Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 9
veg fyrir, að ég stykki á fætur og nældi þessari móðgandi nælu við hliðina á rínarsteininum hennar og ekki leið mér betur, þegar hann sagði: „Já, hún fer vel við kjólinn hennar, finnst þér það ekki?“ Við fórum svo öll saman út að borða, ég og eini maðurinn, sem ég mun nokkru sinni elska og viðbjóðslega skrípabrúðan hans. Óþarft er að segja, að ég hitti alla, sem ég þekki, þar á meðal manninn, sem ég vonaði að gæti notað nokkrar af tízku- teikningunum mínum. Eftir þetta streymdu gjafirn- ar miskunnarlaust til mín, sum- ar greinilega mjög dýrar, en allar hræðilega ósmekklegar. Ein af þeim allra verstu var blár plastbangsi, sem hann heimtaði, að ég stillti upp á vinnuborðinu mínu. Ég sýndi móður minni gjaf- irnar, og hún sagði, að kvart- anir kæmu ekki til greina. Ég yrði að nota gjafirnar, láta þær sjást. Ef við giftumst, yrði ég að reyna að bæta smekk hans, en ef það mistækist, yrði ég að sætta mig við, að alla ævina yrði ausið yfir mig glerstyttum og hinum ólíklegustu skartgrip- um. Að gagnrýna gjafir væri ófyrirgefanlegt. Mér datt í hug að betra yrði að eiga við móður hans. Smekk- ur hennar brást aldrei. Ég nældi skrípabrúðuna í barm- inn á gyllta kokkteilkjólnum mínum og sagði: „Sjáðu, hvað sonur þinn gaf mér.“ „Trú og dygg,“ sagði hún. „Mér finnst hún töfrandi.“ Þetta fór að fara í taugarnar á mér. Dag einn, þegar dásam- legu augu hans urðu blíð, og hann snerti úlnliðinn á mér með vörunum og sagði: „Áttu nokk- urt demantsúr?“ svaraði ég fljótt: „Já, nokkur stykki.“ Hefði ég átt peninga, hefði ég hlaupið út og keypt mér eitt. Ég gat ekki hætt á að láta hann kaupa handa mér úr ... Það hefði líklega verið með andliti Mikka músar og tíst á klukku- stundarfresti. Þegar hann bað mín, var ég hamingjusamasta stúlkan í heiminum. En þó að ég hafi alltaf verið á móti ofbeldi, gæti ég vel hugsað mér að fara með byssu á fund þess, sem hannaði trúlofunarhringinn minn. Hann manar til lýsingar, en það bezta sem hægt er að segja um hann eða fremur það versta er, að dúfublóðlituðu rúbínunum og bláhvítu demöntunum hafi ver- ið þrýst saman til að mynda pöddu, sem var á svipinn eins og hún ætlaði að stökkva á mann. Ég ákvað að segja, að einn steinninn væri laus og læðast síðan til skartgripasal- ans og reyna að skipta á hringn- um. Hann var frægur fyrir list- fengi sitt í sambandi við gim- steina, og ég var viss um, að hann stæði með mér. Daginn, sem ég fór þangað, vildi svo til, að unnusti minn var staddur í búðinni og var að velja eina gjöfina enn handa mér. Hann sá mig ekki, og ég flýtti mér í hvarf. Húsakynnin líktust stórkostlegri dómkirkju, og maður bjóst við að heyra kirkjuhljómlist þá og þegar. Afgreiðsiumaðurinn talaði að- eins í hálfum hljóðum. „Ég er viss um, að við finnum eitthvað, sem yður líkar, herra. Við höf- um svo marga fallega hluti.“ En minn útvaldi svaraði: „Raunar er ég hræddur um, að ég sé að leita að einhverju hræðilega ljótu.“ Afgreiðslumaðurinn stirðnaði næstum eins mikið og ég sjálf. „Við seljum ekkert, sem á við þessa lýsingu, herra,“ svaraði hann. En minn heittelskaði var ekki sleginn út af laginu. „Jæja, sýnið mér bara það allra ljót- asta, sem þið eigið til. Ó, ég á ekki við að verðið, það skiptir engu máli, bara það allra hræðilegasta." Þeir völdu rækju. Rækju úr ljósfjólubláum safírum með hræðilega demantsfálmara og grimmdarleg smaragðsaugu. Ekki var einu sinni svo vel, að hún líktist þessum nettu, plokk- uðu, frosnu rækjum, nei, hún var ein af Dublinflóarisarækj- unum í fullri stærð. Ég fékk hana í pósti og dálitla orðsend- ingu með: „Mér fannst þetta litla krútt vera alveg eins og þú, elskan." Krúttinu litla stakk ég í vesk- ið mitt ásamt skrípabrúðunni, demantskönguló og grimmdar- legu pöddunni. Plastbangsanum stakk ég undir handlegginn og þrammaði af stað til íbúðar hans. Hann var úti, en Pepíta var heima og grét ekkasogum frammi í eldhúsi. Hún nærri kæfði mig í djúpum síns mikla barms: „Ó, senjoríta Elene, en hve karlmenn búa yfir hræði- legum svikum, og hin senjor- ítan er ekki næstum eins falleg og þú.“ „Hin senjorítan?“ „Sí, si, á hverjum degi hringir senjor til hennar. Stundum kemur hún hingað. En sjáðu.“ Hún leiddi mig inn í stofuna með maíslitu veggjunum og veggjunum og jaðesafninu, böðuðu daufu sólskini. Á skrif- borðinu lá minnisbók unnusta míns opin. Digur fingur Pepítu benti á hverja innfærsluna eft- ir aðra, þar sem stóð: Hringja í Mary Athelwaite. Hringja í Mary A. Hringja í Mary. Borða með Mary hjá Peglione kl. 7.30 og svo framvegis nokkrar vik- ur aftur í tímann. Ein innfærsl- an var viðvíkjandi mér og fékk mig til að grípa andann á lofti. Hún var á þessa leið: Viðvíkj- andi Elenu. Væri nokkur mögu- Framhald á bls. 41. 1. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.