Vikan - 21.09.1972, Síða 32
KONAN I
SNÖRUNNI
— Ja, þegar þér segiö
þaö . . . .svei mér, ef ég held ekki,
að þaö sé rétt, svaraði Hewlett. —
Ég skal athuga betur. Við fórum
til Waldhurst snemma dags þann
3., hittum umboðsmennina og
fengum léðan lykil. Síðan fórum
við i húsið og vorum talsverðan
tima að skoða það. >að virtist
vera eins og við vildum hafa það,
en þarfnaöist bara mikilla
viðgerða. Svo fórum við þaðan,
án þess að hafa ákvarðað okkur,
og ókum til London. baðeru fleiri
hús þarna skammt frá, sem við
þurftum að skoða, svo að við
fórum þangað næsta dag að lita á
þau. Og þar sem við höfðum
lykilinn hjá okkur, skoðuðum við
Wargrave House aftur og
athuguðum það nákvæmlega.
Loks komumst við að þeirri
niðurstöðu, að viðgerðirnar yrðu
dýrari en tilvinnandi væri, og
hættum þvi við aö kaupa það, og
hálfsáum þó eftir þvi. Og ég er
hræddur um, að ég hafi
steingleymt að skila lyklinum
aftur.
Hanslet kinkaði kolli. — Ég
þakka yöur fyrir greið svör, hr.
Hewlwtt. En þér skiljið, að okkur
stendur það á miklu að vita, hvar
lykillinn er niður kominn. Hafið
þér hann enn?
— Það hlýtur að v'era, en svei
mér ef ég veit, hvar hann getur
verið. En biðið þér viö. Helzt
hlýtur hann að vera einhvers-
staðar i vösum minum. Nú er ég
hér um bil viss um, hvar hann er.
Ég var þennan dag i sumar-
frakka, sem ég hef ekki farið i
siðan. Ef þér viljið afsaka mig
andartak, skal ég athuga málið.
Hann fór út, en kom að vörmu
spori aftur. glaölegur á svipinn.
— Gerið þér svo vel, sagði hann
og rétti Hanslet lykilinn.
Hanslet tók við Jyklinum og
athugaði hann gaumgæfilega.
Við hann var fest bögglaö
merkispjald, sem á var prentað:
„Morley & Briggs”, en skrifað:
„Wargrave House”. Það gat
enginn vafi á þvi leikið, aö þarna
var kominn rétti lykillinn.
— Þér eruð alveg viss um, að
þér hafið ekki látið þennan lykil
af hendi siðan þér skoðuðuð
húsið?
— Eins og hægt er að vera viss
um nokkurn hlut. Frakkinn hefur
hangið á sinum staö, siðan ég
kom heim úr þessari ferð.
— Það virðistgreinilegt. Ef þér
hafið ekkert á móti þvi, ætla ég að
taka lykilinn og senda hann til
Waldhurst. En úr þvi þessu er
lokið, ætla ég að spyrja yður um
annað: Þekkið þér nokkuö til
þessarar ungfrú Bartlett. Hún á
heima i Belmont Street, Chelsea,
og ég get sagt yður I trúnaöi, að
svo virðist helzt sem hún hafi
framiö sjálfsmorð.
Hewlett hristi höfuðiö. — Ég
get ekki munaö að hafa nokkurn-
tima heyrt það nafn nefnt,
svaraði hann. — Þó er rétt að
geta þess, að umboðsmaðurinn,
sem við hittum I Waldhurst, sagði
okkur að fleiri væru að spyrja um
húsið, og gat þá um einhverja
konu þar á staðnum. Ég hélt þá,
að þetta væri ekki annað en klók-
indabragð, til þess að viö yröum
fljótari að ákvarða okkur. Svo að
veslings stúlkan hefur framið
sjálfsmorð? Nú, annars er ég
ekki neitt sérlega hissa á þvi.
— Hversvegna segið þér það?
flýtti Hanslet sér að gripa fram i.
— Ekki af öðru en þvi, að húsið
er skuggalegt með afbrigðum.
Og sannast að segja, var það
einmitt það, sem fældi konuna
mina frá þvi. Ég reyndi að segja
við hana, að þetta væri mest að
kenna trjánum, sem vaxa þar allt
i kring, og mundi gjörbreytast til
batnaðar, ef þau væru höggvin,
en þér vitiö nú, hvernig kven-
fólkiðer. Það hefur ekki nægilegt
Imyndunarafl til að hugsa sér
umbæturnar áður en þær eru
framkvæmdar. Hún fékk þá
flugu, að húsið mundi orka illa á
taugarnar i sér. Og meira að
segja - hvort sem þér trúið þvi eða
ekki - þá fann hún það einhvern-
veginn út, að ókunnugt fólk væri
að flækjast kring um húsið. Ég
veit ekki, hvort þér eruð kvæntur
maður, fulltrúi, en ef svo er, má
ég þá gefa yður eina bendingu:
Takið aldrei konuna yðar með
yður I húsaleit.
Hanslet brosti. — Ég er
einhleypur og fer sennilega ekki I
neina húsaleit i bráðina. En
hvernig fékk frúin þessa
hugmynd, að óviðkomandi fólk
væri á sveimi kring um húsið?
— Það bar til þess smáatriði,
sem sennilega hvorugur okkar
hefði tekið eftir. Það er nefnilega
gallinn á kvenfólkinu, að það
hengir sig I smáatriðin en lætur
þau stóru eiga sig. I fyrra skiptið,
sem við skoðuðum húsiö, þann 3.
þessa mánaöar, vildi hún fara að
athuga garðinn, þegar við höfðum
litið á sjálft húsið. Garðurinn var
I vanhirðu, en þó ekki svo, að þvi
væri ekki við bjargandi. Þaðsem
konan min vildi helzt skoða, var
grasbletturinn, sem er spöl frá
húsinu. Vist var hann I hörmu-
legu ástandi, en ég fullvissaði
hana um, að ef hann væri sleginn
og valtaður nægilega, gæti hann
orðið sæmilegur. Þér skiljið: hún
er mikiö fyrir að leika tennis.
Hanslet kinkaði kolli, dálitið
óþolinmóður. Hann var aö hugsa
um, hvað maðurinn værf
eiginlega að fara.
—Ég gat sannfært hana um, að
bletturinn gæti orðið góður, en þá
kom sú spurning hjá henni, hvort
hann væri nægilega breiður i tvo
velli, hliö við hlið. Ég skrefaði
breiddina og sannfæröist um það,
sem ég-hafði þegar sagt: að
bletturinn væri nógu stór. En
meöan ég var að stiga völlinn,
rakst ég á þennan bláðaböggul.
- Hvaða blaðaböggul?
— Fyrirgefið. • Ég fór aftan að
sögunni. Við hliðina á blettinum
er stallur, sem er þéttvaxinn
allskonar gróðri, eins og annars
var allsstaðar kring um húsið.
Ég var kominn þangað, þegar ég
tók eftir einhverju hvitu, sem
liktist mest geysistórum sveppi.
Ég athugaði þetta og sá þá, að
það var kúla, hnoðuö saman úr
dagblöðum og bundin saman með
seglgarni. Ég tók böggulinn upp -
hann var annars mjög léttur - og
leit á hann. Og eitt fannst mér
einkennilegt. 1 fyrsta lagi, að
dagblöðin voru nýleg að sjá, og
alveg hrein af mold og vætu. Ég
hefði svariö, að þau væru ekki
búin að vera þarna nema fáeina
klukkutima. Og auk þess var þaö,
sem ég sá af þeim, frönsk blöö.
— Varla hefur konan yðar orðið
hrædd við þetta, sagði Hanslet.
—- Hún varð heldur ekkert
sérlega hrædd við blöðin. Við
komum okkur saman um, að
krakki hefði hnoðað saman
blöðunum og svo týntþeim þarna.
Ég skildi þau eftir á sama stað og
hugsaði ekki um þetta frekar.
En, eins og ég sagði áðan, fór ég
þangað daginn eftir og ásetti mér
að llta betur á blettinn. Ég
aðgætti þennan sama stað og þá
voru blöðin farin og ekki nóg með
það, heldur var þarna fullt af
nýlegum fótsporum, allt i kring,
sem ég get svarið, að voru ekki
þarna deginum áður. Það var
þetta, sem gerði konuna mina
órólega.
— Það þarf ekki annaö aö vera,
en að einhver hirðusöm man-
neskja, hafi verið að laga til
þarna, og hirt þau, sagði Hanslet.
— Auðvitaö. Og það sagði ég
lika við konuna mina. Umboðs-
maöurinn hafði sagt okkur, að
hann hefði konu til að lita eftir
húsinu. Það var svo sem auðséð,
að hún hafði fundið þetta og tekið
það burt. En það vildi konan riiin
ekki he.yra nefnt á nafn. Hún vildi
uppvæg halda þvi fram, að ein-
hverjir óviðkomandi menn væru
flækjast þarna kringum húsið,
sennilega útlendingar, fyrst þetta
var franskt blað, sem við fundum,
og ég sá mér ekki til neins að
koma fyrir hana vitinu. Þvi að
sannleikurinn var sá, að hún hafði
þegai ákvarðað, fyrir sitt leyti að
taka ekki húsið, og greip þess-
vegna hverja átyllu, sem hún gat
fundið. Kvenfólkið er nú
einusinni svona. En ég get nú
annars sagt yöur, þó að ég
viðurkenndi það ekki fyrir
konunni, að mér fannst sjáifum
húsið hálf-draugalegt.
Hanslet fannst rétt eins og
Hewlett vildi gjarna halda áfram
samtalinu til kvölds, til þess að
losna frá gestum konu sinnar. En
hinsvegar var hann ekkert for-
vitinn um þær ástæður, sem höföu
fælt þau hjónin frá húsinu. Hann
hafði náð i lykilinn og fengið að
vita, hvar hann hafði verið niður
kominn, siöustu dagana. Enn-
fremur var hann viss um, að
ekkert samband væri milli
Hewlett-hjónanna og nengdu
stúlkunnar.
Hann fór þvi jafnskjótt sem
hann gat það, kurteisinnar vegna,
sannfærður um aö hafa eytt að
minnsta kosti klukkustund af
dýrmætum tima sinum til ónýtis.
9. kafli.
Þó að Hanslet vildi ekki
viðurkenna það sjálfur, var hann
32 VIKAN 38. TBL.