Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 44
son, Jón Aðils og fleiri. — Fylgdi ekki veruleg breyt- ing á verkefnavali þessum kyn- slóðaskiptum? — Verkefnavalið breytist þá talsvert. Á fyrstu árum Indriða er til dæmis farið að fást við Shakespeare í fyrsta skipti á íslandi; þá kemur líka Strind- berg. Indriði hafði verið er- lendis, lært hjá Max Reinhardt og áreiðanlega orðið fyrir áhrif- um frá honum og því sem efst var á baugi í þýskum leikhús- um á þeim tima. Það sést á verkefnavalj hans síðar. Um þetta leyti færist íslenska leik- húsið dálítið nær umheiminum; þannig er Sex persónur leita höfundar sýnt hér 1926, tveim- ur árum eftir að það kemur fram á Ítalíu. Það hafði aldrei gerst áður að félagið tæki svo fljótt við sér. Þegar Haraldur Björnsson kemur, er honum aftur mest umhugað um íslensk verkefni. Hann setur upp helztu verk Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvind og Gaidra-Loft margsinnis, bæði hér og úti um land. 1940 kemur svo þriðji helsti leikstjórinn, Lárus Páls- son. Hann kemur með human- isma með sér; hafði verið starf- andi við tilraunaleikhús úti í Danmörku. kemur kannski með kröfuna um að leikhúsið sé partur af vettvangi dagsins, ekki einangrað fyrirbrigði, lút- andi einhverjum innvortis lög- málum, heldur líka partur af umhverfinu og atburðunum. Þetta þýðir ekki að Lárus hafi ekki gert strangar, listrænar kröfur; það gerði hann og hafði eins og menn vita næman smekk fyrir skáldskap. — Stofnun Þjóðleikhússins hefur að sjálfsögðu haft mikil áhrif á alla starfsaðstöðu og starfsmöguleika Leikfélagsins? — Þá verða stórskil. Bæði kynslóðaskil, og mikil blóðtaka þegar Þjóðleikhúsið er stofnað; flestir helstu leikararnir fara þangað uppeftir og flestir list- rænir forustumenn á sviðinu, bæði leikstjórarnir og ljósa- meistarinn. Það hafði Hallgrím- ur Bachmann verið síðan 1922, þegar komið var á rafmagns- kerfi; áður höfðu verið olíu- lampar og gasljós. Aðalleik- tjaldamálarinn, sem þá var og hafði undanfarin ár verið, Lár- us Ingólfsson, flútti uppeftir líka. — Grundvellinum hefur sem sagt verið nærri kippt undan sjálfstæðri tilveru félagsins. — Þá voru umræður um hvort halda skyldi áfram starf- inu eða ekki, og sumir vildu leggja niður Leikfélagið, álitu að þess hlutverki væri lokið, það hefði fyrst og fremst verið undirbúningur að Þjóðleikhúsi. En aðrir sögðu að ekki væri úr vegi að freista þess, hvort ekki gætu þrifist hér tvö leikhús, hvort samkeppnin gæti ekki haft örvandi áhrif á það, sem gert væri á sviðinu. Sú skoðun varð ofan á. — Og reyndist á rökum byggð? — Því verður varla neitað. Um það leyti bættist við stór hópur ungra leikara, sem voru að koma heim frá námi eða að Ijúka námi hér. Það kom sem sagt fram ný kynslóð, kynslóð sem síðan hefur kveðið hvað mest að í starfsemi félagsins og er kannski einmitt núna á há- tindi sinnar listrænu getu. Nokkrir eldri leikaranna tóku svo höndum saman við þessa ungu menn; Brynjólfur Jó- hannesson varð hér kyrr, Al- freð Andrésson kom líka og Þorsteinn Ö. Stephensen. Fyrstu árin eftir 1950 báru þeir Þor- steinn og Brynjólfur uppi sýn- ingu eftir sýningu. Svo seinna gerðist það að ýmsir af þeim leikurum, sem ráðist höfðu til Þjóðleikhússins komu aftur, annaðhvort þegar þeir voru komnir á eftirlaun, eins og Har- a^dur Björnsson, ellegar af öðr- um orsökum. Þetta var talsvert stór hópur, sem kom aftur: Reg- ína Þórðardóttir, Inga Þórðar- dóttir, Þóra Borg, Jón Aðils, Gestur Pálsson, Valdemar Helgason. Af yngri kynslóðinni Jón Sigurbjörnsson og Helgi Skúiason. Önnur breyting varð á starf- inu um 1963, þegar rekstrinum var breytt; það var ráðinn leikhússtjóri og komið upp leik- húsráði, sem í rauninni vinnur eftir sömu hugmyndum og voru upphaflega, þannig að leikhúsið sé rekið af félagi, sem hafi áhrif á stefnu þess og störf, með að- alfundum, þar sem menn eru kosnir til að gegna ákveðnum störfum, en ekki að aðilar óvið- komandi leikhúsinu taki ákvarðanir fyrir það, Þessari lvðræðisstefnu hefur alltaf ver- ið fvlgt hér, jafnvel eftir að leikhúsið varð að öllu leyti at- vinnuleikhús og leikararnir þurftu ekki að sinna öðru dags- verki en því, sem þeir unnu hér á sviðinu. Leikfélagið sem slíkt heldur áfram sína fundi og tek- ur sínar ákvarðanir, velur sína stiórn til tveggja ára; leikhús- stióri er til dæmis ráðinn á aðalfundi. Hann er því í sjálfu sér ráðinn af leikurunum. Þetta er leikhús leikaranna og þess starfsfólks, sem starfar á svið- inu. — Er þetta heppilegt form, að þínu áliti? — Erlendis eru einmitt mikl- ar umræður um starfshætti leikhúsa, og hefur mjög verið gagnrýnt það form, að stjórn- málamenn velji leikhússtjóra sem síðan séu einráðir um stefnu leikhússins. Nú skyldi maður ætla að leikhússtjóri hefði eitthvað neikvætt um það að segja að vera ekki alráður, en ég verð að segja að ég hygg að þetta form sé heppilegt, mið- að við mína reynslu. Ég kýs heldur það starfsform að allir séu samábyrgir og vinni saman að ákveðnu marki, en að stór hópur vinni eftir mínum dutt- lungum eingöngu. — Höfðu rekstrarbreyting- arnar 1963 í för með sér breyt- ingar á starfsháttum? — Vitaskuld. Þær breytingar voru fyrst og fremst kleifar af því að Reykjavíkurborg stórjók framlag sitt til leikhúsreksturs- ins, þannig að það hefur marg- faldast nú á örfáum árum. Líka hefur sýnt sig að forsenda var fyrir þessu, því að .t.d. 1961-—2, fyrir tíu árum, voru leikhús- gestir eitthvað um sextán þús- und, en í fyrra vorum við með sjötíu og átta þúsund. — Er það metár? — Já, það er það hæsta sem við höfum komist. Þessi tala gefur að vísu ekki upp allan sannleika, vegna þess að við höfum fært út starfsemina. Við förum í skólana og sýnum þar, við höfum tekið Austurbæjar- bíó á leigu og sýnum þar. f Iðnó munu leikhúsgestirnir þó í fyrra hafa verið um fjörutíu og þrjú þúsund. — Hvað er annars að frétta af Borgarleikhúsinu, sem von hefur verið á um hríð? — Það er vitaskuld enginn vafi á því, að þetta hús rís nú innan mjög fárra ára. Það er komin ákveðin viijayfirlýsing frá borgarstjórn þess efnis, og mér þykir trúlegt að núna í sambandi við afmælið verði teknar úrslitaákvarðanir í því efni. Undanfarin ár hefur borg- in lagt til hliðar tvær milljónir til leikhúsbyggingarinnar á hverju ári, og sjálf höfum við safnað tuttugu milljónum núna til að byrja með. í haust sam- þykkti svo borgarstjórn að leggia til hliðar tíu milljónir á þessu ári, sem vitaskuld segir bá sögu að nú skuli hafist handa. — Verður Borgarleikhúsið rekið á sama hátt og Iðnó nú? — Leikhúsið yrði vitaskuld rekið af borginni, hvað fjár- hagshliðina snertir. Hinsvegar hafa ráðamenn borgarinnar haft við okkur náið samráð um þetta mál frá upphafi og lýst þeim vilja sínum að það verði eftir sem áður þeir sem í leikhúsinu starfa, sem stjórni því. Formið verður sem sagt það sama og áður; það verða hinir listrænu starfsmenn leikhússins, sem hafa þar stjórn á hendi. — íslensk leikritun hefur mjög færst í vöxt síðustu árin. Hvað hefurðu um þá hreyfingu að segja? — Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þá grósku, sem hlaupið hefur í hana á seinni árum. Áður var oft leit- un á frambærilegum leikritum. Á áratugnum fimmtíu til sextíu eru til dæmis aðeins frumsýnd þrjú ný íslensk leikrit, og eitt eða tvö gömul. Nú aftur, á síð- asta áratug, eru þau yfir tutt- ugu, þar af átján ný, svo að þetta hefur gerbreytst. En að vísu höfum við lagt talsvert ríka áherslu á þetta starf. Við lítum svo á, að bæði sé meiri grundvöllur fyrir nánara sam- starfi en áður var, og okkur finnst einnig að reynslan hafi sýnt það. Við höfum undanfar- ið komið fram með fjölda af ís- lenskum verkum, sem beinlínis hafa fengið óvenjulegar við- tökur. Og það segir sig sjálft að þetta með íslensku leikritin er ekki nein gustukastarfsemi gagnvart höfundunum eða því- umlikt, eða þá að þetta stafi af bókmenntalegum snobbisma. Þetta er einfaldlega það, að leikhúsin hafa eðlilega áhrif í því þjóðfélagi, sem þau spegla, og það segir sig sjálft að ef höf- undur nær tökum á umhverfi sínu, þá felur verk hans í sér beinni skírskotun til áhorfenda en erlend verk. Og það sem meira er: það hefur ákveðna skírskotun til þeirra sem engin erlend verk geta haft, ef vel tekst. — Þú álítur sem sagt að sú stefna ykkar að örva íslenska leikritun eigi sinn þátt í þess- ari grósku hennar? — Já, ég mundi nú hiklaust segja það. Við höfum unnið mikið með höfundum; þeir hafa verið hér mikið í leikhúsinu, og okkur til mikillar ánægju, satt að segja. Eina skilyrðið sem við setjum er að þeir komi ekki aðeins einu sinni eða tvisvar og haldi þá að þeir séu komnir inn í allan sannleika. Við viljum að þeir séu á æfingum frá upphafi 44 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.