Vikan


Vikan - 21.09.1972, Síða 5

Vikan - 21.09.1972, Síða 5
um getur í lífinu. Ástabréfin okkar eru kannski „ferlega asnaleg", en Pósturinn fær slík ósköp af þeim, að hann kemst ekki yfir að svara nema örfáum þeirra. Vera kann, að eitt og eitt bréf sé skrifað í gamni, en obbinn af þeim er áreiðanlega skrifaður í fúlustu alvöru. Við skulum sýna þessum bréfum kristilegt umburðarlyndi og minnast þess, að öll vandamál eru flókin, ef maður getur ekki leyst þau, jafnvel það að vera skotin í strák og vita ekki, hvernig maður getur krækt í hann. Jú, það koma viðtöl við sjónvarpsþulina, sem eftir eru. Fóru saman í skóginn Kæri Póstur! Ég þakka þér allt gamalt og gott í Vikunni, sérstaklega Póst- inn og stjörnuspána. Ég ætla að biðja þig um ráð og það gott. Ég hef verið með strák siðan um miðjan júní, þar til fyrir fimm dögum. Við vorum alveg ofsalega ástfangin og voða happý. Um verzlunarmannahelg- ina fórum við saman í skóginn, og á laugardag datt ég í það og var með öðrum strák og aftur um nóttina með hinum. Ég sagði honum frá því sem ég gerði og hann fyrirgaf mér. En kvöldið eftir fannst mér hann hálf und- arlegur í framkomu. Ég minnt- ist á það, en hann kyssti mig bara og vildi sem minnst um það tala. Nokkrum dögum seinna gat hann loksins talað al- mennilega við mig. Þá sagði hann, að hann gæti ekki elskað mig eftir þetta. En ég elska hann enn, og mig vantar ráð til að ná aftur í hann. Vinur hans heldur, að það sé mjög auðvelt að koma okkur saman. Og vin- konur mínar eru búnar að spá því, að við eigum eftir að byrja að vera saman aftur. Hvað á ég að gera? Á ég að láta hann flakka eða hvað? Guðrún. Það er einhver kæruleysistónn í þessu bréfi, sem viS kunnum ekki nógu vel við. Þú gerðist sek um alvarlegt kæruleysi þarna í skóginum, og það er ekki nema von, að strákurinn hafi lítið álit á þér síðan. Það eina sem þú getur gert er að sýna honum, að þér sé full alvara og hugur fylgi máli. Ef þér tekst að sannfæra hann um, að það sem gerðist í skóginum hafi verið algert „slys", sem ekki komi fyrir aftur — þá hefurðu ofur- litla von. En það tekur sjálf- sagt nokkurn tíma. Endurvekið vísnaþáttinn Kæri Póstur! Ég vil byrja á því að þakka allt gott, sem Vikan hefur flutt mér og öðrum lesendum. Það, sem mér liggur á hjarta er að skora mjög eindregið á Vikuna að hefja að nýju sína stórfínu vísna- þætti, er hún byrjaði með í fyrravor. Þeir voru mörgum sem ég þekki til mikillar ánægju og vona ég, að Vikan leyfi lesend- um sínum að njóta þeirrar ánægju aftur sem allra fyrst. Ég vona, að þetta verði birt, svo að fleiri geti þá kannski látið álit sitt í Ijós. Með kærri fyrirfram þökk. Einn vongóður. P.S. Hvað lestu úr skriftinni, og hvernig eiga Ljónið og Tvíbur- arnir saman. Pósturinn hefur komið þessari ósk á framfæri og það munu vera góðar horfur á þvi, að visnaþátturinn byrji aftur innan skamms. Lausavísan á sér enn marga aðdáendur sem betur fer, jafnvel meðal ungs fólks. Skrift- in er ákveðin og karlmannleg, og Ljónið og Tvíburarnir eiga ágætlega saman. Þá brosir hann stundum Kæri Póstur! Okkur langar að biðja þig að leysa fyrir okkur vandamál, eins og þú gerir fyrir marga. Þannig er mál með vexti að við erum hér tvær vinkonur hrifnar af sama stráknum. En hann var með okkur í bekk í vetur. Hann er ekki með á föstu. Okkur langar til að krækja í hann, því að við erum að deyja úr ást, en hann er svo feiminn. Hann þorir ekki að tala við okkur. Og þegar hann hittir okkur úti á götu, þá brosir hann stundum. Elsku Póst- ur, hvað finnst þér, eigum við að láta hann vera, eða að reyna að krækja í hann? G. B. Hvernig eiga steingeit og stein- geit saman og steingeit og krabbinn? Hvernig er skriftin? Hvað lestu úr henni? Reynandi væri fyrir aðra ykkar að tala við hann og gefa honum í skyn að hin væri hrifin af hon- um. Þá ætti að hrökkva upp úr honum hvort hann er nokkuð hrifinn af annarri ykkar — eða báðum. Tvær steingeitur eiga yfirleitt vel saman, en krabbi og steingeit illa. Skriftin er hroða- leg og ekkert úr henni lesandi. PHILIPS og CARAVELL frystikistur stórkostlegt úrval - allar stæróir HEIMILISTÆKI SF. Verið velkomin í verzlanir okkar Sætúni 8 og Hafnarstræti 3 símar 15655 - 24000 - 20455. 38. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.