Vikan


Vikan - 14.12.1972, Qupperneq 4

Vikan - 14.12.1972, Qupperneq 4
Uólavörur Old Spice og Tabac Pípuöskubakkar — gjafasett fgrir herra arin öskubakkar Atson seðlaveski Reykjapípur Vindlaskerar Pípustatíf Tóbakstunnur Tóbaksveski Tóbakspontur Sódakönnur S jússmælar (sparklets syphon) Ronson kveikjarar Ronson reykjapípur Konfektúrval Vindlaúrval Tóbaksverzlunin Þöll Veltusundi 3 (Gegnt Hótel íslands bifreiðastæðinu. -------- Sími 10775). PÓSTURINN Leiklistin laðar Kæra Vika! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvert á maður að snúa sér, þegar mann langar til að læra að leika? 2. Hvaða menntun þarf maður að hafa til að geta byrjað nám- ið? 3. Hvað tekur námið langan tíma? Svo bíð ég með eftirvæntingu eftir að fá að sjá svörin frá þér, Póstur minn. H.H. P.S. Hvernig er stafsetningin og skriftin, og hvað getur þú lesið úr skriftinni? 1. Ja, nú er ekki í mörg hús að venda fyrir þá, sem leiklistin laðar. Hvorki Þjóðleikhúsið né Leikfélag Reykjavíkur reka leng- ur skóla á sínum vegum, og all- ir biða í ofvæni eftir því, að stofnaður verði rikisleiklistar- skóli. Klemens Jónsson, leikari, sagði okkur, að vonir stæðu til, að nýtt frumvarp um þessi mál yrði lagt fram á þingi næsta árs. E. t. v. gætirðu komizt á kvöldnámskeið einhvers staðar, t. d. hjá Ævari Kvaran, leikara, sem lengi hefur haft námskeið af þessu tagi. 2. Landspróf hefur verið haft til viðmiðunar. 3. Þetta er þriggja ára nám. Skriftin er Ijómandi falleg og stafsetning góð, nema þú brauzt þá viðurkenndu reglu að hafa þolfall með sögninni að langa. Ur skriftinni lesum við gott skap og blíðlyndi, þolinmæði og reglusemi. Kaþólsk og lútherskur Kæri Póstur! Ég vonast eftir birtingu þessa bréfs, því það gæti varðað fleiri en mig. Eg er með stúlku, sem er þýzk og kaþólsk, en ég er lútherstrúar. Við ætlum að ganga ( það heilaga. Þarf ann- að okkar að breyta trúnni? Verður kannski að vera brúð- kaup í báðum kirkjum? Hverr- ar trúar verða börnin? Ætlunin er að búa á Islandi. Þú mátt reyna að lesa úr skriftinni, en ég veit, að hún er léleg. G B.K. Erlendis hefur til skamms tíma gilt sú regla, að væri annar að- ilinn kaþólskrar trúar, en hinn í einhverju öðru trúfélagi, varð sá síðarnefndi að heita því, að börnin yrðu alin upp í kaþólskri trú, þótt hann væri ekki skyld- ugur til að skipta um trúfélag. Nú er þetta víða að breytast, og hér á íslandi er þetta engum reglum háð. Börn eru yfirleitt skrásett samkvæmt trúfélagi móður, nema öðruvisi sé kveð- ið á um. Þetta er sem sagt allt á ykkar valdi, en eflaust er heillavænlegast fyrir ykkur að gera ákveðið út um þessi mál fyrirfram, bæði varðandi hjóna- vígsluna og uppeldið til þess að forðast hugsanlega árekstra sið- ar meir. Skriftin er að sönnu ekki fögur, en hún sýnir, að þú ert einlægur, heiðvirður og varkár að eðlisfari. Sleppti sér alveg Kæri Póstur! Ég ætla að leita til þín með vandamál, sem hrjáir mig svo mjög, að ég sef varla á nótt- unni. Ég er úr sveit, en er ný- flutt í „bæinn". Heima skeður aldrei neitt, og hin snöggu um- skipti höfðu þau áhrif á mig, að ég sleppti mér alveg. Ég fór út um hverja helgi, drakk og sló mér upp, já, m. a. s. svaf hjá þeim. Svo var það eina helg- ina, að ég var með þremur strákum sitt hvert kvöldið og náttúrlega nóttina. En svo fékk ég slæman móral og hef ekki farið út að skemmta mér sfðan. En svo kom vandamálið, ég er ófrísk. Ég veit ekki, hvað ég á að gera, þess vegna leita ég til þín. Ég þori ekki heim og á enga vinkonu hér í „bænum", þær heima mundu heldur ekki skilja mig og því síður trúa því upp á mig. Ég veit aðeins gælu- nöfnin á strákunum og ekkl, hvar þeir eiga heima, því þeir komu með mér heim. — Góði Póstur, hvað á ég að gera? Ég get ekki farið heim. Ekki henda bréfinu í körfuna frægu. Viltu svo segja mér, hvað þú lest úr skriftinni. Ein í miklum vanda. Póstinum finnst vægast sagt öm- urlegt að fá svona bréf, fyrst og fremst vegna þess, hvað það 4 VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.