Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 33
Roylon sokkabuxurn- arfást í flestum vefn- aðar- og snyrtivöru- verzlunum um land allt í úrvali lita og gerða. Við gerum okkur far um að bjóða aðeins það bezta, svo við- skiptavinirnir verði ánægðir með verð og gæði. Umboðsmenn: Ágúmt Ármann lif. Ními 23100 HANS KONUNGLEGA TIGN ... Framhald af bls. 17. sem keðjureykti vindla og renndi fingrunum öðruhvoru gegnum þykkt skeggið, virtist ekki hafa heppnina með sér að þessu sinni. Sem bankastjóri hafði hann þegar tapað tvö hundruð tuttugu og fimm pund- um. EKKI ALLT MEÐ FELLDU Sá eini, sem virtist hafa heppnina með sér þetta ógæfu- kvöld var einn valinkunnur sómamaður úr skozka lífverð- inum — Sir William Gordon- Cumming undirofursti. Orðstír hans og lífsferill var ekki síð- ur virðulegt en nafnið sjálft. Spilapeningahrúgan fyrir framan hann hækkaði því meir sem lengur leið á kvöldið. Og þá hófst hneykslið, sem skelfdi allt England og varð kjafta- kindum allrar Evrópu ærið um- ræðuefni um langt skeið. Art- hur Wilson, sonur gestgjafans, þóttist sjá að hátterni Sir Williams við spilamennskuna væri með nokkuð undarlegu móti. Nú var Arthur þessi hvergi nærri eins smámunasamur og ungfrú Sturt, en jafnvel í fjár- hættuspili eru vissar reglur í gildi. Og því lengur sem hann gaf Sir William gaum, því sannfærðari varð hann um að hann spilaði ekki alveg heiðar- lega. Arthur sneri sér að öðrum spilamanni, undirmanni Sir Williams er Berkeley Levett hét, og hvíslaði: „Hafðu auga með Sir Willi- am. Fjandinn hafi það, ég held hann hafi rangt við.“ Hafði Sir William rangt við? Og það meira að segja í návist prinsins af Vels? Það var hegð- un, sem naumast gat talizt sæmandi herforingja og hefð- armanni. Og ærin sök til að gera hlutaðeigandi útlægan úr samkvæmislífinu. Grunsemdir unga Wilsons virtust á rökum reistar. Ofurst- inn, sem hallaði sér upp á oln- boga fram á borðið^ virtist stöðugt ýta spilapeningum fram og aftur yfir hvítu lín- una, þegar aðrir sáu ekki til. Þetta sýndist hann gera þegar hann hafði litið á spil sín: væru þau góð, ýtti hann peningum inn yfir línuna, en tilbaka ef hann hafði fengið vond spil. Þetta var bragð, sem fastagest- ir í Monte Carlo þekktu vel. Það var kallað La Poussette. En nú vildi svo til að staður- inn var ekki Monte Carlo. Þetta spilahóf fór fram á Tranby Croft, virðulegu sveitaheimili, þar sem slík hegðun hefði ver- ið talin óhugsandi. Wilson yngri trúði foreldrum sínum fyrir grun sínum, og næsta kvöld höfðu nokkrir gestanna vakandi auga með Sir William. SPENNA í LOFTINU Herra og frú Wilson komust að þeirri niðurstöðu að sonur þeirra hefði á réttu að standa. Hvað ættu þau að gera? Prins- inn var alveg grunlaus ennþá. Það lá spenna í loftinu, og Wil- son-hjónunum leið ekki sem bezt. Það yrði að gefa ofurst- anum viðvörun og upplýsa prinsinn um sannleikann í mál- inu. En hver ætti að taka það að sér? Og hvernig væri hægt að leysa þetta hræðilega vanda- mál með sem minnstum fyrir- gangi? Opinbert hneyksli var öllum jafn umhugað að forð- ast. Um kvöldið trúðu þeir, sem þóttust hafa staðið Sir William að svindlinu, tveimur öðrum gestum fyrir grunsemdum sín- um. Þeir voru Coventry lá- varður og Owen Williams hérs- höfðingi. Þeir gáfu sig svo á tal við Sir William og báru á hann sakirnar, og hefur sá at- burður varla átt sér mörg for- dæmi. Sir William neitaði ásökun- inni af miklum móði og lýsti sig blásaklausan. Hann krafðist þess að fá að ræða málið við prinsinn, sem var gamall vinur hans. Þegar prinsinum hafði verið kynnt málið, sagði hann Sir William að þýðingarlaust væri fyrir hann að neita ákærunni. „Hlustaðu nú,“ sagði hann, „við viljum ekki vera óþarf- lega hörð við þig.“ Prinsinn vildi þar með láta málið nið- ur falla, og hefði verið látið þar við sitja hefði það ef til vill aldrei komizt í hámæli. En Coventry lávarður og hershöfð- inginn, sem að vísu vildu fyrir hvern mun halda atburðinum leyndum, vildu endilega fá skriflega játningu frá Sir Willi- am, í þeim tilgangi að fyrir- byggja að nokkur grunur gæti fallið á prinsinn. Þeir skrifuðu því eftirfarandi: „Með tilliti til loforðs, sem undirritaðir hefðarmenn hafa gefið um að gæta algerrar þag- mælsku viðvíkjandi hegðun mína við bakkarat mánudags- og þriðjudagskvöld, áttunda og níunda september 1890, í Tran- by Croft, vil ég fyrir mitt leyti heita því hátíðlega að spila al- drei á spil héðan í frá, svo lengi ég lifi.“ JÁTNING Sir William leit einu sinni á blaðið, sótroðnaði og neitaði ákveðið að skrifa undir. Hann benti á að undirritun jafngilti játningu af hans hálfu. Coven- try lávarður og hershöfðinginn hótuðu þá að gera málið opin- skátt, ef hann neitaði að und- irrita. Um síðir gaf ofurstinn sig, LTBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.