Vikan


Vikan - 21.09.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 21.09.1972, Blaðsíða 18
Jar&húsíð sem Jókoj bjó í var einstaklega vel faliö. Þar fundust föt og verkfæri, sem hann haf&i sjálfur HANN HÉLT STRÍÐINU ÁFRAM EINN Fimm klukkustundum síðar var fréttin komin út um allan heim. Heimsstyrjöldinni síðari var að lokum lokið fyrir klæð- skera að nafni Sjóitsji Jókoj, fimmtíu og átta ára gömlum, undirforingja í keisaralega hernum japanska. í tuttugu og átta ár hafði hann lifað sem steinaldarmað- ur í frumskóginum, stöðugt á flótta undan bandarísku „óvina- herjunum". Þegar Bandaríkjamenn gerðu stormárás á Gúam í ágúst 1944 og þurrkuðu japanska liðið þar út, fengu Jókoj og félagar hans eftirfarandi skipun hjá yfir- mönnum sínum: Farið inn í frumskóginn, hefjið skæru- hernað. Gefizt aldrei upp, fremjið heldur harakiri. Gúam er nú svo fjölsótt af japönskum túristum, að eyja þessi er eins konar Maljorka fyrir þá þjóð. Á suðurhafsey þessari er líka ein sú stærsta af herbækistöðvum Bandaríkja- manna í Austurlöndum fjær. Þegar Sjóitsji Jókoj var seint og um síðir tekinn til fanga, vakti sú frétt ekki einungis brandara óg hlátur. Nei, frétt- in hafði djúptæk áhrif á flesta Japani. Allt í einu var þetta nú að Marlueyja mi&ja vegu milli Japans og Nýju-GIneu. búiö til. því er virðist íriðelskandi fóik hlifðarlaust minnt á ógnirnar og blóðbaðið, sem fylgt höfðu hernaðarstefnu lands þeirra. Það minntist nú þeirra tima, þegar Japanir hlýddu öllum skipunum frá yfirvöldum og yfirmönnum eins og þrælar, þegar keisarinn var tilbeðinn sem almáttugur guð. Milljónir fólks, sem misst höfðu menn sína og feður á vígvöllunum grétu fyrir framan sjónvarps- tækin hvert sinn sem Jókoj gamli sýndi sig á skerminum. .Hskan, sem ekki vissi eitt eða neitt um stríðið, brást öðruvísi við. Margir ungir menn öfunduðu Jókoj og létu það hiklaust í ljós. Þeir töl- uðu um samkeppnina og streit- una, hvað allt væri að verða líkt hvað öðru, ofskipulagning- una, ok erfðavenja og meng- unina. Þeir sögðu að steinald- arlíf í frumskóginum hlytí að vera ólíkt meira mannsæm- andi. Jafnframt var líf þessa síð- asta (?) einmana hermanns í frumskóginum ögrun við allt fyrra mat á því, við hversu slæmar aðstæður menn gætu lifað. Enginn hafði svo lengi haldið út gegn ótta, einsemd og sulti. Jókoj undirforingi fór langt fram úr sögubókarhetjunni Ró- binson Krúsó. Aðeins tíu klukkustundum eftir að fréttin af þessum út- haldsgóða hermanni hafði ver- ið send út um heiminn, var heimspressan á leið til Gúam í þotu, sem tekin hafði verið á leigu í Tókíó. Undirforinginn gamli tók á nokkrum klukkutímum skrefin frá steinaldarlífinu inn i öld sjónvarpsins, barst á hraða ljóssins gegnum þróun, sem ár- hundruð hefði getað þurft til að koma í kring. Allt var nýtt fyrir honum. Nýir og nýir hlutir komu hon- um á óvart, hraðar en hann hafði við að átta sig á þeim. Jafnvei fátæklegan kofa Du- enasar veiðimanns í Talifofo þótti honum mikið til um. Tuttugu og átta meðliinir fjölskyldunnar störðu forvitnir á hann. Börnin hættu sér endr- um og eins nærri honum og snertu föt hans. Þegar hann hreyfði sig, þutu þau frá hon- um, æpandi af hræðslu. Hon- um gramdist þessi athygli, var óvanur henni, hafði ekki séð tvífætta veru síðustu átta árin. í fyrsta sinn í átta ár fékk hann nú skál af hrísgrjónum, sem hann úðaði í sig af mik- illi græðgi. Hann át makríl, buff, uxahalasúpu — já, hann át það sem borið var á borð og spurði um meira. Frú Duenas bandaði frá sér. — Þú ert ekki vanur mat. Ef þú borðar þig saddan svona allt í einu, geturðu dáið. Og drekktu ekki heldur alltof mikið vatn! Hálftíhna síðar steig hann upp í jeppa fjölskyldunnar til að aka til Agana, höfuðstaðar- ins á Gúam. Þegar vélin fór í gang varð hann hræddur og reyndi að henda sér út úr bíln- um. Hann hafði sem sé aldrei fyrr ekið í bíl . . . Á lögreglustöðinni í Agana gerði hann stuttlega og á skýrri japönsku grein fyrir því hver hann var, hverri bataljón hann tilheyrði og þuldu upp nöfnin á nánustu ættingjum sinum i Tomita, litlum bæ í miðhluta Japans. Hann teiknaði líka á kort hvernig maður komist þangað frá járnbrautarstöðinni í Nagoja. Á fundi um nóttina komust sýslustjórnin á Gúam, japanski konsúllinn þar og liðsforingjar frá Anderson-flugvellinum sameiginlega að þeirri niður- stöðu að hið ótrúlega væri satt: Jókoj væri í raun og sannleika eftirlegukind úr Kyrrahafs- stríðinu fyrir tuttugu og átta árum. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, að japanskir hermenn hafa fyrirfundizt á Kyrrahafs- eyjum eftir stríðið. Þeir höfðu líka lifað einangraðir og ekki haft hugmynd um að stríðinu væri lokið. Einn slíkur hermað- ur gafst upp 1951, þannig að hann kom inn í langleiðavagn, hneigði sig þrívegis og sagði furðulostnum farþegum að hann vildi hætta að striða. Ár- ið eftir voru tíu þungvopnaðir hermenn teknir á Gúam eftir langan eltingaleik og stutt 18 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.