Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 15
ÍSLENZKAR RÚNIR r A FJÓRÐU PLÖTU LED Ömar Valdimarsson f?eyr| fepra ma ZEPPEUN Fjóröa LP-plata Led Zeppe- lin er nýlega komin á mark- aðinn og er nafn þeirra hvergi tekið fram á plötu- umslaginu og því síður heiti plötunnar, enda á hún ekki að heita neitt. Á sjálfum plötu- miðanum verður aftur á móti tekið fram að það sé hljóm- sveitin Led Zeppelin sem leiki þessi lög, en á umslaginu verða fjögur tákn, íslenzkar rúnir, og á hver rún að tákna einn með- lim hljómsveitarinnar. Hug- myndina, þessa afbragðsgóðu hugmynd (!), átti Jimmy Page, og sagðist hann hafa rekið aug- un í frábrugðið stafróf íslend- inga þegar hann hafi verið hér sumarið 1970, og kynnt sér ör- lítið islenzku þegar heim kom. Þá hafi hann kynnzt rúnum, hrifizt af þeim og ákveðið að nota rúriir á umslagið á plöt- unni sém „ófsedd“ hefur verið kölluð „Led Zeppelin IV“. Þá sakar ekki að geta þess, að það var einnig Jimmy Page sem átti hugmyndina að umslaginu um „Led Zeppelin 111“ (leiðin- leg plata, LZ 3!!!). Þeir félagar hafa annars lít- ið látið á sér kræla að undan- Framháld á bls. 34. RAFMAGNAÐ EITTHVAÐ Hver skyldi vera ástæðan fyrir því að það eru stundum beztu hljóðfæraleikararnir sem sízt verða vinsælir? Hver skyldi vera ástæðan fyrir því að Bítlarnir, sem hafa aldrei þótt beztu hljóðfæraleikarar sem völ er á, urðu svo vinsælir sem dæmið sannar og hafa þar til skamms tíma ævinlega ver- ið kjörnir „beztir"? Er ekki ástæðan sú, að ekki er nóg fyrir menn að vera snjallir hljóðfæraleikarar, fleira og meira verður að koma til. Enn eru Bítlarnir bezta dæm- ið. Þeir voru allir ungir, mis- munandi fríðir en höfðu allir persónuleika og persónutöfra í ríkum mæli. Eða, til að gera dæmið ennþá einfaldara, þeir voru allir „gæjar“ eða hvað fólk vill nú kalla það. Það var rafmagn í loftinu í kringum þá og ekki eingöngu þá sem mann- eskjur, heldur og músikina sem þeir sköpuðu. Hversu mörg okkar muna ekki eftir því að hafa þótt lítið til Bítlalags koma •— þar til við vissum að það voru sjálfir Bítlarnir? Þeir höfðu eitthvað við sig og það var einmitt þetta „eitthvað" sem gerði þá að mestu skemmti- kröftum allra tíma. Það sama hefur verið að ske hér á íslandi og kemur til með að ske um ókominn tíma. Hér eru margir ' góðir hljóðfæra- leikarar sem hafa aldrei náð langt og margir ekki mjög góð- ir sem hafa náð ótrúlega langt. í mörgum tilfellum fer þetta saman og vitaskuld er það skemmtilegast. Fyrsta dæmið sem ég man eftir í svipinn er hljómsveitin Toxic (sjálfsagt hafa ýmsir hlutir gerzt áður en sú hljóm- sveit leit dagsins ljós, en þá var ég lítill patti í barnaskóla). Toxic var snemma nokkuð góð hljómsveit og keppti m. a. lengi við Hljóma um efsta sætið, en það var ekki fyrr en að Jónas R. Jónsson kom í hljómsveit- ina, að hún gat farið að veita verulega samkeppni. Jónas hafði þetta „eitthvað" og hefur enn og hann er líka góður músíkant. Ef við fylgjumst að- eins nánar með Jónasi, þá mun- um við að hann byrjaði að syngja með hljómsveit sem hann kallaði „5 pence“. Sú hljómsveit var þokkaleg en það sem þeir unnu einna helzt á, var að þeir voru skemmtilegir á sviði, reyndu gjarnan eitt- hvað nýtt og flestir þeirra voru dálitlir „töffarar". Þegar sú hljómsveit var nýbýrjuð og ég hafði aldrei heyrt í þeim, man ég að ein skólasystir mín sagði mér að þeir væru ekkert góðir, en samt væru þeir uppáhalds- hljómsveitin hennar, af því að þeir væru svo töff. Síðan kom að því að Jónas fór í Toxic, eins og ég gat hér að framan, og eins og menn muna reif hann þá hljómsveit upp. Flowers var samsett úr svona manngerðum og því eru vinsældir þeirra vel skiljanleg- ar en vitaskuld viðurkenni ég að Flowers var góð hljómsveit. Þegar fór að síga á seinni hlut- ann af dvöl Jónasar i Flowers var það eiginlega almennt við- urkennd staðreynd að hann væri ekkert sérstakur söngv- ari — en hann var þó alltaf Jónas og hafði' „eitthvað" við sig og það dugði hljómsveit- inni. Náttúra náði gifurlegum vin- sældum fljótlega eftir að hljóm- sveitin var stofnuð og eins og menn muna var það fyrst og fremst Jónasi að þakka. Hann vann hverjar popp-kosningarn- ar á fætur öðrum og alltaf fylgdi Náttúra á eftir. En svo hætti Jónas í Náttúru og síðan hefur hljómsveitin ekki borið sitt barr. Ástæðan er einfald- lega sú, að enginn núverandi liðsmanna hennar hefur þetta „eitthvað". Músíklega er Nátt- úra betri nú en áður en það er bara ekki nóg. (Lýkur þar með frásöguþætti af Jónasi fagra). Tökum annað dæmi: Hljóm- ar. Hljómar voru fyrstu ís- lenzku ,,bítlarnir“ og urðu strax geysilega vinsælir — að öllum líkindum fyrir þá ástæðu eina og. mesta. En smátt og Framháld á bls. 36. l.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.