Vikan


Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 06.01.1972, Blaðsíða 20
nekt hennar. Hann hafði svikiS hana. í fyrsta sinn komst hún í snertingu við sviksemi þessa heims... FRAMHALDSSAGA EFTIR PAULE MASON -10 HLUTI — Hann er alls ekki hjá vin- um sínum í skóginum. Ég segi það alveg satt, hann er dáinn. Ég sá hann — í garðinum. Heidi vissi ekki hvernig hún átti að taka þessu. — Ég sá hann . . . — í garðinum? — Já. Hann er dáinn. Graf- inn í garðinum. Drengurinn skalf og nötraði. Heidi átti erfitt um andardrátt. Hún gat ekki hugsað rökrétt, hún var dofin um allan líkam- ann. —• Hvernig gaztu séð hann . . . ef hann er grafinn? — Hann gróf hann upp, sagði drengurinn, blátt áfram. — Hver? Hver gróf hann upp? - Hann . . . vinurinn þinn. Jafnvel þótt Heidi hefði bú- izt við þessu svari, varð hún ofsalega reið. Hún opnaði munninn til að æpa, en hún æpti ekki, því að skyndilega hafði hún á tilfinningunni að hún hefði upplifað eitthvað þessu líkt áður. Hvað hét nú strákurinn. — Vinur þinn gróf Tiddli upp, rétt núna, þegar við kom- um til baka, sagði Nicky, en Heidi hlustaði ekki á hann. Nicky greip hönd hennar, en hún tók ekki eftir því. Hinn drengurinn hét Jacqu- es. Það var Jacques sem hafði gert henni óleik. Hún var þá fjögurra ára og Jacques var bezti leikfélagi hennar. Hún til- bað hann. Þau léku sér sam- an alla daga í garðinum og þetta síðdegi léku þau sér að venju. Hún fann að samfest- ingurinn hennar var opinn að aftan, hnapparnir voru of litlir í hnappagötin. — Þegar við komum til baka sagði vinur þinn að hann ætl- aði að sýna mér eitthvað. Hann fór með mig út í garðinn og þar . . . Hún hafði snúið bakinu í Jacques og beðið hann að hneppa samfestingnum. Hún fann fyrir heitum höndum hans. „Ég er búinn,“ sagði Jacques flissandi. Hún sneri sér við, en rétt í því fann hún að samfest- ingurinn rann af henni, hann hafði hneppt frá, svo samfest- ingurinn féll til jarðar og hún stóð þar nakin. — ... og þar sýndi hann mér . . . Jacques stóð þar í sólskininu og hló að nekt hennar. Hann hafði svikið hana, í fyrsta sinn komst hún í snertingu við svik- semi þessa heims. Hún varð glóandi af reiði, en hún grét ekki. Hún beygði sig og tók samfestinginn upp og fór í hann, án þess að segja nokk- urt orð. Jacques roðnaði og varð skömmustulegur og bauðst jafnvel til að hneppa. Hún lét hann gera það. Þau héldu svo áfram að leika sér, bæði þenn- an dag og framvegis og hún var jafn hrifin af honum, eftir sem áður. En hún vissi að á bak við brosandi andlit hans leyndist lygin. — Hann sýndi mér Tiddli. Tiddli er dáinn. Það var vinur þinn sem drpa hann, endurtók Nicky. Hann var nú orðinn upp- gefinn, tárin runnu niður kinn- ar hans og hann hélt sér fast í Heidi. Heidi stjakaði honum frá sér. — Hlustaðu nú á mig, Nic- holas, sagði hún hörkulega og þetta var í fyrsta sinn sem hún notaði fullt nafn hans. — Við skulum koma út og athuga þetta, bæði tvö. Þú getur sýnt mér hvar þetta er. Þú segir að Tiddli liggi úti í garðinum. — Já, undir eikinni. Þar sem vinur þinn skildi hann eftir. — Við skulum þá koma, sagði Heidi. Og án þess að segja fleira, fóru þau niður stigann. Þau gengu hljóðlega og fóru gegnum eldhúsdyrnar. Þau gengu beint að trénu. Þar var ekkert að sjá. Nicky varð stjarfur af undr- un. Hann glennti upp augun i skelfingu. — Þú sérð að það er ekk- ert undir trénu, sagði Heidi hörkulega, öskuvond og ekki fær um að hugsa rökrétt. — Tiddli er ekki hér. Hún endur- tók þetta aftur og aftur, eins og það væri eina haldreipið. En hann var hérna. Ég sá hann. Vinur þinn gróf hann upp. — Þú skrökvar, æpti Heidi. Hvernig dettur þér í hug að segja annað eins og þetta um vin minn? Hvers vegna hatar þú hann? — Það er satt, sagði Nicky ákveðinn, þótt hann væri skjálf- andi af ótta. Hún beygði sig niður að hon- um, rannsakaði svip hans og rödd hennar var hatursfull, þegar hún sagði: — Segðu mér eitt, Nicholas, þar sem þú sást Tiddli . . . Var það nokkuð sérstakt, sem þú tókst eftir? Eitthvað sem var öðruvísi en það átti að vera? Var Tiddli öðruvísi en hann var vanur að vera? — Hvað áttu við? Hann skildi að þessi spurning var mjög áríðandi. Hann saup hveljur. — Var eitthvað sem vant- aði? — Ég skil ekki hvað þú átt við . . . — Var Tiddli alveg eins og hann var vanur að vera? Var hann ekki eitthvað breyttur? — Nei, sagði drengurinn vndræðalega, án þess að skilja hvað hún vildi fá fram með þessari spurningu. •— Tiddli var bara dáinn. — Sástu skottið á honum. — Auðvitað, kjökraði dreng- urinn. — Auðvitað sá ég skott- ið. Vesalings, vesalings Tiddli Hann greip í blindni eftir pilsinu hennar, en hún ýtti honum kuldalega frá sér. — Nei, Nicholas, sagði hún. — Ég vil ekki koma nálægt þér. Mér er ekkert um drengi sem ljúga. Þú ert lygari, Nic- holas. Ég veit það núna. Drengurinn stóð grafkyrr, meðan hún lét þessa dembu dynja yfir hann. Hann reyndi ekki aftur að snerta hana. Hann var hættur að gráta og þrjózk- an skein úr svip hans. — Þú ferð beint í rúmið, án þess að fá mat, hélt hún áfram. — Það verður að refsa þér fyr- ir þetta. Þú hefur logið upp á bezta vin minn. Þú hefur log- ið upp þessari sögu um hann. Ég vil ekki sjá þig. Farðu strax í rúmið. Hann sneri sér við og gekk inn, án þess að segja nokkurt orð. — Ég hef áhyggjur af Nic- ky, sagði Heidi við Kollok, síð- ar um kvöldið. — Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir dreng- inn. — Hvað áttu við? spurði Kollok vinbjarnlega. En hún gat ekki fengið af sér að segja honum það. Það var alltof grimmilegt. Það myndi örugglega særa hann. — Hvað hefur hann gert? — Ekkert, sagði hún og von- aði að hann spyrði ekki frek- ar. Það er ekki neitt sem hann hefur gert, en hann er bara svo einkennilegur í fram- komu. — En hvernig? Augnaráðið var hlýtt og traustvekjandi. — Hann er svo undarlegur, sagði hún og hristi mæðulega höfuðið. Og svo gat hún ekki stillt sig, hún sagði honum alla söguna. Þau voru ein í stofunni. 20 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.