Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 5
sammóla um), þá skaltu bara láta það vera í framtíðinni. — Skriftin er snotur og bendir til þess, að þú látir fremur stjórn- ast af skynsemi en tilfinningum. Bílnúmerin og rökin Kæri Póstur! I Tímanum 6. marz og sjálf- sagt öðrum fjölmiðlum er frétt um, að í undirbúningi sé að breyta um númer á bílum, þann- ig að í stað sýslubókstafanna og talnanna komi tveir bókstafir og þrír tölustafir, og virðist tal- hlýðni fréttamannsins koma fram í að mæla á allan hótt með þessari breytingu. Eftir lestur þessarar fréttar hlýtur maður að spyrja, hvað mæli með þessari breytingu. Helztu atriði, sem þarna eru talin upp, eru þessi: 1. Lóg númer ganga kaupum og sölum ó hóu verði. 2. Bifreiðaeftirlitsmenn og aðr- ir, sem um þessi mól fjalla, geta haft það nóðugra með nýju fyr- irkomulagi. 3. Fimm stafa númer og einn bókstafur komast ekki fyrir á sumum bílum, en 2 bókstafir og 3 tölustafir auðveldlega. Hvernig væri að minnka stafina og númeraspjöldin svolítið? — Annars finnst mér, að hverjum manni eigi að vera frjólst að gera sig að flóni með þv( að borga stórfé fyrir lágt númer, ef hann óskar þess. Bókstafirnir, sem tilheyra hverju lögsagnar- umdæmi, er eitt af skemmtileg- ustu einkennum (slenzkrar bif- reiðaeignar, og mæli ég ein- dregið gegn því, að þeir verði lagðir niður. Við lifum í litlu landi, og bókstafir bílanna veita okkur mikla vitneskju um ferða lög og eru til glöggvunar fyrir alla, sem um vegi landsins fara. Engin rök, sem nokkur veigur er í, mæla með breytingum í þessu efni. Staddur í Ólafsvík 20. apríl. ívar Árnason. Pósturinn er sammála þv(, að það er eftirsjá { þessum stór- karialegu númerum, sem hér tíðkast. En líklega eru bifreiða- eftirlitsmenn og fleiri bara svona framsýnir, að þeir eru farnir að hugsa fyrir þeim degi, þegar fimm stafa tala dugir ekki lengur til að auðkenna bilana. Bauð henni í bíó Elsku Póstur! Þannig er mál með vexti, að ég kynntist strák fyrir tveimur ór- um (1971), hann ótti heima á móti mér, þar sem ég ótti heima (í blokk). Þegar ég só hann í fyrsta skipti, þó varð ég hrifin af honum, og ég veit, að hann er hrifinn af mér, vegna þess að á þessum tveimur órum hefur hann boðið mér út í bíó. En núna fyrir nokkrum dögum kom vinkona mín í heimsókn og sagði mér, að hann ætlaði að fara að trúlofa sig í maí. Ég varð undireins vond út í hann, vegna þess að ég er farin að þykkna undir belti eftir hann. Hvað ó ég að gera til þess að ná í hann, hann veit, að ég er ófrísk. Þú verður að hjálpa mér, óður en þessi mánuður er lið- inn. Foreldrar mínir vita, að ég er ófr(sk, og þeim Kkar svo vel við hann, en samt fór hann frá mér. Hvað ó ég að gera, Póstur góður, svo að ég fói hann aft- ur, vegna þess að mig langar ekki, að barnið mitt verði föð- urlaust. Ég þakka allt gamalt og gott í Vikunni. Hvernig eiga steingeitin (karl) og vatnsberinn (kona) saman? Ein 1 7 óra. Eitthvað hafið þið nú gert meira en að fara í bíó, og mikið skelf- ing gerist mörg saunasagan, af því fólk hefur ekki vit á að koma í veg fyrir það, sem sam- kvæmt náttúrunnar lögmáli get- ur leitt af ástarsambandi. ,,Þið getið virt hvort annað, en hæp- ið er, að náin kynni takist vel. Espaðu hann ekki uppl", segir í stjörnuspá ástarinnar um sam- band steingeitarkarl og vatns- berakonu, svo ekki blæs alltof byrlega fyrir þér, en auðvitað verður drengurinn að taka af- leiðingum gerða sinna, hvort sem hann vill giftast þér eða ekki. Og ef þú treystir þér ekki til þess að tala við hann, þá vilja foreldrar þinir áreiðanlega hjálpa þér. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SIÐUMÚLA 12 POSTHÖLF 533 SlMI 35320 REYKJAVlK 21. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.