Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 26
Það var kvöldstund
fyrir nokkru, að ég átti
stefnumót við
Svanfriði. Mótsstaður
okkar var hjá bezta
afmyndara bæjarins
natúrligvis, þvi til stóð að af-
mynda okkur Svanfriði. En svo,
þegar átti að fara að taka til
höndum kom i ljós, að ég var þá
þegar svo afmyndaður, ’ að
ógerlegt þótti að hafa mig með á
mynd. Kom nú babb i bátinn, en
það gleymdist fljótlega þegar
farið var að kikja á Svanfriði
sjálfa. Uppgötvaðist þá, að
Svanfriður hafði mætt fjórskipt til
leiks. Nú var úr vöndu að ráða, en
lausnin fannst von bráðar I
bæklingi, sem Svanfrfður var
með i pússi sinu. Varð þá ljóst, að
Svanfríður er samansett úr
fjórum sjálfstæðum einingum,
Birgir Hrafnsson
gitar
sem setja má saman og taka
sundur að vild. Dundaði af-
myndarinn nú við það fram eftir
kvöldi alsæll, jafnframt þvi að
festa atburðinn á filmu.
Árangurinn má sjá hér á sfðunni
og geta nú allir séð hvernig hin
raunverulega Svanfriður litur út.
Það sem hér fer á eftir, er að
mestu unnið úr spjalli sem ég átti
við þá Svanfriðarmenn, milli þess
er við hlustuðum á hið nýtilorðna
afkvæmi Svanfriðar, L.P.
plötuna, „What’s Hidden There”.
Þær fjórar einir jar, sem ég
minntist á áður, eru þeir Birgir
Hrafnsson, Gunnar Her-
mannsson, Pétur Kristjánsson og
Sigurður Karlsson. Allt eru þetta
vel þekkt nöfn og hafa áður verið
bendluð við hljómsveitir með
ýmsum nöfnum. Allar eiga
þessar hljómsveitir það sam-
eiginlegt, að hafa aldrei gefið út
L.P. plötu. Það að gefa út L.P.
plötu hefur þvl legið á Svanfrlði
eins og mara, siðan hún opin-
beraði. Og nú loksins er Svan-
friður orðin léttari. Afkvæmið var
skfrt „What’s Hidden There?”,
eftir einu laginu á plötunni. Alla
texta hefur Róbert Árni gert, en
hann nemur lög við H.í.
Fyrsta iag plötunnar er „The
Woman Of Our Day”,
Nútimakonan, eftir Birgi. Lagið
átti sér ekki langan aðdraganda,
né tók langan tima að semja það.
Svanfriður hafði inni um skeið i
sumarbústað skammt frá
bænum. Þar þurfti eins og alls
staðar annars staðar að gera
hreint. Birgir var hins vegar hinn
mesti letingi og stalst út með
gftarinn. Eftir korter kom hann
inn aftur með lagið tilbúið. Svo
segir i annálum.
Allir hljómlistarmenn eiga sér
sinn uppáhaldshljóðfæraleikara.
Það er næstum óhjákvæmilegt
annað en að verða fyrir áhrifum
frá þeim, sé hlustað mikið á þá og
þeir stúderaðir eins og sagt er.
Sigurður Karlsson,
trommur
Birgir telur sig hafa orðið fyrir
nokkrum áhrifum frá Dave Klem
Klemsson, sem var i Colosseum
hér áður.
„The Mug”, er eftir Gunnar.
Textinn er hálfgerð fantasia um
lif I vatnsfletinum. í þessu lagi er
notað Moog. Er Svanfriður fyrsta
Islenzka hljómsveitin, sem notar
Moog í flutningi sinum. Það er
nokkurs konar elektróniskt borð,
sem gefur frá sér mismunandi
tóna, sem siðan er hægt að afbaka
á alla mögulega vegu. I þetta
skipti var um að ræða tiu nótna
borð, svokallaðan Mini-Moog.
Kaupverð eins sliks er áætlað um
120 þús. krónur. Sá, sem notaður
var við plötuupptökuna, var
fenginn að láni, en væntanlega
mun hljómsveitin festa kaup á
einum áður en langt um liður.
Auk Moogs eru pianó og
kassagitar aðalhljóðfæri i „The
Mug”. Lagið sker sig nokkuð úr.
Þegar siðustu tónar þess deyja út,
gefur að heyra aumingja, sem ku
hafa villzt inn i stúdióið. Minna
óhljóð hans mest á Pétur
næturgala, enda kom á daginn, að
hann hafði sloppið úr búrinu sinu
og komizt inn i upptökusalinn, þar
sem hann svo varla mátti mæla af
hrifningu. Atvik, sem kemur
öllum til að brosa, að minnsta
kosti úti annað.
„Piease Bend”, er samið af
þeim öllum. 1 upphafi var þetta
lag aðeins lltill rokkfrasi, sem
skyndilfjga skaut upp kollinum i
kollinum á Svanfriði. 1 raun eru
flest lögin bara litlir rokkfrasar,
sem siðan hefur verið smiðað
utan um. Hvað trommuleik I
stúdiói snertir, ber að hafa i huga,
að trommuleikarinn verður að
byrja á að venjast gjörsamlega
nýjum hljómum úr hverri
trommu. Þetta varð Sigurður að
ganga i gegnum, og tók það hann
stundum upp I þrjá tima að fá
réttan hljóm úr trommunum.
Svipuð stilling hjá hinum tók
venjulega ekki nema fimmtán til
tuttugu mínútur. Annað er, að
trommuleikari verður raunveru-
lega að leika á trommurnar við
upptöku, en ekki berja þær af lifs
og sálar kröftum, eins og oft vill
bregða við á böllum.
OPINBERUN
26 VIKAN 38.TBL,