Vikan


Vikan - 14.12.1972, Side 5

Vikan - 14.12.1972, Side 5
lýsir miklu umkomuleysi að hafa ekki í önnur hús að venda en að skrifa Póstinum. Þetta er of alvarlegt mál til þess að við get- um nokkuð hjálpað. Við getum aðeins lýst samúð okkar og ein- Isegri ósk um, að þú berir gæfu til að komast nokkurn veginn ósködduð frá hrösun þinni. — Tvennt viljum við þó ráðleggja þér. T) Leitaðu undireins til iæknis. 2) Treystu á ást foreldra þinna og vina. Ein og óstudd kemstu varla fram úr þessu. Hlífðu þeim samt við þeirri sorg- legu staðreynd, að þú getir ekki sagt til um föður, af því að þú hafir úr svo mörgum gælunöfn- um að velja. Það verður hlut- laus trúnaðarmaður að bera með þér. Skriftin sýnir ákaflyndi og fjölhæfni, en þig skortir hæfi- leika til að einbeita þér. Hvað er að vera með? Ágæti Póstur! Við erum hérna nokkrar stelpur, sem erum að rífast um, hvað sé að vera með strák Þarf maður að lifa með honum til að geta sagt, að maður hafi verið með honum? Getur maður ekki ver- ið með strák á balli og svo ekki meir? Hvernig eiga hrútur og dreki saman? Hvað lestu úr skriftinni? Rifrildisseggir. Deilumál ykkar er sannarlega stórmerkilegt og háspekilegt og erfitt að brjóta það til mergjar. Við höldum nú samt hérna, að þið þurfið ekki að leggja það á ykkur að lifa með strákunum til að geta sagzt hafa verið með þeim. Þannig var það a. m. k. í okkar ungdæmi Hrútur og dreki dragast hvort að öðru, en geta tæpast reiknað með friðsamleg-i sambúð. Skriftin er glæsileg og ber vott urn gáska on góðlvndh Léttari krossgátu, takk! Kæri Póstur! Mann dauðlangar til að setjast niður og skrifa þér ævisögu sína og láta þig greiða úr flækj- um hennar, svo maður geti lif- að alsæll það sem eftir er, eftir að hafa lesið ráðleggingar þín- ar til þeirra, sem á hjálp þurfa að halda. En ég ætla nú samt ekki að láta verða af því núna. Ég þakka Vikunni allt gott lestr- arefni, en krossgátan ykkar mætti vera ögn léttari, hún hef- ur oft komið mér í vont skap um dagana. Ég sá um daginn, að einhver tróð Henrý svo nið- ur í skítinn, að varla er hafandi eftir, en mér finnst Henrý stór- sniðugur, satt að segja hef ég fengið fleiri en eina hugmynd frá honum (svona rétt til að hann fái að heyra frá aðdáend- um sínum líka). Ástæðan fyrir því, að ég skrifa þér núna er eingöngu sú, að mig langar til að vita, hvernig steingeit og fiskur eiga saman, og svo væri allt í lagi að fá lesið úr skrift- inni líka, ef mögulegt er. Með fyrirfram þökk. D.A. í— ^ Steingeit og fiskur verSa fyrir- myndar par. Skriftin sýnir okk- ur, að þú ert vandlát og erfitt aS gera þér til hæfis, svo aS viS megum líklega vel viS una hér á Vikunni, aS þú skulir kunna aS meta þaS, sem við bjóSum lesendum okkar upp á. — ViS þykjumst líka geta lesiS úr skrift þinni, aS þú sért skapgóS og ráSagóS, svo aS líklega þarftu ekki á hjálp okkar aS halda viS aS greiSa úr flækjum ævisögunnar. Hvar á Lína heima? Kæra Vika! Við erum 3 systkinin, og okkur langar að vita, hvar Lína lang- sokkur á heima í Svíþjóð. Inga B. Steinsdóttir, 10 ára Eyjólfur Steinsson, 8 ára Heiðar S. Steinsson, 4 ára Melgerði 25 a, Kópavogi. Lína langsokkur heitir á sænsku Pippi Lángstrump, og stúlkan sem leikur hana í sjónvarpinu, heitir Inger Nilsson. ViS getum ekki sagt ykkur, hvar i SviþjóS hún á heima, en ef ykkur lang- ar til aS skrifa henni, getiS þiS haft utanáskriftina svona: Inger „Pippi" Nilsson Svensk TV Stockholm Sverige. e , V ' \ HöHt'i Jú i CÁfAiS* : EG ELSKA AÐEINS ÞIG er eftir BODIL FORSBERG höfund bókanna „Vald óst- arinnar“, „Hróp hjartans“ og „Ást og ótti“. Hrífandi og spennandi bók um óstir og örlagabaróttu. í ELDLÍNUNNI er enn ein snilldarbókin eftir FRANCIS CLIFFORD, höfund met- sölubókanna „Njósnari á yztu nöf“ og „Njósnari í neyð“. Þessi bók hlaut 1. verðl. „Crime Writers* Association“ 1969 HÖRPUÚTGÁFAN 50. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.