Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 26
GfSLI Gísli Halldórsson hlaut Silfurlampann fyrir frammistöðu sina í Þjófar, lík og falar konur, þremur einþáttungum eftir ítalska skopleikjahöfundinn Dario Fo. Hér er hann í miðþættinum, Lík til sölu. ÞORSTEINN Kristnihald undir Jökli er orðið eitt fjölsóttustu leikverka, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur tekið til sýningar, og fer Þorsteinn Gunnarsson þar með hlutverk Umba. Þannig þekkjum við þau bezt Þótt tiltölulega fáir þekki þau persónulega, kannast þeim mun fleiri við þau af qviðinu. Hér birtum við myndir af fastráðnum teikurum Leikfélags Reykjavíkur í þeim hlutverkum, sem þeir hafa orðið hvað vinsælasfirí og skemmf leikhúsgesf- um einna bezt. PÉTUR í Orfeusi og Evrydís eftir Anouilh, nútíma- leikgerð eftir klassísku harmsögunni, gat Pétur Einarsson sér góðan orðstír í hlut- verki þjónsins í gistihúsinu. Hér er hann ásamt Valgerði Dan, sem lék Evrydís. HELGI Veturinn 1963—64 tók Leikfélagið til sýn- ingar hið fræga verk Jean-Pauls Sartres, Fangarnir i Altóna. Þá hlaut Helgi Skúla- son Silfurlampann fyrir leik sinn i hlutverki Franz. Hér er hann ásamt Helgu Bachmann i hlutverki Jóhönnu. HELGA í Heddu Gabler Ibsens fór Helga Bachmann með titilhlutverkið. Myndin sýnir dramatisk- asta andartak leiksins, er lífsverk skáldsins er borið á bál. Helga hlaut Silfurlampann fyrir leik sinn í þessu hlutverki. SIGRfÐUR Hitabylgja eftir Xed Wiilis vakti athygli á viðkvæmu vandamáli, sem íslendingar eru blessunarlega Iausir við — ennþá að minnsta kosti. Sigríður Hagalín lék þar NeÚ, van- rækta eiginkonu umsvifamikils verkalýðs- leiðtoga, og hlaut Silfurlampann fyrir. GUÐRÚN STEINDOR JÖN Guðrún Ásmundsdóttir vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í hlutverki Mösju í Máfnum eftir Tsékof. Einnig má sjá á myndinni Guðmund Pálsson, sem fór með hlutverk læknisins. Steindór Hjörleifsson hlaut Silfurlampann fyrir leik sinn i hlutverki Jonna Popes i Kviksandi eftir Michael Vincent Gazzo. Hér er hann ásamt Helgu Bachmann, Gísla Hall- dórssyni og Brynjólfi Jóhannessyni. Mikla athygli vakti sýningin á Yvonne eftir Gombrowics, einn hinn frægasta af nútímarithöfundum Pólverja. Þar fór Jón Sigurbjörnsson með hlutverk konungsins. BORGAR Túlkun Leikfélagsins á Plóg og stjörnum Seans O'Caseys hefur þótt takast vel, og í því sambandi verið drepið á hinn margum- rædda skyldleika íslendinga og fra. Borgar Garðarsson fer þar með hlutverk unga verka- mannsins og sósíalistans Coveys. iH > i* I Ifwm V M mmSSf ' ?!i3 | * ~ Æ V v áíkáSsm mwrif

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.