. Ég klæddi mig af ýtrustu vandvirkni og gerði skyndiárás hjá Paglione kl. 8 e.h. Ég spurði um borðið hans og var vísað þangað. Hann bókstaflega gapti af undrun, þegar hann sá mig, en svipur hennar breyttist ekki. Andlit hennar var fölt og al- varlegt, og hún hafði þau fall- egustu, gráu augu, sem ég hef séð. Þjónninn kom með stól handa mér, og unnusti minn lét fallast á sinn aftur. Vinkona hans virti mig fyrir sér með ró- legum áhuga. „Elskan," sagði ég, þegar ég dró trúlofunarhringinn og önn- ur afskræmi hans upp úr tösk- unni minni. „Það eru til marg- ar ódýrari aðferðir til að losna við fólk heldur en að eyða pen- ingunum sínum í það. Einfald- ast er að opna munninn og segja: „Bless“.“ Síðan sneri ég mér að henni og sagði: „Hvað yður viðvíkur, ungfrú Athelwaite, þá megið þér búast við einu eða tveimur áföllum á hverjum afmælis- degi, jólum og öðrum hátíðis- dögum, svo gott væri fyrir yður að byrja með þetta.“ Ég greip vinsti hönd hennar og þrýsti pöddunni minni á baugfingur hennar. Hún hélt áfram að horfa blíðlega á mig á meðan ég nældi utan á henn- ar glæsilegu persónu risarækj- unni, glottandi skrípabrúðunni, og öllum þessum ósmekklegu hlutum. Unnusti minn var eins og skjaldbaka með, krampa, en hún sveipaði um sig chin-chilla- pelsinum og stóð á fætur. Hún benti á kampavínsglasið sitt: „Ég hef ekki snert það, svo þér komið rétt mátulega." Síðan gekk hún út úr veitingahúsinu, þakin öllum mínum glitrandi, höfnuðu gjöfum og liktist einna helzt gangandi sölubúð á sirk- usdegi. „Þetta var Mary Athelwaite,“ stundi hann upp, þegar hann náði aftur andanum. „Ef þú hugsar þig um, þá mannstu kannski, að ég ávarp- aði hana með nafni, sem sann- ar, að ég vissi hver hún var. Ég býst við, að þig langi til að giftast henni." „Giftast henni! Hún er sál- fræðingur!" „Jæja, þá fær hún ágætt heimaverkefni þar, sem þú ept. Sá, sem fann þennan hræðilega pödduhring, á sannarlega skil- ið að giftast sálfræðingi." „Ég fann hann ekki,“ stundi hann ásakandi. „Ég þurfti að láta smíða hann sérstaklega handa þér.“ Ég þreif kampavínsglas Mary Athelwaite, og þambaði inni- haldið. „Þetta þýðir ekkgrt,“ sagði ég. „Pepíta kom upp um allt. Þú hringir daglega í hana. Þú býður henni heim í íbúðina, og þú stingur upp á því að beina áhuga mínum að öðrum manni. Þú hefðir aðeins þurft að segja mér, að ég væri fyrir þér og svo hefði ég farið.“ „En, en, elskan," stamaði hann. „Ég er að segja þér, að hún er sálfræðingur.“ „Verður þér gott af að hitta hana?“ 1. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.