Vikan


Vikan - 21.09.1972, Blaðsíða 28

Vikan - 21.09.1972, Blaðsíða 28
»Nei - heyrðu nú. Notarðu uppbvottalög Uppþvottalögurínn fm Palmolive mýkir hendumar - meðan þér standið við uppþvottinn Já, hin sérstaka samsetning Palmolive verndar hendur yðar, meðan þér þvoið upp, og gerir þær mýkri en nokkru sinni. Uppþvottalögurinn hreinsar líka mataráhöldin, svo að þau verða skínandi björt - og það þér þurrkið ekki af þeim. RENSJÖHOLM Framhald aí bls. 23. — Það voru svo margar furðulegar reglur þar og ég gat ekki alltaf farið eftir þeim. Eins og aö slökkva ljósiö klukkan niu og fara að sofa, án þess að lesa. Það var alltaf nóg að gera allan daginn og ég fékk ekki næði til að lesa þaö sem mig langaði til, fyrr en ég var kominn I rúmið. Mér þykir llka gaman að fara á kreik á nóttunni, mér líður vel I myrkri. Þeir þoldu ekki heldur að ég gerði það. Hann var búinn að hreinsa blekplötuna og stakk henni i kassann. — Og ég mátti heldur ekki lesa þær bækur sem mig langaði til að lesa. Veiztu hvað þeir vildu að ég læsi? Barnabækur! Bjánalegar bar- nabækur! Ég sagði að mér dytti það ekki i hug og ég gerði það heldur ekki. — En þeir gátu ekki rekið þig úr skólanum fyrir það. Hann virti ennþá fyrir sér fingraförin með velþóknun. — Nei, sagði hann einfaldlega, — það var vegna þess að ég haföi næstum drepið einn drenginn. Framh. I næsta blaði. ÞETTA SKEÐUR EKKI HJÁ OKKUR Framhald af bls. 13. Að sjálfsögðu hefir hann á réttu að standa. Kari átti kannske ekki von á þeim fyrr en á sunnudag og þá myndi hún ábyggilega koma i leitirnar. Á sunnudagsmorgun vakna þau við að lykli er stungið i skrána og þau heyra umgang og dynki, áður en útidyrunum er skellt aftur. Ingrid smeygir sér i slopp og flýtir sér fram. Þar stendur Oli , alsæli og útitekinn. —Hæ, manna.' Hann hefir fleygt draslinu sinu á gólfið. Ingrid spyr um Kari, áður en hún óskar hann velkominn. —Ég hefi ekki hugmynd um hvar hún er . Ég fór fyrir rúmri viku og þá hafði ég ekki séð hana i nokkra daga. Hvorki Oli né Folke taka ótta hennar alvarlega. —Hún hefir kannske farið til mömmu , segir Folke, þegar hann er að undirbúa sig til að sækja Jonas. Það gat svo sem verið. Það er ekki langt að fara til að heim- sækja hana og Kari fór þangað oft. Ingrid vildi ekki láta Folke sjá hve óttaslegin hún var, en um leiö og hann var kominn út úr dyrunum, hringdi hún til tengdamóður sinnar. Framhald á bls. 31. 28 VIKAN 38. TBL. 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.