Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 3
1. tölublað - 6. janúar 1972 - 34. árgangur Vikan Leikfélag Reykjavíkur 75 ára Leikfélag Reykjavíkur verður 75 ára 11. janúar næstkomandi. I tilefni af því birtum við viðtal við Svein Einarsson, leikhús- stjóra, og myndir af fast- ráðnum leikurum félags- ins í minnisstæðum hlut- verkum. Sjá b!s. 25—27. Hneyksli við brezku hirðina Fjárhættuspil var bannað með lögum, en sjálfur prinsinn af Wales, elzti sonur Viktoriu drottning- ar, var sakaður um að hafa stundað það við hirðina. Skemmtileg, söguleg frásögn um þetta hneyksli birtist á bls. 16. Snjóflóðið á Stekk Þá minnst vonum varði steyptist ógæfan yfir. Fyrirboði hennar birtist á nýársnótt, og nóttina áður en hinn válegi atburður gerðist, var bóndi venju fremur órólegur og gat ekki fest hugann við neitt. Sjá islenzka frásögn á bls. 12. KÆRI LESANDI! Ellefta janúar næstkomandi held- ur Leikfélag Reykjavíkur hátíð- legt sjötíu og fimm ára afmæli sitt, og af því tilefni er í þessu hlaði viðtal við Svein Einarsson, leikhússtjóra. Varla ætti að þurfa að minna á, hvilíku hlutverki Leikfélagið hefur gegnt í sögu is- lenzkrar leiklistar; má með sanni segja að með stofnun þess 1897 hefjist íslenzkt leikhúslif fyrir al- vöru. Starfsemi félagsins fytgdi stöðug gróandi í leiklist okkar og leikritagerð gegnum árin, og svið- setning klassískra meistaraverka og áhugaverðra samtímaleikrita komu okkur í samhand við hinn alþjóðlega leikhúsheim. Og enn þann dag í dag einkennir stefnu Leikfélagsins dirfska og fúsleiki til að taka frumkvæði. Sá fjör- kippur, sem komið hefur i ís- lenzka leikritagerð á síðustu ár- um, er áreiðanlega að verulegu leyti að þakka örvun af hálfu fé- lagsins og samstarfsvilja þess við leikritahöfunda. Þess er að vænta að án frekari tafar verði mí hafizt handa um byggingu hins fyrirhugaða Borg- arleikhúss, þannig að Leikfélag- ið fái forsvaranlega aðstöðu til starfsemi sinnar. Einnig að endir verði tafarlaust bundinn á það ófremdarástand, að höfuðborgin sé án leiklistarskóla. Fullgildur leiklistarskóli er að sjálfsögðu grundvöllur þess, að leikhúslíf geti staðið með viðeigandi blóma. EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. Þar verða menn yfir hundrað ára Snjóflóðið á Stekk, íslenzk frásögn 12 Hans konunglega tign skemmtir sér, frásögn af sögulegu máli varðandi fjárhættuspil við brezku hirðina 16 Leikhúsferð í Tíflis, kafli úr bókinni An American in Russia eftir Harison Salisbury, ritstjóra Times. Þýðing: Arnheiður Sigurðar- dóttir 18 VIÐTÖL Leikhús leikaranna. Vikan ræðir við Svein Einarsson, leikhússtjóra, í tilefni af 75 ára afmæli Leikfélags Reykjavikur 25 Þannig þekkjum við þau bezt, fastráðnir leikarar LR i minnisstæðum hlutverkum 26 Þau giftu sig í kyrtlum, rætt við ung brúð- hjón, sem giftu sig nýlega í Kópavogskirkju á óvenjulegan hátt 28 SÖGUR Gjafirnar, smásaga eftir Antony Erskine Lindop Nornanótt, framhaldssaga, 7. hluti 10 I skugga eikarinnar, framhaldssaga, 10. hl. 20 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn Heyra má 14 Matreiðslubók Vikunnar 23 Krossgáta 31 Stjörnuspá 32 Myndasögur 35, 38, 42 FORSfDAN Þau heita Edda Sverrisdóttir og Leifur Hauksson og giftu sig nýlega í Kópavogskirkju i þessum skrautlegu kyrtlum. Hljómsveitin Náttúra átti að leika t kirkjunni, en svo illa vildi til, að kvöldið áður brann Glaumbær og hljómsveitin missti öll hljóðfæri sín. (Ljósm. Egill Sigurðsson). VIKAN Útgefandl: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorlelfsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdlmarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SlgrlSur Þorvaldsdóttlr og Sigríður Ólafsdóttir. — Rltstjóm, auglýsingar, afgrelðsla og dreifing: Sklpholti 33. Simar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrlr 13 tölu- blöð órsfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 28 blöð misserislega. Áskrlftargjaldið grelðist fyrlrfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og Agúst. 1. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.