Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 25

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 25
— Eins og viff vitum, erum viff ekki sér- staklega margir, sem á þessu landi búum. Þaff er því kannski ekki nema efflilegt, aff hér séu ekki allir hlutir jafnvel gerffir. Ég hygg þó aff hæfileikar leikara séu ekki lakari hér en erlendis. Ég held aff okkar menn standi fyllilega fyrir sínu. Sumir þeirra hafa tæknilega galla, er stafa af því að þeir hafa ekki fengiff nógu góffa skólun upphaflega. Hér hefur aldrei ver- iff fullgildur leikskóli, og viff skulum horf- ast í augu viff aff þar er undirstaffan. Rætt við Svein Einarsson, leikhússtjóra, af tilefni sjötíu og fimm ára afmælis Leikfé- lags Reykjavíkur. LEIKHÚS LEIKARANNA Á þessu nýbyrjaða ári eru sjötíu og fimm ár liðin frá stofnun Leikfélags Reykjavík- ur. Er hér um að ræða merkis- afmæli í íslenzkri leiklistarsögu, þar eð segja má að með stofn- un félagsins 1897 hafi leikhús- líf fyrir alvöru hafist hér á landi. Hefur félagið óslitið starfað síðan og alltaf í Iðnó, þessu yfirlætislausa gamla húsi við Tjarnarhornið, sem löngu er orðinn einskonar helgur staður í augum íslenzkra leik- húsunnenda. Sem eðlilegt má kalla er margt á döfinni hjá Leikfélag- . inu af tilefni afmælisins. Á sjálft afmæliskvöldið verður sýnd ný leikgerð, sem Sveinn Einarsson leikhússtjóri hefur unnið upp úr Útílegumönnun- um og Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumsson. Til vors verður verkefnaskráin eingöngu helguð íslenskum leikritum og verða á því tímabili frumflutt fjögur ný verk: Atómstöðin eft- ir Halldór Laxness, gert eftir samnefndri skáldsögu, Dóminó eftir Jökul Jakobsson, Dans- leikur eftir Odd Björnsson og Kona í hjólastól eftir Nínu Björk Árnadóttur. Þá efndi fé- lagið til leikritasamkeppni og verða úrslitin kunngerð á af- mælisdaginn. Hjá Almenna bókafélaginu kemur út ágrip af sögu leikfélagsins, sem Sveinn Einarsson hefur skráð og Fálk- inn hf. gefur út hljómplötu með brotum úr nokkrum þeim leik- ritum íslenskum, sem mestar vinsældir hafa hlotið hjá Leik- félaginu undanfarin ár. Þá verður leikmyndagerð í Iðnó frá upphafi kynnt með sérstakri sýningu í Bogasal. Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur er og hefur verið síðan 1963 Sveinn Einarsson, fil. lic., og sneri Vikan sér til hans af tilefni afmælisins og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar. — Aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins, hóf Sveinn máls, — og sá sem vann mest að framgangi þess máls var Þorvarður Þorvarðsson, sem varð fyrsti formaður félagsins. Hann var prentari og hafði fengist við leiklist áður; þá voru nefnilega tveir leikflokkar hér starfandi, litlir báðir, venjulega sama fólkið í báðum. Annar var í Góðtemplarahúsinu, sem hafði verið reist 1889 og síðan stækk- að níutíu og tvö, ef ég man rétt. Hinn hópurinn hélt til í Bröttu- götu, í húsinu þar sem Silli og Valdi eru núna, handan við Aðalstræti 8. Það stendur enn það hús; hét Fjalakötturinn eða Breiðfjörðsleikhús, kennt við Valgarð Breiðfjörð kaupmann, sem reisti það. Og hann reisti það beinlínis sem leikhús. Hing- að kom danskur leikflokkur — Edward Jensen og kona hans Olga — 1891 eða tvö. Jensen var fenginn til að segja til um hvernig sviðið færi vel, og vígði það síðan með leikflokki sínum. — Tóku þá þessir tveir leik- flokkar höndum saman um stofnun Leikfélagsins? — Já. Áður hafði verið gerð tilraun til að sameina þessa tvo hópa, en ekki tekist, fyrr en í þetta skipti. Iðnaðarmannafé- lagið reisti þetta hús, og sá fram á að það mundi ekki hafa full not þess, og vildi þá beina leik- starfseminni hingað, þar eð að- staða var hér betri en í hinum stöðunum. Og það tókst. Og raunar í tilefni af því, að þessi aðstaða var fyrir hendi, var stofnaður þessi leikflokkur, Leikfélag Reykjavíkur. — Hver voru helstu verk- efnin í upphafi? — Val verkefnanna skar sig í fyrstu ekki mikið frá því, sem hafði verið hjá leikflokkunum tveimur. Þetta voru mest svo- kallaðir danskir söngva-smá- munir, það er að segja vaude- viller. Mörg þessara verka eru gleymd í dag, og seinna voru Framhald á bls. 43. 1. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.